Faxi - 01.01.1995, Blaðsíða 12
Af Eignarhaldsfélagi Suðurnesja
Undanfarin ár hafa verið
Iandsmönnum erfið vegna þess mikla
atvinnuleysis sem ríkt hefur í landinu.
Atvinnuleysi er Islendingum ekki
algjörlega ókunnugt - það stakk sér hér
niður á ámnum eftir 1967 þegar síldin
hvarf og svo var að sjálfsögðu æði
mikið atvinnuleysi á kreppuárunum
fyrir stríðið mikla. En landsmenn
kynntust mikilli atvinnu í stríðinu og
upp frá því hafa þcir flestir haft nóg að
gera - sumir reyndar e.t.v. of mikið.
En eins og áður sagði, þá hefur
atvinnuleysi síðustu ára verið mikið. A
flestum stöðum hefur það verið 4 - 5
% en á sumum stöðum allt upp í 9 - 10
%. í nágrannalöndum okkar hafa menn
búið við langvarandi atvinnuleysi upp
á 8 - 10 % í áratugi og víða er að finna
stærri tölur en það. Þar má nefna
Irland, Spán, Portugal svo einhver
lönd séu nefnd.
A Islandi vilja menn ekki sætta sig
við langvarandi atvinnuleysi og því
hafa fjölmargir lagt hönd á plóg til að
reyna að sporna við þessari þróun.
Líklega hafa sveitarfélögin verið
fremst í flokki hvað þetta snertir. A
undanfömum tveimur árum hafa þau
mörg í samvinnu við Atvinnu-
leysistryggingasjóð staðið fyrir
margvíslegum átaksverkefnum sem
hafa skapað fjölmörgum atvinnu um
lengri og skemmri tíma.
Byggðarlögin á Suðurnesjum hafa
áþreyfanlega orðið vör við
atvinnuleysisvofuna. Það eru ekki
mörg ár frá því að hér leit mjög vel út
með atvinnu, því inn á Vatns-
leysuströnd stóð til að byggja stórt og
nýtískulegt álver sem veita myndi
mörg hundruð manns atvinnu,
fríhafnarsvæði var á næstu grösum og
ýmislegt annað var á döfinni. En allt
þetta lét á sér standa. Þá kom fram á
nýjan leik hugmynd sem m.a. Gunnar
Sveinsson, Faxafélagi. hafði reifað á
Alþingi fyrir mörgurn árunt, þ.e. að
stofna sterkan fjárfestingarsjóð á
Suðurnesjum. Nú fékk ftessi hugmynd
byr undir báða vængi og Eignar-
haldsfélag Suðumesja varð til. Fyrsta
starfsár félagins er að baki og það er
því forvitnilegt fyrir lesendur Faxa að
fá fregnir af félaginu, þ.e. aðdraganda
að stofnun þess og störfin á fyrsta
árinu. Þó félagið sé enn ungt, þá hafa
þegar blásið um það nokkuð kaldir
vindar að undanförnu og því ekki úr
vegi að fjalla um það hér.
Með góðfúslegu leyfi formanns
félagsins, Sigurðar Vals Asbjörns-
sonar, bæjarstjóra í Sandgerði, þá
birtum við hér úrdrátt úr skýrslu hans
er liann flutti á aðalfundi s.l. vor. Þá
lögðum við einnig nokkrar spumingar
fyrir hann og komum við að jreim í lok
greinarinnar. Hefst nú úrdrátturinn:
A seinni hluta ársins 1992 var mikil
umræða um nauðsyn þess að skapa ný
atvinnutækifæri á Suðurnesjum og
leggja atvinnulífinu lil fé með öðrum
hætti en gert hafði verið til þessa á
svæðinu og raunar á landsvísu..
Atvinnuleysið var mikið og engar
sjáanlegar breytingar í augsýn.
Aflasamdráttur, minnkun á kvóta,
minni framlegð hjá þeim fyrirtækjum
sem tengdust ekki sjávarútvegi og
höfðu verið einhvers megnug, samfara
óvissu og miklum samdrætti á flug-
vallarsvæðinu.
