Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1995, Blaðsíða 6

Faxi - 01.01.1995, Blaðsíða 6
Hvar var Þjóðvegurinn milli Ytri-Njarðvíkur og Keflavíkur lá nokkru ofar og nær heiðinni en nú er. Liggur Suðurgata í hinum gamla farvegi þjóðvegarins og inn að húsi Erlendar Sigurðssonar. Þar fvrir innan lá vegurinn í boga upp og inn að grjótvörðu, er stóð góðan spöl sunnan við Hannesarhól, en beygði svo aftur í stefnu, lítið eitt ofan við Bolafót, sem var innsti bær í Ytri-Njarð- víkum. Á þessum slóðum var Hannesarhóll. Þar er nú Stóra - Blokkin við Sólvallargötu en út frá henni ganga Hólabraut og Austurbraut. Þannig lýsir Marta Valgerður Jóns- dóttir leiðinni á milli Keflavíkur og Ytri-Njarðvíkur er var aðalþjóðleiðin á milli byggðanna fram til 1912, að innsti hluti Hafnargötu var ruddur nið- ur Hæðina og lagður yfir Bakaríistún- ið, þar sem nú cr Nýja-Bíó, í framhaldi af gerð þjóðvegarins innan úr Hafnar- firði, sem hófst 1904. En í lokin náði gatan að Edinborgarrás við Tjarnar- götu, að Strandgötu, en svo var ysti hluti Hafnargötu kallaður, en hann myndaðist sem leið á milli versl- ananna, er þeim fjölgaði við upphaf 19. aldar. Hús Erlends, sem Marta drepur á, stendur enn, við Suðurgötu, suðvestan við bamaskólann við Skólaveg. Húsin þar fyrir innan voru byggð á árunum 1939- 1947, allt að Faxabraut. Landið þarna er heldur á brattann að sækja, inn Hæðina, eins og Suðurgatan ber með sér. Hæst nær Hæðin er kemur að mótunum við Faxabraut, og ef við fylgjum henni til vesturs er enn á bratt- ann að sækja og hærra er landið á mót- um Faxabrautar og Sólvallagötu, eink- um þar sem Stóra - Blokkin stendur. Inn alla Suðurgötu, að ofan, var sléttlendi, þakið ógrynni af grjóti, en ofanvert við Faxabrautina, þar sem Stóra - Blokkin stendur nú, var klapp- arholt, sem enn sést framan við inn- ganginn í húsið á mótum Faxabrautar og Sólvallagötu. Frá þcssu klappar- holti lækkaði landið lítillega til austurs og suðurs og þar sem Hólabrautin ligg- ur nú er brekka niður í dæld, sem gamli þjóðvegurinn lá um, í framhaldi 6 FAXI af Suðurgötu, þar sem hann lá einnig niður dálitla brekku. Þar eru mót Hólabrautar og Njarðargötu, en sunnan og vestan megin (heiðarmegin) við þessa dæld var stakur klapparhóll, ekki mjög hár en allbreiður og stór, klædd- ur graskraga og lyngmóa hið efra. Syðst í hólnum liggur nú Sólvallagata til austurs í boga og brekku, niður á Njarðargötu. Þar sunnan við stendur slökkvistöðin. Þetta er einhver falleg- asta brekkan í Keflavík og hússtæði skemmtilegt. Þama voru syðstu mörk hólsins en eftir það tóku við flatlendir móar inn í Njarðvík. Hóllinn var vegvísir Austan við hólinn, þar sem nú ligg- ur Njarðargatan, lá gamli þjóðvegurinn til suðurs að Flugvallarvegi. Húsin vestan megin Njarðargötu og sunnan megin Hólabrautar eru því byggð utan í hólnum (nálægt 1960-1964), sem var hæstur að austan. Þaðan var sléttlendi fram á sjávarbakkann. Án efa var þessi hóll hinn eiginlegi Itóll sem kenndur var við Hannes. Önnur sams- konar kennileiti voru ekki á þessu svæði. Upp og ofan við hann var flat- lendi að klapparholtinu við Stóru - Blokkina og Hannesarhóll var nokkurs konar höl'ði þessa svæðis, er gekk til austurs. Hin forna leið sem Maita minnist á var troðin af manna og hunda fótum, en lega og stefna hennar bendir til að hóllinn hafi verið leiðarvísir þeim er þama fóru um, því þarna var auðvelt að villast í vondum veðrum og hóllinn nánast eina kennileitið á stóru svæði. Þar suður af var vegurinn varðaður væntanlega inn í Ytra - hverfi. En lík- legt að um leið hafi menn viljað forð- ast að fara ol' nálægt bakkanum, en annars voru engar náttúrulegar hindr- anir á þessari leið. Uppruni örnefnisins óþekktur Þar sem Hannesarhóll var lengsl af í hinu gamla Njarðvíkurlandi og utan byggðar kemur hann lítið við sögu í Keflavík og Njarðvík og er sjaldnefnd- ur í heimildum. Engin sérstök vit- neskja er tengd lionum að því er ég best veit, hvorki nafni hans né staðin- um sjálfum. Engar sagnir um huldu- fólk og eftir að jijóðleiðin var færð um Hafnargötun, gleymdist Hannesarhóll, svo að gamlir Kel'lvfkingar glötuðu staðsetningu hans að því er virðist. Til dæmis treysti Ólafur Sigurjónsson (f. 1902 - d. 1993) sér ekki að staðsetja hann nákvæmlega og var hann þó kunnugur landi og örnefnum. Unt uppruna nafnsins vissi Ólafur ekkert cn hitt mundi hann gjörla að þarna var gott berjaland sem krakkar úr Keflavík sóttu í. Engin varða var á sjálfum hólnum. Engar heimildir eru um það sjálfuffl að því vitað er að hóllinn dragi nafn af Hannesi Höskuldssyni, sem var bóndi í Keflavík 1762. Nafnið getur allt eins verið dregið af einhverjum sem þar bar beinin. En um það er heldur engin vit- neskja. Nafnið Hannes barst til íslands á 15. öld Um aldur ömefnisins Hannesarhóll skal ekkert fullyrt. Ekki er það þó meðal elstu ömefna á þessum slóðuffl- Mannsnafnið Hannes er stytting á bibl- íu-nafninu Jóhannes og tíðkaðist ekki á fyrstu öldum Islandsbyggðar. Skýttu' upp kollinum hér og í Noregi þegar líður að seinni liluta miðalda, cn þeiffl telsl lokið 1492. Ekki er ósennilegt að nafnið hafi borist hingað frá Noregi- Fyrstu kunnu Hannesamir hér á landt voru þeir nafnar: Hannes Pálsson, er

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.