Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1993, Blaðsíða 12

Faxi - 01.04.1993, Blaðsíða 12
okkar, sem var heiðin, þar með talið Hjallatún, Grænás, Fitjar, Bergið, klettamir, skúramir og óspillt fjaran með sprettfiskum og marflóm. Allt iðaði af lífi og söng því mikið var af fuglum og var maríuerla áberandi sem átti hreiður í hleðslunum og undir steinum í stakkstæðunum, æti höfðu þeir nóg því gnótt var af flski- flugum og smádýmm í fjömnni. (Niðurí fjöm lágu engin skólpræsi, lítið var um ketti og enginn minkur). Bergið. Það em nokkrir dagar af ágúst og í dag ætla ég út á Berg. Þangað sem ég á ótaldar ferðir, mér til hvfldar og heilsubótar. Ég held upp úr Grófinni upp eftir sundurtættum Kartöflu- garðinum og áður en komið er á Háa- berg má sjá hvar fleygað hefur verið út hleðslugrjót sem minnir á fallegu hleðslumar sem settu mikinn svip á gamla bæinn. En taka þessa grjóts var líka í Nón- vörðuhæðinni að norðanverðu, en trúlega mest í grjótnámunni sem er í holtinu þar sem litla hlaðna og múr- fyllta sprengiefnageymslan er. Búið er að fara feiknilla með þessar minj- ar. Hér kemur fleira upp í hugann. Lítið náttúmfyrirbrigði hér fyrir ofan og í norður af byggðinni er litla upp- sprettan og fífumar. Þar er um- gengnin slæm og fífumar í hættu. Hingað rak fyrsti ábúandi bergsins Nikolai Elíasson kýr sínar til brynn- ingar. Sú saga er sögð að eitt sinn hafi maður átt leið út á Berg og séð eins og í eldbjarma einhvem vera á vegi sínum sem var nokkuð frá þessari sömu byggð. Hann tekur þá af sér vettlingana og fleygir þeim á eldinn, til að fæla frá sér allt illt. Hverfur þá veran og eldurinn, en peningar sem hún var með urðu eftir í sandi þeim sem þama var og var sandurinn eftir þetta kallaður draugasandur og stóð fólki, þó aðalega bömum, nokkur stuggur af að fara þama um. Þessa sögu sagði Jóhannes Amason Guð- mundi í Litlabæ og Guðmundur mér, þegar ég spurði hann hvort hann myndi eftir því að nefndum drauga- sandi hafí verið mokað upp á bíla og hann, ásamt moldarbörðum af mel- unum milli Keflavíkur og Leiru, hafður í ballest skipa, sem fluttu her- góss hingað á stríðsámnum, en fóm annars tóm út. Meira um drauga Gamli vegurínn milli Keflavíkur og Leiru er í framhaldi af Kirkju- veginum og sést móta fyrir honum handan við kartöflugarðana, nokkur vörðubrot eru við veginn. Þegar saga þessi gerðist bjó margt fólk í Leirunni því þaðan var sjósókn mikil, en verslanir voru þar engar. Þær voru í Keflavík og í þeim fékkst meðal annars brennivín og það keypti margur karlinn. Einu sinni er karl úr Leirunni staddur í Keflavík. Ef til vill hefur hann komið við í búð, því heim heldur hann ekki fyrr en undir kvöld og trúlega orðið nokkuð dimmt. Fara engar sögur af karli fyrr en um nóttina að hann kemur á bæ einn í Leimnni, móður og illa út- leikinn og segist hafa rekist á draug á leiðinni frá Keflavík og slegist við hann lengi, en að lokum hafi hann haft betur og hlaupið til bæjar. Svona á sig kominn fékk hann gistingu á bænum. Seinna var farið að athuga staðinn þar sem maðurinn slóst við drauginn, kemur þá í ljós að búið er að grýta vörðu sem þar átti að vera út um allt. Maðurinn hafði gengið á vörðuna og haldið að hún væri draugur. Utsýni af Berginu. Af Berginu er víðsýni mikið yfir Faxaflóann með sinn mikla og fallega fjallahring frá Reykjanes- fjallgarði til Snæfellsjökuls. En hvað var það sem mér barst fyrir vitin, þegar ég gekk eftir Grófinni og hvað sé ég af Háabergi? Jú, það er bærinn minn