Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1995, Blaðsíða 7

Faxi - 01.01.1995, Blaðsíða 7
T fyrst kom hingað 1419 að taliö er, og varð síðar hirðstjóri 1422-1425. Nafni hans, sem bar ættamafnið Nýstað, var hirðstjóri 1420-1422, báðir Norðmenn. Enn var norskur maður hirðstjóri 1515-1525, Hannes Eggertsson frá Ósló. Hann kvænlist íslenskri konu og urðu ættmenni þeirra alkunn nijög, bæði á Vestfjörðum og hér syðra á Inn-Nesjum, einkum um siðaskiptin 1550-1560. Sennilega er Hannesar nafniö komið inn í íslenskar ættir frá Hannesi Eggertssyni og fær útbreiðslu, kd. hér syðra. Samkvæmt manntalinu 1703 báru það 50 karlar, en 90 árið 1X01. Mesta útbreiðsla nafnsins varð erleiðá 19. öld. Af þessu má því sjá að nafnið á hólnum er tæplega eldra en frá því um miðja I ó.öld. Nær verður varla komist U|n upphaf þess. Það tengist e.t.v. Þeim tíma er búseta hófst í Ketlavík og verslun við Vatnsnesvík. Um það l'ull- yrði ég þó ekkeit. Nafnið getur verið mun yngra. Hitt vil ég þó benda á að þetta er eina kunna örnefnið, sem hugsanlega gæti verið frá fomu fari og er í nágrenni við Vatnsnesvík, þar sem Þjóverjar versluðu á 16. öld. En ég hallast þó að því að það sé mun yngra. Ef lesendur þekkja e.t.v. betur til Hannesarhóls en ég og geta einhverju bætt við vitneskjuna um hann, þætti mér vænt um að heyra frá þeim. Til dæmis atvik um tengdum bemskuleik- um eða ef að þeir hafa aðrar hugmynd- ir um staðsetningu örnefnsins sjálfs. Ég hef ekki óyggjandi heimildir um staðsetningu hans, en hef reynt að færa rök fyrir því. Heimildir: Marta V. Jónsdóttir: Kellavík í byrjun aldar 1, bls. 55 - 56 III . Safn til sögu íslands l.bindi bls. 1054 - 56, Hirðstjóratal, bls. 646-48, 668-71. Nöfn íslendinga eftir Guðrúni Kvaran og Sigurð Jónsson, bls. 279. Á Nýja - GarÖi, 9. sept. 1994. Skúli Magnússon. Súlvallargata beygir hér til austurs og mætir Njarðargötu. Ljósm. Fa\i/HH. VERKALÝÐS- 0G SJÓMANNAFÉLAG KEFLAVÍKUR Skrifstofa félagsins er að Hafnargötu 80. Opið mánudaga fil fimmtudaga kl. 9-16, föstudaga kl. 9-15. Munið orkureikningana Eindagi orkureikninga er 15. hvers mánaðar. Látið orkureikninginn hafa forgang Síminn er 15777 Hitaveita Suðurnesja FAXI 7

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.