Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1993, Blaðsíða 5

Faxi - 01.04.1993, Blaðsíða 5
Nemendur úr 2. K í Myllubakkaskóla í Keflavík með verðlaunin sín, úr Lestrarkeppninni miklu, bókina Stríðnisstelpa eftir Heiðdísi Norðfjörð. Lestrarkeppnin mikla Suðumesjaböm stóðu sig vel Hver nemandi í 4-S fékk í verð- launabók nemenda í 2-K var Stríðn- laun eintak af bókinni Heimsk isstelpa eftir Heiðdísi Norðfjörð. kringla eftir Þórarin Eldjám, en verð- Með yfirlýstum stuðningi menntamálaráðuneytis og að frumkvæði Bókasam- bands íslands, DV, Morgunblaðsins og Ríkisútvarps rásar 1, rásar 2 og sjónvarps var nú í vor hrundið af stað Lestrarkeppninni miklu. Stóð keppni þessi yftr dagana 8. til 18. mars í öllum grunnskólum lands- ins, er töldu sig hafa aðstæður til að vera með. Tilefni þessarar keppni var orð- rómur og fréttir af minnkandi lestri bama og unglinga og vonast var til að keppnin myndi hvetja ungt fólk til aukins bókalesturs og styðja kennara og foreldra í þeini viðleitni að efla bókhneigð bama og unglinga. Keppnin var sett upp sem keppni milli bekkjardeilda og var síðan sú bekkjardeild í hverjum árgangi sem flestar bækur eða blaðsíður las á nemenda verðlaunuð. Er skemmst frá því að segja að Suðumesjabörn stóðu sig mjög vel í keppninni og sigruðu þau bæði í keppni 4. bekkinga og 2. bekkinga. Þessir sigurvegarar okkar vom 4. bekkur S í Gmnnskóla Grindavíkur og 2. bekkur K í Myllubakkaskóla í Keflavík. 4. bekkur S las þessa ellefu daga tæplega 500 bækur sent höfðu að geyma 25000 blaðsíður og 2. bekkur K, sem er 18 bama bekkur, las 183 bækur sem voru alls um 8200 blaðsíður. Unt 3/4 hlutar af gmnnskólum landsins eða 166 skólar tóku þátt í keppninni. Nemendumir sem lásu voru um 17000 og skiptust í urn 1100 bekkjardeildir. Samanlagður blað- síðufjöldi sem lesinn var reyndist vera 6.700.000 sem voru í 71.515 bókum. sa SUNDMIÐSTÖÐIN í KEFLAVÍK OPNUNA RTÍMA R Mánudaga til föstudaga kl. 07-21 Laugardaga kl. 08 til 18 Sunnudaga kl. 09 til 16 25 metra útisundlaug Sérstök barnalaug Heitir pottar Buslpottur Vatnsrennibraut Eimgufubaö opiö allan daginn SUND ER HOLL ÍÞRÓTT Nemendur 4. S í Grunnskóla Grindavíkur með verðlaunin sín, bókina Heimsk kringla cftir Þórarin Eld járn. FAXI 69

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.