Faxi - 01.09.1989, Blaðsíða 22
Að sœkja gull í greipar hafsins
t>að er víst ekki ofsögum sagt, að
spár mætra manna varðandi fiskafla
á næsta ári eru lítt glæsilegar og
gefa lítil tilefni til bjartsýni. Við
slfkar spár setur kvíða að fólki, ekki
hvað síst þeim sem sækja alla sína
björg í greipar hafsins. Vonandi ber
okkur gæfu til að mæta samdrætti
með skynsemi, því það vitum við öll
að í daglegu lífi öllu skiptast á skin
og skúrir. Við slíkar aðstæður reynir
á þrautseigju og útsjónarsemi.
Margir mættu þá taka sér til
fyrirmyndar fjölskyldu Óskars
Ingiberssonar sem reka Fiskverkun
Óskars Ingiberssonar. Óskar og
Hrönn hafa í mörg ár rekið sitt
fyrirtæki með miklum myndarskap
og hefur öll fjölskyldan verið afar
samhent í öllu því starfi. Á
meðfjflgjandi mynd má sjá, þegar
verið var að hífa línuna frá borði á
bátnum þeirra, Alberti Ólafssyni, og
það er Ingiber Óskarsson sem tekur
á móti bölunum á vörubílspallinum.
Faxi vill á þessum haustdögum óska
öllum sjómönnum á Suðumesjum
góðs gengis við sjósókn í vetur.
Fagurt umhverfi
Við Hótel Búðir á Snæfellsnesi er
fagurt og skemmtilegt umhverfi. Á
þessum slóðum er mikið um ferða-
fólk og er tjaldaðstaða í námunda
við hótelið. Útsýn er fögur og hér
má sjá Snæfellsjökul blasa við. Að
aka á góðum degi umhverfis
jökulinn er sérstaklega skemmtilegt,
því sífellt birtist hann í nýrri mynd.
Fjaran og hrauniö við Búðir getur
enst ferðalöngum til skoðunar í
langan tíma, því fjölbreytileiki er
þar mikill.
Ný plata frá
Jóhanni Helgasyni
Um þessar mundir kemur út ný
hljómplata frá Jóhanni Helgasyni.
Flatan ber nafnið Ég vildi. Hluti af
söluverði plötunnar rennur til
byggingu hljómlistarhúss enda hefur
Jóhann sýnt því máli mikinn áhuga
ásamt nafna sínum Jóhanni G.
Lögin á plötunni eru öll eftir
Jóhann utan titillagsins sem Árni
Harðarson á hálfan heiðurinn að.
Árni sá jafnframt um útsetningar og
upptökustjóm. Mjög hefur verið til
þessarar plötu vandað. Hljóðfæra-
leikur er í ömggum höndum ágætra
hljóðfæraleikara, þeirra á meðal
nokkurra úr Sinfóníuhljómsveit
íslands. Söng annast hinir ágætu
söngvarar Ólöf Kolbrún Harðar-
dóttir og Egill Ólafsson.
Þessi tólf lög sem hér birtast eru
flest samin fyrir um áratug en lagiö
Skógarmaður samdi Jóhann þó í
Kefiavík um eða fyrir 1970. Áthygli-
vert er að textar við þessi lög eru
allir eftir þá Davfð Stefánsson og
Kristján frá Djúpalæk. Eru lögin
gagngert samin við ljóð skáldanna,
utan laganna Hörpusveinn og
Skógarmaður. Jóhann sendi
G VlLDi •
Olof Kolbiún l IðróArdftttif
Kristjáni þau lög og samdi Kristján
þá texta við hið fyrmefnda, en benti
Jóhanni á kvæðið Skógarmaður og
taldi að þaö myndi l'alla að laginu.
Ióg Jóhanns em sem fyrr mjög
falleg og textar hinna ágætu skálda
komast vel til skila. Við á Faxa
óskum Jóhanni til hamingju með
þessa plötu og hvetjum alla til að
eignast hana.
Hönnun blaðsins Faxa
Margir hafa haft orð á því við
ritstjóm Faxa, að þeim þyki upp-
setning á efni blaðsins með miklum
ágætum. Ritstjóri getur að mjög litlu
leyti eignað sér heiðurinn af því.
Um alllangt skeið hefur setning og
hönnun blaðsins verið í höndum
ágætra starfsmanna Iæturvals að
Armúla 36 í höfuðborginni. Hönnun
og uppsetning á efni er þar í
höndum Halldórs Kristjánssonar
(bróður Kjartans í Gleraugnaverslun
Keflavíkur). Hefur hann í gegnum
árin fengið mikla tilfinningu fyrir
sögu og lífi á Suðumesjum og
kemur það greinilega fram í verkum
hans. Halldór var á dögunum í
heimsókn hér suður með sjó og var
meðfylgjandi mynd tekin við það
tækifæri.
210 FAXI