Faxi - 01.01.1995, Blaðsíða 10
Tölvugerð útlitsmynd af kirkjunni og hluta safnaðarheimilisins. I'etta sjónarhorn blasir við þegar gengið er norður Kirkjuveginn,
Bygging safnaðarheimilis
er enn á döfinni hjá
sóknarnefnd Keflavíkur
Um langt skeið hefur Keflavíkursöfnuður borið þá von í brjósti að geta
byggt nýtt og veglegt hús fyrir safnaðarstarfið sem sífellt færist í auk-
ana. Jafnframt hafa menn álitið að slíkt hús gæti jafnframt þjóðnað
ýmsum öðrum þörfum bæjarbúa og hefur þá aðallega verið horft til ýmis
konar tónlistarflutnings. Undirritaður hefur nokkuð komið að þessu máli,
bæði sem formaður skipulagsnefndar árin 1990 - 1994 og sem dómnefndar-
maður vegna tillögusamkeppni. Ætla ég því að leggja nokkur orð inn í þá um-
ræðu sem nú fer fram um þetta mál.
15. tbl. Faxa 53. árgangs 1993 birtist
ítarleg grein frá byggingamefnd safnað-
arheimilis við Keflavíkurkirkju. Þar
kemur fram að nokkuð lengi hafði sú
hugmynd verið uppi, að nýtt safnaðar-
heimili myndi rísa á svonefndri Skjald-
arlóð sem er við hlið Kirkjulundar sem
nú hýsir safnaðarheimili krikjunnar. Þar
kemur einnig fram, að þegar menn fóm
að kynna sér þá þróun sem uppi var um
eðli og tilgang safnaðarstarfs ásamt því
10 FAXI
að skoðuð voru þau safnaðarheimili
sem annaðhvort höfðu verið byggð að
undanförnu eða voru í byggingu, þá
varð sú hugmynd áleitnari að byggja
nýtt safnaðarheimili á kirkjulóðinni - í
beinni tengingu við sjálfa kirkjuna.
Flestir þekkja síðan framhaldið. Efnt
var til tillögusamkeppni og samþykkti
söfnuðurinn að byggja eftir einni tillög-
unni. Skipulagsnefnd lagði fyrir bæjar-
stjóm tillögu um nýtt deiliskipulag fyrir
kirkjulóðina og var hún síðan auglýst. í
ljós kom að mjög margir vom því and-
vígir að byggt yrði á lóðinni og einnig
vom um það skiptar skoðanir í bæjar-
stjóm. Tók því bæjarstjóm þá ákvörðun
að láta bæjarbúa kjósa um tillöguna.
Fór sú kosning fram samfara kosningu
um sameiningu sveitarfélaga þann 20.
nóvember 1993. Jafnframt ákvað bæj-
arstjóm að spyrja bæjarbúa, hvort þeir
vildu yftrhöfuð að byggt yrði á lóðinni.
Niðurstaða kosninganna varð sú, að
skipulagstillagan var felld. Á kjörskrá
voru alls 4988 og kusu 3198 eða
64,11%. Auðir seðlar vom 179 og ó-
gildir 60. 1605 greiddu atkvæði gegn
tillögunni en 992 greiddu atkvæði með
henni. Þrátt fyrir joessi úrslit hefur sókn-
arnefnd ekki misst móðinn og hefur
unnið áfram að þessu máli fram á þenn-
an dag.
Ný tillaga
Þann 26. febrúar n.k. verður haldinn
aðalsafnaðarfundur þar sem borin verð-
ur upp ný tillaga að safnaðarheimili-
Þessi tillaga er að sönnu byggð á hinni
eldri, en á henni hafa þó verið gerðar
mjög miklar breytingar. Hefur bygging-
arnefnd gert sér far um að koma til
móts við sjónarmið þeirra sem gagn-
rýndu og eða vom á móti fyrri tillög-
unni. Hefur aðalbyggingin verið lækk-
uð allmikið og útlit hennar fellt mjög að
útliti sjálffar kirkjunnar. Kemur nú aft-
ur til kasta alls safnaðarins að taka af-
stöðu í þessu mikla framfaramáli. I ný-
legu fréttabréfi Keflavíkurkirkju birtist
grein eftir séra Olaf Odd þar sem hann
hvetur Keflvíkinga til að samjrykkja
hina nýju tillögu og gefa þar með sjálf-
um sér veglega vígslugjöf, því einmitt
um þessar mundir eru 80 ár liðin fra