Faxi - 01.09.1989, Blaðsíða 24
Tkpaði bankinn miklu fé og var í
kjölfar þess máls myndað hlutafélag
um rekstur bankans og var ríkið
stærsti hluthafmn. Jafnframt var
það gert heyrum kunnugt, aö ríkið
ætlaði sér að selja hlut sinn í
bankanum. í allmörg ár höfðu
stjómmálamenn rekið áróður fyrir
sameiningu banka, því hér væru
reknir of margir bankar og væri það
óhagkvæmt mjög. Ýmsir sýndu
áhuga á að kaupa hlut ríkisins í
Útvegsbankanum, t.d. SÍS,
útvegsmenn og heyrst hafði að
sparisjóðimir hefðu áhuga. Einnig
höfðu Verslunarbankinn og Iðnaðar-
bankinn sameiginlega hug á
kaupum. Af og til voru þessi mál í
brennidepli, en ekkert virtist ætla
að gerast. Þá var það að næstum því
fyrirvaralaust gerðu einkabankamir
þrír, Iðnaðar-, Verslunar- og Alþýðu,
tilboð í hlutafé ríkisins. Gengið var
að tilboðinu sem hljóðaði upp á
litlar 1180 milljónir. í kjölfar þessara
kaupa varð sfðan sameining þessara
banka og hlaut hinn nýi banki
nafnið íslandsbanki.
Sú spuming er efst á baugi, hvað
olli þessari skyndilegu sameiningu.
Varla er um að ræða neina eina
skýringu, en þess ber að gæta, að
sameining fyrirtækja hefur verið eitt
af aðaíeinkennum viðskiptalífsins á
Vesturlöndum á undanfömum
árum. Einnig má ætla, að
möguleikar Útvegsbankans til
viðskipta með erlent fjármagn hafi
haft nokkuð aðdráttarafl í huga
kaupendanna.
Bankamir þrír sem hér eiga hlut
að máli vom allir stofnaðir af
hagsmunahópum og átti með
stofnun þeirra að gæta sérhagsmuna
viðkomandi hópa. Fyrir stofnun
þeirra hafði ríkt hér tímabil hafta og
ófrelsis í viöskiptum.
Iðnaðarbankinn var stofnaður á
þeim tíma, þegar íslenskur iðnaður
var að hasla sér völl og
Verslunarbankinn átti mikilvægan
þátt í uppbyggingu nýrra
atvinnugreina á sviði verslunar og
þjónustu.
í dag horfa mál nokkuð öðmvísi
við. Miklar breytingar hafa átt sér
stað á sviði fjármála og skil milli
atvinnugreina hafa að mörgu leiti
mást út. Þá em breytingar í
atvinnulífinu svo örar og oft svo
stórvægilegar, að smáir, einhæfir
bankar eiga ekki möguleika á að
vera þátttakendur. Nægir í þessu
tilliti að benda á hinn öra vöxt á
sviði fiskeldis. Þar hefur á örfáum
ámm átt sér stað uppbygging sem
skiptir milljörðum kióna. Þá er ekki
úr vegi að benda á þær breytingar
sem em að verða í Evrópu. Árið
1992 verður komið á enn meiri
samvinnu innan EBE en þar er í
dag. Þessi samvinna verður á nær
öllum sviðum, ekki síst verður þar
um að ræða viðskipti og fjármál
hvers konar. ísland sem er innan
EFTA verður því á næstu ámm að
aðlagasf þessum væntanlegu
breytingum.
Þegar þessi og ótal önnur atriði
hafa verið tekin með í reikninginn,
þá verður ekki annað séð, en að
með sameiningunni hafi bankamir
þrír tekið skynsamlegt sp>or. Það á
síðan eftir að koma í ljós, hvort
núverandi viðskiptamenn bankanna
verða sáttir við þessar breytingar
eður ei.
Markmið og leiðir
Nýlega gaf Samvinnunefnd
bindindismanna út bæklinginn
„Áfengismálastefna og vímuvamir.
— Markmið og leiðir“. í honum em
kynnt sjónarmið bindindissamtaka í
nokkmm þáttum áfengismálastefnu
og vímuvama.
Áfengismál hafa verið mikið í
brennidepli undanfarið vegna
bjórmálsins. Þau munu verða það
áfram en lfklega á nokkuð öðmm
nótum en í bjómmræðunni. Sú
aukning, sem þegar er orðin á
heildameyslu áfengis með tilkomu
bjórsins og fjölgun dreifingarstaða
áfengis í kjölfar hans, mun að okkar
mati kalla á viðbrögð landsmanna,
- viðbrögð sem knýja á um
endurmat og endurskoðun á
áfengismálum íslendinga.
Bindindissamtök hafa margt til
þeirrar umræðu að leggja og vilja
með útgáfu þessa bæklings benda á
nokkur atriði sem mikilvægt er að
taka tillit til í áfengisvömum.
Vandamál vegna áfengisneyslu em
meðal helstu heilbrigðisvandamála
sem vestrænar þjóðir eiga við að
glíma. Minni áfengisneysla erjwi
eölilega a stefnuskrá þeirra þjóða og
stofnana sem vinna að bættu
heilbrigði fólks. Sú stefna ríkir
einnig hér á landi í orði kveðnu en
betur má ef duga skal því aðgerðir í
áfengismálum undanfarin ár hafa
miðað að hinu gagnstæða.
