Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1989, Blaðsíða 7

Faxi - 01.09.1989, Blaðsíða 7
varð þriggja barna auðið. Elstur er Jóhann, húsgagna- og húsasmíða- meistari, kvæntur Sigríði Jónsdótt- ur. Þau bjuggu lengst af í Keflavík en eru nú búsett í Reykjavík. Næst- ur var Helgi Hafsteinn, rafvirkja- meistari og f.v. rafveitustjóri í Grindavík. Hann lést á afmælisdegi móður sinnar, 31. desember 1985. Ekkja hans er Katrín L. Lárusdóttir. Yngst er Hjördís húsmóðir í Kefla- vík gift Reynari Óskarssyni, starfs- manni hjá aðalverktökum á Kefla- víkurflugvelli. Bamabömin em 7. Árið 1947 fluttu þau til Keflavíkur en þá hafði Jóhann sonur þeirra þegar sest þar að. Þar veitti Hjörtur forstöðu netaverkstæði fyrir togar- ann Keflvíking. Síðar stundaði hann iðn sína sjálfstætt, vann við viðgerðir og fellingar í bílskúmum heima. Magnea stóð honum ætíð við hlið, vann með honum í netun- um, annaðist heimilið af kostgæfni og bar hag hans ávallt fyrir brjósti. Þau Hjörtur og Magnea bjuggu fyrstu 6 árin í húsi Jóhanns sonar síns við Heiðarveg 4 en byggðu síð- an hús á næstu lóð númer 6 sem Jó- hann teiknaði og byggði með þeim og þar hafa þau búið síðan. Magnea lést í júlí 1984. Samband þeirra var einkar náið. Magnea var myndarleg húsmóðir, glaðlynd og hugulsöm við sitt fólk. Þau áttu snoturt heimili í nábýli við Hjördísi sem bjó ásamt sinni fjölskyldu á efri hæðinni og Jóhann í næsta húsi. Helgi sem bjó í Grindavík kom reglulega í heim- sóknir og hafði náið samband við foreldra sína. Barnabömin nutu því samvista við afa og ömmu og þótti gott að koma í heimsókn. Þau hjón- in lifðu í farsælu hjónabandi í meir en 60 ár. Hjörtur hafði lítið af föður sínum að segja því hann fluttist ungur til Kanada og hafði ekkert samband við soninn. Þau Magnea og Hjörtur fréttu þó af honum vestra í gegnum vestur-íslenska konu. Hann hafði þá verið blindur í 9 ár vegna slyss sem hann varð fyrir. Þau skrifuðu til hans og buðu honum að koma heim dl Islands og er það haft eftir Þorkeli að það hafi verið erfiðasta ákvörðun hans að þiggja boð sonar síns sem hann hafði haft svo lítið af að segja. Hann kom heim árið 1930 og Hjört- ur tók á móti honum við skipshlið. horkell bjó hjá þeim í 3 ár og lést 1933 og var Hjördís skírð yfir kistu hans. Hjörtur var myndarlegur maður, í uieðallagi hár, sterklegur, kvikur í hreyfmgum, kappsfullur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, glettinn °g glaðlegur á svip. Hann bar elli sína einkar vel líkamlega og var utjög hraustur alla tíð og fór ekki á sjúkrahús fyrr en á níræðisaldri er gerð var aðgerð á augum hans en þá var hann orðinn nær alveg blindur. Hann hafði haft mikið yndi af að horfa á sjónvarp og það varð honum erfitt að geta ekki lengur séð það sem fyrir augu bar. En Magnea stóð honum ávallt við hlið, las fyrir hann úr bókum og blöðum svo og texta í sjónvarpi. Það varð Hirti mikið áfall er hún féll frá 2. júlí 1984 enda var hann henni mjög háður í alla staði. Hún hafði verið manni sínum traustur lífsförunautur. Hann flutti á Garðvang skömmu eftir andlát hennar og dvaldi þar til dauðadags. Aftur