Faxi - 01.09.1989, Blaðsíða 27
A FMÆ LISKVEÐJA
Ragnheiður Jónsdóttir
ar Gísli sonur minn, þegar Þor-
steinn fór í land.
Þetta hafa allt verið heldur lán-
samar fleytur og aldrei orðið alvar-
leg slys á þeim . . .
Kraftaverk . . .
... Á langri sjómannsæfi fá
menn náttúrlega oft rysjuveður, en
langversta veðrið sem ég hef lent úti
í er veðrið þegar franska rannsókn-
arskipið Parqua Pas fórst héma upp
á Mýmnum. Það var ægilegt veður.
Ég var þá á Jóni Finnssyni litla eða
fyrsta. O, hann er snillingur, þó lítill
væri. Við lágum undan Brimilsvöll-
unum, þama skammt fyrir innan
Ólafsvík. Lágum þar á gmnnu
vatni, fyrir báðum akkerum en svo
söng allt í sundur, þetta var svoddan
ógurlegur ofsi. Meðan akkerin
héldu lagðist hann oft inná stýris-
hús. Og það var ekki um annað að
gera en halda sjó og keyra uppí eftir
því sem vélakrafturinn leyfði. En
það var furðulegt þetta með vélina.
Á leiðinni vestur hafði hún hitað sig
svo mikið að við urðum alltaf að
vera að stoppa, en þama í veðrinu
keyrðum við hana eins og hægt var
meðan veðrið stóð, ég man nú ekki
hvað það var lengi en það var alla
nóttina og ffam á dag sem þessi ofsi
stóð, og hún sló ekki feilpúst allan
tímann, enda kom það sér betur
fyrir okkur, því að við hefðum verið
dauðir með sama, ef hún hefði
klykkað. Þegar svo lægði fómm við
útá Ólafsvík og fengum þar legufæri
og fómm síðan út að fiska, en strax
í fyrsta kastinu glóðhitaði vélin sig
og stoppaði og það varð að draga
okkur til Reykjavíkur.
Að vélin skyldi ganga allt veðrið,
hefur mér alltaf fundizt kraftaverki
líkast . . .
... Og maður hefur svo sem
margt fyrir að þakka eftir svo lang-
an dag. Mér hefur til dæmis aldrei
orðið misdægurt allt mitt líf, fyrr en
þetta með fætuma sem tóku að láta
sig síðustu árin, en ég ætla nú að
fara í nudd eftir helgina inní Kefla-
vík og sjá hvort þetta lagast ekki
eitthvað.
Ég hætti allri tóbaksbrúkun fyrir
nokkmm ámm, ég notaði bæði nef-
tóbakogmunntóbakhér fyrrum, en
aldrei verið víndrykkjumaður; ég
segi ekki, að ég hafi ekki bragðað
vín, en dmkkinn hef ég aldrei orðið
og sé ekki eftir því. . .
Sumarið er hðið, það var rigninga-
samt og veðurfarið oft eins og á
haustdegi. Samt vom fleiri ferða-
menn á ferð en oft áður, og ferðir er-
lendra ferðamanna um landið juk-
ust. Flestir ferðast á bílum. Aka um
fjöll og dali, inn í firði og út á nes.
í mörgum Qörðum em gamlar
húsatættur, grasi grónar, er vitna
um gamla byggð, gömul fjárhús eða
beitarhús. Þú sem þýtur um veginn
á nýja jeppanum þínum tekur
naumast eftir þessum ummerkjum
um löngu Uðna tíð, þar sem háð var
hörð lífsbarátta og stríð við náttúm-
öflin, til að reyna að tryggj nauð-
þurftir til næsta dags. Þó er stund-
um stoppað í fjarðarbotni til að
teygja úr fótunum og litast um í
fögm umhverfi. Gengið er upp á
næsta tóftarbrot og hugurinn látinn
reika til Uðinna daga og reynt að
gera sér í hugarlund þá tíð, þá gleði,
þá sorg og þá baráttu sem hér átti
sér stað á Uðnum öldum. Því víst var
hér gleði í fátæktinni. Hér vom unn-
ir sigrar. Oft skein sólin glatt yfir
túnið og spegilsléttan sjávarflötinn
sem speglaði fjöllin í kvöldkyrrð-
inni.
Keyrirðu vestur og inn í botn
Dýrafjarðar, muntu sjá tóftabrot,
vestan megin við ána sem Uðast nið-
ur dalinn. Þar stóð eitt sinn bær er
hét Botn. Þar fæddist fyrir 80 ámm,
þann 9. september, Ragnheiður
Jónsdóttir, nú til heimiUs að Aðal-
götu 17 hér í Keflavík.
