Faxi - 01.09.1989, Blaðsíða 13
MINNING
Tómasína Oddsdóttir
Fædd 6. mars 1896. Dáin 17. júní 1989.
Þann 17. júní sl. barst mér sú
fregn aó amma mín væri dáin.
Hún var oröin 93 ára gömul og
sannarlega búin að skila góðu
dagsverki.
Tómasína Oddsdóttir fæddist að
Guðlaugsstöðum í Garði. Hún var
dóttir hjónanna Odds Bjömssonar
frá Ljótastöðum í V-Skaftafells-
sýslu, síðar að Gauksstöðum í
Garði og Guðbjargar Tómasdóttur
frá Skammbeinsstöðum í Holtum.
Um 9 ára gömul fluttist hún að
Presthúsum í Garði.
Hún var elst 7 systkina. Þau
voru, auk hennar, Guðlaugur
Bjöm, Anna Margrét, Matthías,
Sigurður, Oddný Guöbjörg og
Magnús. Nú em aðeins tvö þeirra
lifandi, bræðurnir Sigurður og
Magnús.
Hún giftist Sumarliða Eiríkssyni
frá Hellum í Garði þann 5. nóvem-
ber 1916. Faðir Sumarliða, Eirík-
ur Guðlaugsson frá Fossi á Síðu
hafði búið að Garðhúsum en flutt
að Meiðastöðum með fjölskyldu
sína. Bræðumir þrír, Guðlaugur,
Jón og Sumarliði, bjuggu síðan
þar eftir hans dag. Þau stofnuðu
því heimili að Meiðastöðum og
bjuggu þar alla tíð síðan.
Árið 1935 fluttu þau í nýbyggt
hús á Meiðastöðum, sem stendur
enn reisulegt ofar í túninu.
Bömin urðu 8. Þau vom Rík-
harður, fæddur 1916, Anna Mar-
grét Guðrún, fædd 1917, Oddur
Guðbjöm, fæddur 1920, Einar-
ína, fædd 1922, Guðrún, fædd
1927, Hörður, fæddur 1930, Ant-
on Geir og Guðlaugur Bjöm,
fæddir 1931. Þau komust öll til
fullorðinsára, en Guðbjörg andað-
ist 1986 og Einarína 1987.
Heimilislífið mótaðist af atvinn-
unni sem stunduð var. Sumarliði
var formaður á árabátum í mörg
ár. Hann stundaði síðar síldveiðar
á sumrin, sá lengi um flutninga á
mjólk af Suðumesjum til Reykja-
vfkur. Síðar fóm þau eins og svo
margar fjölskyldur í Garðinum
gerðu í þá daga að þurrka fisk.
Keyptur var að saltfiskur af togur-
um, hann vaskaður og þurrkaður.
Öll fjölskyldan tók þátt í verkun-
inni, enda mörg handtökin.
Minkabú átti hann um tíma.
Hann vann síðan í Frystihúsi
Gerðabátanna, þar til heilsan bil-
aði.
Allt frá upphafi stunduðu þau
búskap í smáum mæli með 6 kýr
og var það fastur hluti af heimilis-
haldinu frá byrjun og alllangt fram
á seinni árin. Ein af mínum fyrstu
bemskuminningum em einmitt
bundnar við fjósið á Meiðastöö-
um. Mér þótti alltaf notalegt að
koma þangað og ekki skemmdi að
fá að vera með í heyskapnum.
Einnig man ég eftir gömlum pall-
bíl sem var að grotna niður í tún-
jaðrinum. Hvort sem þar var
mjólkurbíllinn sem afi hafði notað
eða ekki, tengdi ég hann við sög-
umar hans.
Amma var ákaflega vinnusöm
kona, sem alltaf mátti sækja hlýju
til. Hún hafði mjög vandað
hugarfar, eins og þau reyndar
bæði höfðu. Við yngra fólkið
mættum gera meir af því að minn-
ast framkomu slíks fólks og læra
af. Við gemm ekki nóg af því nú
orðið.
Eg undraðist snemma hve næmt
auga hún hafði fyrir nauðsyn
hreinlætis við umbúnað mjólkur-
innar. Síðar meir varð mér ljósara
hversu mikilvægt það var og hvaða
hættur geta stafað af matvælum
við ranga meðhöndlun.
Hun var mjög trúuð kona, þótt
hún flíkaði því ekki. Undir það
síðasta nefndi hún oft að hún vildi
þakka samferðafólkinu. Þeim
skilaboðum er því komið á fram-
færi. Setningin ,,Maður er aldrei
einrí' kom henni jafnan á varir
þegar um þannig efríi var rætt.
Að endingu kveð ég ömmu mína
og þakka henni allt sem hún var
mér og fjölskyldu minni. Guð gefi
henni frið og góðar móttökur á
næsta tilverustigi.
Halldór Þorsteinsson.
Kveðja frá Önnu Maigréti
Langur, merkur liðinn œvidagur,
ljómar nú í minning hlýr og fagur.
Hljóðlút vann hún, hetja í dagsins önnum,
helgaði líf sitt mannkœrleika sönnum.
Lítil stúlka löngum yndi festi,
hjú langömmu, er reyndist vinur besti.
sem blómið unga vorið vermir bjarta,
eins vermdi hún með kœrleik barnsins hjarta.
Með ústúð sinni glœddi allt hið góða,
sem gildi dýrast hefur meðal þjóða.
í barnsins sál hún birtu og fegurð sáði,
að bœta, líkna og gleðja, heitast þráði.
Nú er komin kveðju stundin hljóða,
kveður lítil stúlka ömmu góða.
Og biður guð, að launa Ijúfust kynni,
sem leiðar stjörnu geymir þau í mínní.
(IngibjöTg Sigurðardóttir)
FAXI 201