Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1993, Blaðsíða 7

Faxi - 01.04.1993, Blaðsíða 7
Leikfélag Keflavikur sýnir Annað verkefni Leikfélags Keflavíkur á þessu leikári var söngleikurinn Skítt með'a eftir Valgeir Skagfjörð. Sem fyrr var sýnt í Félagsbíói og brá untlirri- taður sér á sýningu - með það að sjálfsögðu í huga að segja lesendum Faxa frá frammistöðu þeirra sem að sýningunni stóðu. Það er rétt að hefja frásögnina með því að segja að ég átti ntjög ánægju- lega stund þama í Félagsbíói. Fyrst og fremst hversu gaman var að sjá allt þetta unga fólk sem tók þátt í sýningunni. Varla þarf stjóm Leik- félagsins að kvíða framtíðinni. Söngleikur þessi segir frá ungu fólki og baráttu þess við að ná fót- festu í lífinu. Þama var tekið á mörg- um þeim vandamálum sem alltaf virðast vera til staðar og var augljóst að höfundurinn leggur áherslu á að það megi sigrast á flestum þessum vandamálum. Valgeir Itefur eflaust séð og kynnst slíkum málum á ferli sínum sem landskunnur poppari. Hann lauk námi frá Leiklistarskól- anum árið 1987, en þetta verk setti hann upp hjá Leikfélagi Kópavogs fyrir tveimur árum. Leikstjóri var Þórarinn Eyfjörð, ungur heimantaður sem lagt hefur stund á leiklist um nokkurra ára skeið. Þórarinn lauk námi frá Leik- listarskóla Islands sama ár og Val- geir og hefur bæði leikið og leikstýrt síðan. Eins og áður sagði var uppi- staðan í leikhópnum ungt fólk og voru mörg þeirra að stíga sín fyrstu spor á leiksviði. Mér þótti það athyglisvert hvað þau flest léku af miklu öryggi og sum þeirra skiluðu einnig söngnum ágætlega. 1 blaða- viðtali sagði Þórarinn að það hefði komið sér á óvart hversu vel það gekk að fá krakkana til að vinna og leggja sig fram. 1 hópnunt voru einnig nokkrir reyndir leikarar og skapaði það vissulega fyllingu í sýninguna. Leik- ntynd var einföld í sniðum og það stuðlaði að snurðulausum skipting- um ntilli atriða. Fimm rnanna hljóm- sveit undir stjóm Birgis Bragasonar kennara við Tónlistarskóla Keila- víkur lék undir og í fyrstu fannst mér hljómsveitin yfirgnæfa leikarana, en þegar líða tók á sýninguna þá runnu söngur, leikur og hljómsveitin saman í eitt. Með Birgi léku ungir hljómlist- armenn sem þama fengu eflaust mjög góða æfingu - allir stóðu sig vel. Leikaramir stóðu sig vel og ef ein- hverjir hinna yngri leggja leiklistina fyrir sig, geta þeir örugglega náð góðunt árangri. Mér finnst ástæða til að nefna sérstaklega Olaf Ragnar Olafsson íhlutverki Danna. Hann lék hlutverk sitt af miklum krafti og áreynslulítið, enda hefur hann mik- inn raddstyrk. Þá reyndi inikið á Elvu Sif Grétarsdóttur í hlutverki Stellu og skilaði hún því með prýði. Ég hef heyrt ávæning af því að næsta verkefni Leikfélagsins verði að setja upp frægt bamaleikrit. Ég er strax farinn að hlakka til að sjá það. Það er að mínu mati ntjög þakklátt verk að kynna yngstu áhorfendunum leyndardóma leikhússins. HH.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.