Foreldrar Ragnheiðar vom Kristj-
ana Sigurðardóttir og Jón Justsson,
ábúendur í Botni. Þau áttu 9 böm.
Einhvem tíma hefur verið þröngt í
búi og erfitt að framfleyta svo stóm
heimili á þessum tíma.
Tólf ára gömul fer Ragnheiður í
skóla á Þingeyri og er þá tekin í fóst-
ur af séra Þórði Ólafssyni og Maríu
ísleifsdóttur. Hún flyst síðan til
Reykjavíkur með þeim en síðan
fluttist hún til Keflavíkur, og árið
1939 kaupir svo Ragnheiður Aðal-
götu 17, ásamt manni sínum, Jóni
80 ára
V. Elíassyni, og hefja þau þar bú-
skap.
Ragnheiður byrjar að vinna hjá
Kaupfélagi Suðurnesja 1954 og þá
hefjast kynni okkar. Hún starfaði
hjá kaupfélaginu í 25 ár eða þar til
hún varð sjötug.
Á þessum langa tíma vann Ragn-
heiður í mörgum búðum Kaupfé-
lagsins. Hún bytjaði fyrst að Hring-
braut 55, sem þá var nýstofnuð
kjörbúð. Leysti hún þar af deildar-
stjórann, Stefán Friðbjömsson í
Nesjum, og tók við hans störfum
þann tíma sem hann var í burtu yfir
sumarmánuðina.
Lengst af sínum tíma hjá kaupfé-
laginu var hún í vefnaðarvömdeild-
inni að Hafnargötu 30 undir stjóm
Lóu Þorkelsdóttur. Á góðri stundu
sendi Lóa henni þessa vísu, sem
lýsir henni vel:
í kaupfélagsverslun við kynntumst
og störfum nú saman.
Þar kappsöm hún gengur að verki
og hress er í lundu,
því Rögnu tekst oftast að vekja
upp gleði og gaman
og greiða úr sérhveijum vanda á
réttri stundu.
Ragna hefur sínar skoðanir sem
hún er ekkert að flíka dagsdaglega.
Ekki heyrði ég hana tala illa um
nokkum mann ef spurt var og ekki
hægt að segja eitthvað jákvætt var
svarið, ,Ekki veit ég það spurðu ein-
hvem annan“. Hún er fáskiptin við’
ókunnuga og er ekkert að troða sér
upp á fólk, en er hress og kát í góðra
vina hópi og meðal starfsfélaga.
Hún er dugleg og samviskusöm og
má ekki vamm sitt vita í neinu.
Sérstaklega tók ég eftir því er h'ða
tók á sjöunda áratuginn, er hún
spurði mig oft er ég kom í búðina.
, ,Er nokkur þörf fyrir kerlingu eins
og mig lengur, á ég ekki að fara að
hætta?“ Svarið var alltaf það sama:
Þú verður nú til sjötugs, það er að
segja ef þú vilt. Ekki þurfti að
kvarta um að eftir sætí hennar hlut-
ur. Og þegar hún varð sjötug hætti
Ragna, og síðan em liðin 10 ár.
Ragnheiður á þijá mannvænlega
syni. Hjalta, sem búsettur er í Fær-
eyjum. Sigurð, sem býr í Reykjavík,
og Marinó, sem býr hér í Keflavík.
Bamabömin em orðin 4. Ragna býr
ennþá í gamla húsinu sínu að Aðal-
götu 17, og þangað heimsækja hana
synir hennar og fjölskyldur þeirra,
sem ávallt em þá aufúsugestir.
Lífið á sér margar hliðar, sumir
stefna hátt til áhrifa og metorða,
aðrir láta sér nægja að standa vel að
sínu verki, hvort sem það er að
vinna hörðum höndum í verslun,
byggja hús, eða sækja sjó. Niður-
staðan verður ávallt sú að vel unnið
verk skapar ánægju og hfefyllingu.
Eftir þessum einföldu sannindum
held ég að Ragna hafi ávallt lifað.
Á þessum tímamótum sendum
við samstarfsmenn hennar hjá
Kaupfélagi Suðurnesja henni hug-
heilar hamingjuóskir og þökkum
henni samstarf og samvinnu á hðn-
um ámm, og vonum að næstu ára-
tugir færi henni og hennar fjöl-
skyldu heill og hamingju.
Gunnar Sveinsson.
TRÉ-XINNIHURÐIR
TRÉ-X BYGGINGAVÖRUR IÐAVÖLLUM 7 KEFLAVIK Sl'MI 14700
FAXI 215