Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1993, Blaðsíða 15

Faxi - 01.04.1993, Blaðsíða 15
Ura- og skartgripaverslunar Georgs V. Hannah Hjónin Eygló Geirdal og Georg Hannali í verslun sinni að Hafnargötu 49. Þann 16. maí 1968 stofnuðu hjónin Eygló Geirdal og Georg Hannah verslun að Hafnargötu 49 í Keflavík og er hún því 25 ára uin þessar mundir. Við fenguin Georg í stutt viðtal einn daginn og báðum hann að segja okkur sögu verslun- arinnar. Hann hóf frásögnina á huglciöingu um það, að þessi versl- un væri orðin ein af elstu starfandi verslunum í bænuin. Væri það verðugt rannsóknarefni að finna út, hversvegna lífaldur verslana væri svo stuttur sem raun væri á. Við rifjuðum upp nöfn þeirra sem við mundum eftir að hefðu starfað lengur en í 25 ár. Stapafell, Kaup- félag Suðurnesja, Bókabúð Kefla- víkur, Verslunin Lyngholt, Skó- búðin Keflavík, Kiddi í Dropanum er einnig búinn að versla lengur. Georg lauk námi í úrsmíðum um sama leyti og hann llutti hér suður, en hann er Reykvíkingur að ætt og uppruna, sonur Sigurbjargar og Egg- erts Hannah, en hann rak verslun og úrsmíðaverkstæði í Reykjavík. Síð- asta árið sem Georg var í námi, átti þá aðeins sveinsprófið eftir, vann hann hjá Magnúsi E. Baldvinssyni, hinum kunna úrsmið í Reykjavík. Magnús rak þá útibú hér í Keflavík og varð það síðan úr að Georg keypti þá verslun. Bróðir Georgs, Guð- mundur, lærði hjá Georg og rekur hann nú úra- og skaratgripavérslun á Akranesi. Eygló er fædd í Grímsey, en ólst upp á Siglufirði og í Reykjavík. Hún lauk námi í hjúkrun árið 1968 og fór þá strax til starfa við Sjúkrahúsið í Keflavík. Fyrst vann hún í fullu starfi, en síðan að hluta. Alls var hún í um fimmtán ár viðloðandi hjúkrun- arstörfin. Alla tíð hefur hún unnið við verslunina, séð um bókhaldið og hefur nú alla umsjón með innflutn- ingi fyrir verslunina. Þar að auki er hún meira og ntinna við afgreiðslu. Það var ekki nein tilviljun að þau hjónin settust að hér í Keflavík, því Georg hafði horft vel í kringum sig og kynnt sér málin víða út um landið. Hann taldi Keflavík vænlegasta kost- inn, m.a. vegna þess, að hér var þá ekki úrsmiður, en byggðin mjög vax- andi. Hvernig hafa viðskiptin við Suður- nesjamenn þróast á þesswn 25 ár- um? Mesta breytingin sem átt hefur sér stað, er að hægt og sígandi er vöruval og þjónusta að aukast og batna á svæðinu og þá með þeint afleiðing- unt að fólk leitar nú mun minna til Reykjavíkur en það gerði áður. Við höfum alla tíð verið með mikið úrval af gjafavörum og nteð nýlegri stækk- un á búðinni, þá er öll aðstaða fyrir viðskiptavini okkar orðin betri. A seinni árum hefur sala alls kyns verð- launagripa aukist og nú önnumst við allan ágröft sjálf. Nú heitir verslunin Ura- og skart- gripaverslunin. Hefur ekki orðið mikil breyting varðandi úrin á þess- um tíma? Jú vissulega. Aður voru öll úr handtrekkt, eða sjálftrekkt og þá þótti úrið e.t.v. mun merkilegri hlutur en í dag. Hlutfallslega hefur verð þeirra lækkað mjög á þessum tíma. Með til- komu quartsúra, þá jókst svo mikið framboð af ódýmm úmm, að í raun féll standardinn á úraeigninni. Mun fleiri eignuðust úr. jafnvel bömin hófu að ganga með úr. Nú virðist mér áhugi fólks aukast á því að eiga vönduð úr, jafnvel á fólk nú úr til skiptanna. Nú hefur Sviss lengstum verið fremst í flokki úraframleiðenda. A það enn við? Japanir sóttu vemlega á þegar tölvuúraframleiðslan hófst, en Sviss stendur enn best að vígi, hvað gæða- framleiðsu snertir. Eru einhverjar breytingar á döf- inni í úraframleiðslunni? Já það ntá segja að það sé tilfellið. Hin mikla umræða um verndun um- hveifisins hefur einnig haft áhrif á úrin, því nú hefur á nýjan leik aukist frantleiðsla á mekanískum úmm, þ.e. úrum sem eru án rafhlaðna, em sjálftrekkjandi. I mörgum tilfellum er þá tekið upp hið garnla útlit úr- anna. Unt leið og við þökkum Georg fyr- ir spjallið þá óskunt við þeim hjónum til hamingju með afmælið og óskum þeim áframhaldandi góðs gengis í framtíðinni. HH FAXI 79

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.