Tilkynning frá Þroskahjálp
Tímaritið Þroskahjálp 4. tölublað
1989 er komið út. Útgefandi er
Landssamtökin Þroskahjálp.
í þessu tölublaði segja foreldrar
fjölfatlaðs drengs, sem þarf mikið að
dvelja á sjúkrahúsum, frá lífi sínu í
viðtali sem ber yfirskriftina Lífid og
dauðinn togast á.
Meginefni blaðsins að þessu sinni
er helgað málþingi þroskaheftra sem
haldið var f Reykholti í Biskups-
tungum sl. vor. Sagt er frá
umræðum málþingsins og birtar
ræður sem þátttakendur fluttu.
Fjallaö er um vinnufund um fram-
haldsmenntun sem haldinn var hér
á landi á vegum NFPU, norrænna
samtaka um málefni vangefinna, og
nokkrir íslenskir þátttakendur
spurðir álits á stöðu
framhaldsmenntunar þroskaheftra
hér á landi.
Einnig er í blaðinu ítarleg grein,
eftir Rannveigu 'IVaustadóttur í
Bandaríkjunum, sem ber heitið:
Kynbundin umönnun fatlaðra
innan fjölskyldunnar, þar sem m.a.
er hvatt til þess að samtök fatlaðra
og kvennahreyfingin gæti þess að
réttindi annars hópsins aukist ekki
á kostnað hins.
Tímaritiö Þroskahjálp kemur út
sex sinnum á ári. Það er sent
áskrifendum og fæst í lausasölu í
bókabúðum, á blaðsölustöðum og á
skrifstofu samtakanna að Nóatúni
Í7;
Áskriftarsíminn er: 91-29901.
BJÖRG UNARSKÓLI LHS
Áhersía lögð á samspil
þekkingar og þjálfunar
Starfsáætlun Björgunarskóla LHS
fyrir næsta vetur er komin út,
fjölbreytt að vanda, auk þess sem
nokkrar nýjungar eru innleiddar. Á
dagskrá eru 51 námskeið og
námstefnur, en að auki er óskum
um önnur námskeið fyrir björgunar-
sveitir og aðra áhugamenn sinnt
eftir því sem þær berast.
Björgunarhundar til leitar í
húsarústum og vatni
Starfsár Björgunarskólans hefst 18.
ágúst meö námstefnu um notkun
björgunarhunda til leitar í húsa-
rústum og vatni. Fyrirlesari er
Caroline Hebard frá Banda-
ríkjunum, en hún er sérfræðingur á
þessu sviði og hefur tekið þátt í
Ijölmörgum björgunaraðgerðum víða
um heim, auk þess sem hún annast
útskrift hunda í Bandaríkjunum til
alþjóðlegra björgunarstarfa á vegum
rfkisins. Námstefnan er haldin í
samvinnu við Björgunarhundasveit
íslands, sem hefur fram að þessu
lagt áherslu á þjálfun hunda til
leitar í snjóflóðum, en hefur áhuga á
að víkka út verksvið sitt. Skrifstofa
LHS annast skráningu á nám-
stefnuna og eru allir áhugamenn um
notkun hunda til björgunarstarfa
velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Námskeið í fjarskiptum,
lórannotkun, hjörgunarköfun og
leit með vélsleðum
Á starfsáætlun Björgunarskólans
er töluvert um ný og nýleg
námskeið og má þar nefna
námskeið eins og leit með
vélsleðum, björgunarhundar í
víðavangsleit, björgunar- og
ruðningsstörf, félagsmál, réttindi og
skyldur hjálparsveitamanna,
sérhæfð fjallamennska, þyrlu-
námskeið fyrir leiðbeinendur,
framhaldsnámskeið í fjarskiptum,
veðurfræði til fjalla og björgunar-
köfun. Nánari upplýsingar um
námskeiðin er að finna í hinni
nýútkomnu starfsáætlun og geta
áhugamenn fengið hana senda.
Skólinn fyrir lífið
Björgunarskóli LHS hefur tekið
sér einkunnarorðin „Skólinn fyrir
lífið", enda miðar allt starf hans við
að gera björgunarmenn hæfa til
björgunarstarfa á úrslitastundu. í
starfi Björgunarskólans hefur ávallt
verið lögð mikil áhersla á að láta
þekkingu og þjálfun spila saman
með þeim búnaði sem björgunar-
sveitimar hafa yfir aö ráða.
Yfirskrift starfsáætlunar 13.
starfsársins er „Þegar árangur
skiptir máli".
Skrifstofa Landssambands hjálpar-
sveita skáta veitir allar nánari
upplýsingar og skráir þátttakendur
á námskeið skólans.
FELAGAR V.S.F.K.
OG NÁGRENNIS
Félagið vill benda félagsmönnum sínum á
vetrarferðir til Benidorm á Spáni á vegum
Alþýðuorlofs og Samvinnuferða-Landsýn.
Brottfarardagar eru:
11. okt. 4 vikur
8. nóv. 20 dagar
28. nóv. 3 vikur
19. des. 3 vikur
9. jan. 3 vikur
30. jan. 3 vikur
27. feb. 4 vikur
Allar nánari upplýsingar veita Samvinnu-
ferðir-Landsýn í síma 91-691010.
212 FAXI