hrakaði sjóninni og undir það síðasta gat hann aðeins greint mun ljóss og myrkurs. Á Garðvangi naut hann góðrar aðhlynningar og vill fjölskylda hans færa starfsfólki Garðvangs bestu þakkir svo og vist- mönnum sem tengdust honum vináttuböndum. Þá fær Styrktarfé- lag aldraðra í Keflavík einnig þakkir fyrir gott starf sem þau hjónin nutu bæði og höfðu mikla gleði af. Böm hans, tengdaböm og afkom- endur kveðja hann hér í dag með þakklæti fyrir allt það sem hann var þeim. Bamabömin á Heiðarvegi 6 þakka sérstaklega náin og góð kynni enda lengi búsett undir sama þaki. Hér er flutt kveöja frá Helga Einari Harðarsyni í London, bróður hans Armanni Ásgeiri og móður þeirra Sigurbjörgu. Sonarsonur hans og nafni þeirra hjóna, séra Hjörtur Magni Jóhannsson sem er staddur erlendis sendir hingað kær- ar kveðjur til ættingja og vina og þakklæti til Guðs fyrir líf afa síns. Þeir áttu margar góðar stundir á Garðvangi. Ættingjar heimsóttu Hjört á Garðvang og ég tel að á eng- an sé hallað þótt hér komi fram að fjölskylda Hjördísar sýndi honum mikla ræktarsemi á ævikvöldi hans. Hann lést á Garðvangi 16. ágúst sl. saddur lífdaga. Sonardóttir hans var við dánarbeðið og styrkti hann með nærvem sinni og bænum. Komið er að leiðarlokum er við söfnumst saman hér í kirkjunni til að kveðja látinn ástvin. í táknmáli kristinnar trúar er kirkjunni líkt við skip á ferð um lífsins haf. Þar er Kristur við stjómvölinn og stýrir ör- uggri hendi í gegnum brim og boða sem hinn fullkomni lóðs. Og við sem emm um borð, fyrir samfélagið við Krist Jesú, getum verið ömgg um að ná heil til hafnar. Kristur er sá sem bjargar, vemdar og styður. Hann einn getur siglt fari sínu heilu heim í gegnum stórsjói og sneytt hjá skerjum í Straumfirði lífsins. Við þökkum Guði fyrir hjálpræðið í Jesú Kristi og fyrir að mega eiga ömgga vissu um eilíft líf hjá Guði þar sem engin neyð verður. Þetta sá Jesaja spámaður fyrir sér og sagði: „Stælið hinar máttvana hendur, styrkið hin skjögrandi kné! Segið hinum ístöðulausu: „Verið hug- hraustir, óttist eigi! Sjá, hér er Guð yðar! . . . Þá munu augu hinna blindu upp lúkast og opnast eym hinna daufu. Þá mun hinn halti létta sér sem hjörtur og tunga hins mállausa fagna lofsyngjandi, því að vatnslindir spretta upp í eyðimörk- inni og lækir í öræfunum.“2 Þetta er sýn spámannsins um Guðsríkið sem bíður kristinna manna, þeirra er treysta Drottni. Við þökkum Guði fyrir líf Hjartar Þorkelssonar og allt gott sem prýddi persónu hans. Veri hann og við öll Guði falin um eilífð alla. Amen. Víkurfréttir 48. tbl. 7. árg. Fimmtudaginn 18. desember 1986. Viðtal við Hjört Þor- kelsson. "Jesaja 35.3-6 Heimsóknar- tímar á Sjúkrahúsinu Frá og med 1. september verda heimsóknartímar Sjúkrahússins sem hér segir: Virka daga frá kl. 18.30—19.30, um helgar frá kl. 15.00—16.00 og 19.00—19.30. Sömu tímar gilda á fædingardeild. Að gefnu tilefni skal heimsóknargestum bent á að reykingar þeirra eru bannaðar á sjúkrahúsinu. Hjúkrunarforstjóri Ðyggðasafn Suðurnesja LOKAÐ VEGNA SUMARLEYFA ÚT OKTÓBERMÁNUÐ FAXI 195

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.