og nágrenni hans. En þvflík sjón. Hvar er fallegi hlaðni bakkinn og Stokkavörin og hvar er umhverfi Miðbryggjunnar og hvað hefur kom- ið fyrir Básinn? Ég er að ræða þetta við sjálfan mig. Jú vinur, bemsku- stöðvar þínar eru þama undir, undir þessu þama. Mér er litið niður í fjöru þar hefur mávur staðið á öðmm fæti á þaragrónum steini. Æðarkolla með tvo stálpaða unga hrökklast frá landi þegar hún verður mín vör og aðvarar ungana sína. Ég ætla að ganga hér um og er að hugsa hvort vanti hina löppina á mávinn. Ekki ætla ég að lýsa níp- unum, pollasteinum, víkunum, grasi- grónum bölunum, standbergi og skútum. Þama er líka „Stakkur hið gamla hró“ kvað skáldið okkar hann Kristinn Reyr. Þetta er sá tími sumars að lágvaxinn gróðurinn skartar sínu fegursta. Fíngerð blóm beitilyngsins sem þekur móann em sprungin út og auka stórum á lit gróðursins, slikju- grátt grjótið með mosagróðri og skófum fellur hér vel að. Ilmurinn af mold og gróðri fyllir loftið í regn- úðanum og það glittir á svört kræki- berin. Ég held yfir Stekkjalágina þar sem eitt sinn voru haldnar útisam- komur en í klettunum upp af tóftun- um er „ræðustóllinn“ sem allir urðu að stíga í og þaðan oftast hrópað „Halda ræðu Oli Tórs“. Ég er kominn útundir Nípu. Þama er „Skálin“ (hvilft í stein) og hér var þorstanum svalað ef í henni var vatn og alltaf gert krossmark yfir áður. Ég fæ mér hundasúm (Ólafssúru) og skarfakál, hér er það best. Ég fyllist löngun til að tylla fæti á Nípuna. Hér fékkst rnargur þaraþyrsklingurinn og steinbíturinn og eldri mönnum er í minni þegar þeir horfðu á þorskinn vaða í loðnu hér fyrir utan. Hér gerir kría athugasemd við vem mína og býr sig til atlögu. Hún steypir sér niður að mér með tilheyrandi hljóði. Ekki er hún ein á ferð, óstyrkur ungi hennar vill taka þátt í þessu og reynir að staðsetja sig fyrir ofan mig og sendir mér aðvörunartón. Ég held af Nípunni og heyri blítt hvatningarhljóð kríunnar til ungans sem svarar á móti og tekur stóra hliðardýfu. Ég hlakka alltaf til komu kríunnar á vorin og það bregst ekki, að í byrjun maí má heyra til hennar og sjá. A og í Berginu verpa og sjást margar tegundir fugla. Þar hef ég séð svölu og á vetrum gæsir og svani á Bergvötnunum. Sjá má mink bregða fyrir og spor hans í snjónum á vetr- um. Oft sjást selir. Griðland eiga fuglamir lítið fyrir mönnum en ein er fuglategundin sem við leggjum rnikla rækt við, það er svartbakurinn. Við ættum að draga úr lífsafkomu hans sem er okkar umgengni. Þeirra er láð og lögur. Þá er það þessi sérstæða ntanngerð sem skilur eftir sig slóð dauðra, særðra og limlestra fugla sem bíða þess að deyja úr kvölum og hungri. Þeir þyrma engu og þá varðar ekkert um ástand þeirra. þeirra er láð og lögur. Af berginu sé ég að á vel búnum sportbáti er lítil teista misk- unnarlaust elt nteð hrópum, bölvi og bendingum til þess sem drápstólinu stýrir, í hvert sinn sem skelfingu lostinn fuglinn neyðist til að koma upjr á yfirborðið að ná sér í loft. Ég hef „þrætt Bergið“ og farið hring í kring um Bergvötnin. Ljót voru ummerki manna þar. En nú ætla ég lyngmóann heim og tek stefnu á mastrið hjá pósthúsinu. Ég fjarlægist garg svartbaksins og heyri spóa vella. Ein heiðlóa fylgir mér nokkum spöl. Hún kveður ekki lengur vor- ljóðin sín en lætur vita af vem minni hér. Ég er farinn að greikka sporið því regnið er komið í gegnurn fötin mín. Sturlaugur Björnsson. BÍLAKRINGLAN Grófin 7 og 8 Símar 14690 og 14692 76 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.