Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1993, Blaðsíða 4

Faxi - 01.04.1993, Blaðsíða 4
Karlakór Keflavíkur í maí 1993. Myndin er tekin af Heimi Stígssyni þegar kúrinn var að búa sig undir að halda konsert í Grindavíkurkirkju. Stjórnandinn, Sigvaldi Snær Kaldalóns, er lengst til hægri í fremstu röð. A myndina vantar undirleikarann Ragnheiði Skúladóttur. Karlakór Keflavíkur er að halda upp á fjörutíu ára starf um þessar mundir. Kórinn var stofnaður þann l.desember 1953 og verður afmælis- ins minnst með ýmsu móti allt þetta ár. Dagana 6. og 8.maí hélt kórinn samsöng í Félagsbíói og var undirrit- aður meðal áheyrenda fimmtudaginn 6.maí. Það var vel mætt í Félagsbíó þetta kvöldið og er óhætt að segja að flutn- ingur kórsins hafi fallið í góðan jarð- veg. Undanfarin tvö ár hefur Sig- valdi Snær Kaldalóns æft og stjómað kómum og mátti hann vera stoltur af árangri undirbúningsins fyrir þessa tónleika. Undirleikari var eins og svo oft áður, tónlistarkennarinn Ragn- heiður Skúladóttir, og eitt er víst að ekki sló hún feilnótu frekar en endra- nær. Er hún ömgglega mikill styrkur fyrir kórinn. Kórinn var að þessu sinni skipaður 43 söngvumm og vekur athygli, að kórinn virðist hægt og bítandi vera að yngjast upp. Er ánægjulegt að sjá svo marga nýja og ágæta söngvara taka við af hinum ágætu frumkvöðlum kórsins. Þó ekki verði farið út í það hér, þá hefur Karlakór Keflavíkur oftlega skipað sér í framvarðarsveit karla- kóra og má nú telja ljóst að núver- andi kórfélagar munu halda merki hans á lofti enn um sinn. Söngskrá kvöldsins var skemmti- lega samsett af klassískum lögum eins og Brennið þið vitar eftir Pál Isólfsson, Vorinu - ljúfu lagi eftir Pétur Sigurðsson og hinu bráðfjör- uga lagi Musik, Musik eftir Johan Scrammel. Sem sjá má á efnis- skránni sem birtist hér á eftir, þá sungu nokkrir kórfélagar einsöng og tvísöng. Þáttur þeirra var mikill, sér- staklega þó Steins Erlingssonar í lag- inu Landkjending eftir Edvard Grieg. Kvæðið er eftir Bjömstene Bjöms- son og fjallar um Olaf konung Tryggvason. Að mínu mati var það besta lag kórsins þetta kvöld - geysi- lega öflugt. Hlíf Káradóttir söng nokkur lög með kórnum og skilaði sínu hlut- verki vel. Sérstaklega var gaman að heyra í henni, Þórði Guðmundssyni og Gísla Marínóssyni, en þau sungu tríó í laginu Ó, himnadrottning eftir G. Verdi. Samsöngur kórsins þetta kvöld var sigur fyrir Karlakór Keflavíkur og reyndar sigur fyrir tónlistarlíf á Suð- umesjum. Dagskráin var leikin af fingrum fram svo létt og lipurlega að í eyrum leikmannsins var hvergi hnökra að heyra. Og svo alltof fljótt var dagskráin tæmd, en sem betur fer var kórinn klappaður upp hvað eftir annað og við fengum í lokin mörg skemmtileg aukalög. Það setti skemmtilegan svip á söngskemmtunina, að prúðbúnar, litlar stúlkur færðu einsöngvumm, stjómenda og undirleikara blóm- vendi. Við viljum fá meira að heyra. HH. 68 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.