Sveitarstjómir um allt land, höfðu
nteð einum eða öðrum hætti stutt at-
vinnulíllð og nam framlag þeirra á ár-
ununt 1987-1991 um 3.5 milljörðum
króna í formi hlutafjárkaupa, lána, nið-
urfellingu gjalda, beinu framlagi og
ábyrgða samkvæmt upplýsingum frá
félagsmálaráðuneytinu.
Öllum var Ijóst að slíkur fjármagns-
fiutningur frá sveitarfélögunum til at-
vinnulífsins getur verið óeðlilegur og
lamar getu þeirra til að sjá um hefð-
bundin verkefni. Þær ákvarðanir sveit-
arstjórnannanna, að styðja atvinnulíf-
ið, eru hinsvegar skiljanlegar í Ijósi að-
stæðna á hverjum stað fyrir sig í ljósi
vaxandi atvinnuleysis en þessi aðferð
mismundar fyrirtækum og einstakling-
um sem hafa burði, getu og þrótt til at-
vinnuþróunar.
Niðurfelling aðstöðugjalds á fyrir-
tæki var hinsvegar aðferð til að konta
til móts við atvinnulífið á jafnréttis-
grundvelli og kernur til með að skapa
þeim fyrirtækjum sem voru í rekstri á
þessum tíma tækifæri til að korna sér
upp úr þeim öldudal sem þau voru
komin í.
Sveitarfélög hafa því af illri nauðsyn
neyðst til þátttöku í atvinnuskapandi
aðgerðum og hafa ábyrgðir þcirra m.a.
vaxið á síðustu árum í takt við vaxandi
atvinnuleysi. Nokkur sveitarlélög hafa
bent á hættuna sem er samfara slíku
ábyrgðum og minni ég á tillögu frá
bæjarfulltrúum á Akureyri þar sem
þeir leggja til við Samband Isl. Sveit-
arfélaga, að fella niður “hcimild" sveit-
arlélaga til að veita einfalda ábyrgð.
í september 1992 var Ijóst að í algert
óefni var komið. Hagræðingarsjóður
sjávarútvegs hafnaði m.a. öllunt um-
sóknum sveitarfélaga um kaup á
kvóta. Forseti bæjarstjómar í Kellavík
sagði þá meðal annars í blaðaviðtali að 1
sjóðsstjóm setti sér þrengri skorður um
úthlutun en Alþingi hafi ætlað.
Af 1800 milljóna framlagi ríkisins
till vegamála á þessunt tíma voru veitt-
ar um 80 milljónir til Suðumesja sem
sérstaks átaks til atvinnumála.
Bæjarstjórinn í Njarðvík taldi af
þessu tilefni eðlilegt að veita mun
meira fé til atvinnulífsins á þessu
svæði þar sem atvinnuleysið væri hér
hið mesta á landinu eða 5% en meðal-
talið þá var3,4%.
í Dagblaðinu 29. september 1992
skrifar Óskar Hallgrímsson í félags-
málaráðuneytinu grein um atvinnu-
leysið á Suðurnesjum og þar segir
hann meðal annars þetta; „ Atvinnu-
leysið það mesta síðan í kreppunni
miklu.“ Formaður Verkalýðs - og sjó-
mannafélags Keflavíkur og nágrennis,
segir á sama tíma; „Islandsmet í gjald-
þrotum einstaklinga - - hliðarverkanir
atvinnuleysis"
Jón Eysteinsson, sýslumaður í
Kefiavík sagði einum mánuði síðar að
gjaldþrotamál væru hvergi jafntíð og á
Suðurnesjum enda sé unt að kenna
miklu atvinnuleysi. Úr þessum jarð-
vegi, þessari nauð, sprettur umræða
um stofnum á sjóði til að byggja upp
atvinnulífið á Suðumesjum. Hal't er á
orði að guð hjálpi jreim sem hjálpi sér
sjálfir enda var öllum Suðurnesja-
12 FAXI