Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1989, Blaðsíða 26

Faxi - 01.09.1989, Blaðsíða 26
I Hér hef ég alla ævi mína dvalið FRAMHALD AF BLS. 200 þeir skáru gat á belginn og létu ís- lendingana á árabátunum róta úr belgnum uppí bátana. Ég man það líka, að útgerðarmaður hér í Gerð- um hafði fast samband við Hollend- ing, sem kom hér upp undir varim- ar á hveijum morgni með þorskafl- ann eftir nóttina, og þetta gátu orðið margir bátsfarmar. Þessi fiskur skapaði talsverða at- vinnu í landi, mikil lifandi- ósköp . . . og þessi fiskur fékkst fyrir að heita mátti ekki neitt að minsta kosti fyrst framan af, eina viskíflösku eða svo, en svo hækkaði nú gjaldið með árunum og víninu fylgdi tóbak og prjónles, en ég held að greiðslan hafi aldrei náð því að svara til verðmætis þess fiskmagns semmennfenguúrtogurunum . . . . . . Já, já, það var nóg brennivín og tóbak til að borga með. Það var sjaldan hörgull á þessháttar vam- ingiíbúðunum . . . Það var sótt inn í Keflavík til Norðfjörðs gamla og Duus, sem þá var hér mikið stór- veldi enda ort á þeim ámm . . . Að vera ríkur eins og hann Duus, óskar sér margur snauður. Eiga fögur og háreist hús, þar inni sæld og auður. En eitt er það mein, sem allir fá og ekki verður komizt hjá - — loksins að liggja dauður. — (Vísan er nokkru öðmvísi í bók- inni Undir Garðskagavita en hjá Jó- hannesi. Hún var betri svona). ... Já, það óskaði sér áreiðan- lega margur meiri auðsældar en hér var í Garðinum á mínum uppvaxt- arámm. Þetta var bölvað eymdarlíf og volæði héma. Það átti enginn málungi matar, enda flosnaði fólk upp unnvörpum og flykktist inní Reykjavík. Það lá við landauðn hér um tíma . . . það var fiskur hér á miðunum flest árin, það held ég hafi ábyggilega verið, menn bara náðu honum ekki í þær græjur sem þeir höfðu. Það var eilíft stríð um neta- lagnimar. Það mátti ekki leggja net í Garðsjóinn fyrr en komið var langt fram á vetur (14. marz) og reyndar framá vom um tíma (7. apríl) og ekki fyrir utan Hólmsbergið. Það var til þess að fiskurinn gæti gengið alla leið inná mið Vogamannanna. Svo lentu öll netin í hnapp þama fyrir innan og fiskurinn bara hélt sig fyrir utan línuna. Það gat verið kakknógur fiskur fyrir utan línu, þó að ekki fengizt branda fyrir innan hana, en það mátti ekki taka hann. Það var hart, en svona var það. Mönnum nýttust ekki netin al- mennilega vegna þessarar neta- styijalda og svo var það bara hand- færið og línan á vorin og haustin og það var aldrei beitt öðra en kræk- lingi, lítils háttar sandmaðki. Menn vom seinir til að notfæra sér sfldar- beitu hér í Garðinum. Ef hann tók ekki kræklingsbeituna, þá stóðu menn ráðalausir, þó að nógur fiskur væri undir. Hann hagar sér oft undarlega þorskurinn. Ég man eina sögu um það, sem gamall maður héðan úr Garðinum, Sigmundur nokkur Sveinsson, sagði mér. Báturinn, sem hann var á hafði verið á fæmm hér úti á miðunum og leitað víða en varð ekki var. Þeir vom svo að koma að með tóman bát og komnir hér uppundir Gerðavörina, þegar ein- um skipveijanna verður litið út fyrir borðstokkinn og hann sér stærðar þorsktorfu undir bátnum. Þeir nátt- úrlega fóm að reyna að ná einhverju á færin, en náðu ekki bröndu. Þessi þorsktorfa hagaði sér dálítið ein- kennilega og það er nú orsökin til þess að saga gamla mannsins festist mér í minni, því hitt var svo algengt að vita fisk undir og ná honum ekki, að það var ekki frásagnarvert. Það stóð allur fiskurinn uppá endann í torfunni. Ég hef oftar heyrt um svip- uð fyrirbæri, þó að ég hafi