Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1993, Blaðsíða 13

Faxi - 01.04.1993, Blaðsíða 13
Minning Kristín Guðmundsdóttir Fædd 7. október 1895 Dáin 3. apríl 1993 Andlát Kristínar kom á óvart. Ald- urinn var að vísu orðinn hár, 97 ár, elsti borgari Keflavíkur. Hún var ein- staklega heilsuhraust til hinstu stund- ar. Hún var sem fastur punktur í til- verunni. Því er mikill sjónarsviptir að henni. En enginn má sköpum renna. Hún fékk hjartaáfall í febrúar sl. sem hún náði sér ekki eftir. Kristín fæddist 7. október 1895. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson, bóndi í Hörgsholti í Hruna- mannahreppi, og Katrín Bjamadóttir af Tungufellsætt. Kristín var næst yngst tíu systkina og langlífust þeirra 9, er komust á legg, en þau voru: 1) Ami Amason, bóndi í Odd- geirshólum, sonur Katrínar og fyrri eiginmanns hennar, Áma Einarsson- ar, bónda í Dalbæ; 2) Guðrún, húsfreyja í Austurey og síðar í Keflavík, gift Skúla Skúla- syni, bónda og trésmið; 3) Jón, bóndi á Brúsastöðum í Þingvallasveit og lengi gestgjafi í Valhöll á Þingvöllum, kvæntur Sig- ríði Guðnadóttur. 4) Kjartan, ljósmyndari og útgerð- annaður í Vestmannaeyjum; 5) Guðmundur, gullsmiður og bóndi í Hlíð; 6) Olafía, húsfreyja í Reykjavík, gift Einari Þorkelssyni, skrifstofu- stjóra Alþingis; 7) Guðmann, fiskmatsmaður í Keliavík, kvæntur Ólafíu Ólafsdótt- ur frá Nýjabæ á Eyrarbakka; 8) Magnús, útgerðannaður og veitingamaður í Reykjavík, kvæntur Bjarnheiði Brynjólfsdóttur frá Norð- firði; og 9) Bjami, bóndi í Hörgsholti, kvæntur Jóhönnu Guðmundsdóttur í Ölvaðholtshjáleigu. Það bjamiaði af nýjum degi á ís- landi. Þetta voru dagar aldamótakyn- slóðarinnar, sem Kristín taldist til. Það voru örar þjóðfélagsbreytingar og stórstígar framfarir á flestum sviðum: heimastjóm árið 1904 og fullveldi 1918, ungmennafélögin blómstruðu, verkalýðsfélög voru stofnuð og ennfremur nýir stjóm- málaflokkar, atvinnuvegimir efldust á flestum sviðum og hvers konar menningarstraumar fengu útrás. Það var vor á Islandi. Hannes Hafstein kvað í Aldamótum: Sú kemur tíð, er sárin foldar gróa, sveitirnarfyllast, akrar hylja móa, brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa, menningin vea' í lundi nýrra skóa. Sé ég í anda knör og vagna kmíöa krafti, sem vannst úrfossa þinna skrúða, stritandi vélar, starfsmenn glaða og prúða, stjórnfrjálsa þjóð, með verslun eigin búða. Búskapur var stundaður af elju og útsjónarsemi í Hörgsholti. Sjálfs- þurftarbúskapurinn lifði enn góðu lífi og hlutimir voru nýttir til hins ítrasta. Bömin voru alin upp í guðsótta og góðurn siðum. Frá Hörgsholti fengu þau gott veganesti á lífsleiðinni. Kristín naut ekki langrar skóla- göngu freniur en títt var á þessum ár- um. Það þykir þó í frásögur færandi að 18 ára gömul lagði hún land undir fót til Reykjavíkur og lærði þar fata- saum. Það var hagnýtt og kom sér vel. Það varekki aðeins heimilisfólk- ið, sem naut góðs af saumaskapnum, heldur einnig sveitungamir, sem fengu hana lánaða til sauma. Ekki má gleyma prjónlesinu. Margt smá- fólkið fékk sín fyrstu föt með nærföt- unum hennar. Það vom ófáir slátur- keppimir sem hún saumaði fyrir handa vinunt sínum. Það er lítið en gott dæmi um hjálpsemi hennar. Það var margt kaupafólkið í Hörgsholti. Meðal þess vom systkin- in, Ólafía Ólafsdóttir og Einar Ólafs- son frá Nýjabæ á Eyrarbakka. Þau