aldrei séð þau sjálfur, til dæmis sagði Aust- firðingur einn að hann hefði séð fisk haga sér svona í torfu á Sandvíkinni fyrir austan. . . . Já, fiskurinngekkoftgmnnt hér í gamla daga, en nú er sú tíð löngu liðin, en hann getur svo sem oft verið hér í Bugtinni enn þó að hann fáist ekki. Það er ómögulegt að segja um það . . . Rofar til . . . Það hljóp náttúrlega fjörkippur í allt við starfsemi Milljónafélagsins, en það átti sér nú skamman endi. Það fór ekki að rofa til fyrr en vél- bátamir komu til sögunnar og þeir fóm að gera út dekkbáta, Gaiðs- menn sjálfir. Þeir sóttu frá Sand- gerði og fluttu fiskinn hingað til verkunar. Það er fiskverkun, sem alltaf hefur haldið okkur uppi hér. Það var líka svo í gamla daga, það kepptist hver og einn við að full- verka sinn hlut og selja ekki fyrr en fiskurinn var fullþurrkaður og unn- inn. Sumir neyddust jú til að selja uppúr salti, fyrir fátæktar sakir, en það var neyðarbrauð . . . . . . Það tók hver sinn hlut þegar skipt hafði verið í fjöra, og gerði að honum niður við bát og bar hann svo oftast á bakinu í skrínu heim að koti sínu. Allir áttu svo eitthvert kofahró, byrgi eða skúr til að salta í og vann heimilisfólkið að því að vaska og þurrka fiskinn á sumrin. Þannig var helzt að fá eitthvað út úr þessu . . . ... Ég hef alltaf verkað allan minn fisk sjálfur og, eins og ég sagði áðan hefur mér alla tíð fundizt það vera verkunin, sem bjargaði útgerð- inni, eða þetta baslast svona hvað með öðm, en ekki útgerðin ein sam- an. Manni nýttist líka svo vel hjálp- in í landi með þessu lagi. Ég gleymi því ekki, það var eftir að ég var kominn á Jón Finnsson I., að ég var á útilegu um sumarið á honum. Þegar ég kom heim vom konan og bömin búin að verka 600 skppd. af fullþurrkuðum saltfiski. Konan hafði keypt niður vöskunina, en vann hún og börnin ásamt því að heyja handa kúnum, því að við höfðum alltaf 4-5 kýr. Það var mik- il búbót að kúnum á svona stóm heimili. Við seldum líka stundum mjólk. Þama sérðu mynd á veggn- um af Gísla syni mínum við að tutla úr einni beljunni. Það var oft, þegar konan og bömin komu seint heim af fiskreitunum, þá varð að senda bömin út til að mjólka, og þau fengu þá spenvolga mjólkina að næra sig á . . . Þetta var allt saman bamingur en það baslaðist. Ég lét byggja Jón Finnsson I. 1924 og byrjaði að róa honum 1925 og var með hann sjálf- ur. Þetta var 15 tonna bátur, aldeilis lystafleyta, með hann var ég til 1937 að ég seldi hann og þá var hann skírður Kristján, og það er sá frægi Hrakninga-Kristján, sem nauðlenti eftir 12 daga hrakninga í Skiptivík í Höfnum og eyðilagðist þar. Það fór illa um þann bát. Jón Finnsson II. var 29 tonna bátur, sem við fengum um leið og við seldum þann fyrri 1939. Jón Finnsson III. varsænskur blöðmbátur, 56 tonn og Jón Finns- son IV. var 174 tonna norskur stál- bátur, og lengdum við hann 1965 og er hann nú um 210 tonn. Ég hætti sjómennsku 1936 og tók þá Þorsteinn sonur minn við og síð- STAPAFELL KEFLAVÍK Ný Ijósatœki - Búsáhöld Ódýr matar- og kaffisett Boröbúnaöur - Gjafavara Nýir pottar og pönnur Ný leikföng Ódýrar skólaritvélar - skólatöskur Feröa- og handtöskur Tölvur - Tölvuspil Litsjónvarpstœki frá kr. 30.000- Myndbandstœki - hljómflutningstœki AEG þvottavélar - þurrkarar Kœliskápar 15 geröir, verö frá kr. 29.900.- Frystikistur frá kr. 31900.— Frystiskápar Uppþvottavélar - Örbylgjuofnar 12 geröir Eldavélar - Eldhúsviftur frá kr. 8.900.- STAPAFELL H.F. SÍMAR 12300 06 11730 214 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.