skildu eftir sig spor í Hörgsholti. Kristín giftist Einari árið 1928 og Guðmann, bróðir hennar, kvæntist Ólafíu nokkm síðar. Það var ekkert jarðnæði að hafa í sveitinni og reyndar lá straumurinn á mölina. Systkinin höfðu skamma viðdvöl á Eyrarbakka. Þaðan var för- inni heitið suður með sjó til Kefla- víkur. Áberandi er, hve margir Sunn- lendingar fluttust á þessum árurn og reyndar fyrr til sjávarsíðunnar við Faxaflóa, þar sem lífsbjörgin var rniklu fjölbreyttari en í sveitinni. Fyrsta heimili Kristínarog Einars í Keflavík var hjá Guðrúnu, systur hennar í Skúlahúsi, nú Túngata 14. Síðan leigðu þau risið að Vallargötu 18 ásamt Ólafíu og Guðmanni. Þar fæddust þeim systkinunum fimm dætur. Þröngt ntega sáttir sitja. Loks lluttust þau Kristín og Einar að Suð- urgötu 3, þar sem heimili þeirra stóð æ síðan. Einar starfaði fyrst hjá ýms- um útgerðum í Keflavík, en síðar meir sem verkstjóri hjá Rafveitu Keflavíkur. Var hann hvarvetna vel látinn og eftirsóttur til starfa. Einar var fæddur 27. desentber 1899 og lést 3. júní 1985. Eftir lát Einars dvaldist Kristín hjá dóttur sinni Elínu Ólu og eiginmanni hennar, Sigurði, þar sem hún naut sín vel. Böm þeirra Kristínar og Einars eru: 1) Katnn, búsett í Los Angeles, Bandaríkjunum, gift John Warren lögmanni, böm þeirra Victoria og Erik; 2) Elín Óla, búsett í Keflavík, gift Sigurði Markússyni flutningabíl- stjóra, dætur þeirra Kristín, Þórunn og Katnn; 3) Ólafía Sigríður, búsett í Kefla- vík, gift Aðalbergi Þórarinssyni leigubflstjóra, böm þeirra Guðbjörg, Einar, Ársæll og Brynja; og 4) Guðmundur, húsasmíðameist- ari, búsettur í Mosfellsbæ, kvæntur Sveingerði Hjartardóttur, böm þeirra Kjartan og Kristín. Það var gestkvæmt hjá þeim Einar og Kristínu. Gestir komu og fóm fagnandi. Þannig átti Gestur, bróðir Einars, heimili sitt hjá þeim um ára- tuga skeið og ennfremur Guðmund- ur, bróðir Kristínar, seinustu æviár sín. Þetta þótti sjálfsagt. Tíðarandinn og reyndar aðstæður vom allt aðrar en í dag. Kristín var mikill Ámesingur og þó einkum Hreppamaður. Hún lét sig ekki vanta í blómlegu starfi Ámes- ingafélagsins í Keflavík. Hún unni æskustöðvunum heitt. Hver steinn og hver þúfa í landi Hörgsholts fékk líf, svo glögg var hún á ömefni. Svo var ekki komið að tómum kofanum, þegar menn og málefni í Hreppunum bar á góma, og ekki einungis í Hreppunum því að hún var mjög fróð í besta skilningi þess orðs. Hún var með eindæmum ættrækin og ætt- fróð. Það var unun að eiga við hana orðastað. Minnið var trútt og frá- sögnin lifandi. Ennfremur vom at- burðir líðandi stundar henni ávallt tamir á tungu. Kristín var einnig rótgróinn Kefl- víkingur. Hér átti hún fjölda vina. Það sem meira var á öllum aldri. Lífsviðhorfin vom jákvæð og féllu í góðan jarðveg. Hún lét sér annt urn vini sína og öllum vildi hún vel. Það em því margir, sem sakna hennar núna. Af mörgum góðum kostum í fari hennar var það gleðin, sem hvað ríkust var í fari hennar, hún var kank- vís og broshýr. Þar miðlaði hún miklu, sem seint verður full metið. Kristín Guðmundsdóttir er látin í hárri elli. Hún þráði hvfldina og var sátt við Guð sinn og menn. Henni er þökkuð samfylgdin og óskað farar- heilla til ódáinsheima á vit þeirra, sem hún unni og var sannfærð um að hitta fyrir hinum megin. Vilhjálmur Þórhallsson.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.