Faxi - 01.01.1995, Blaðsíða 15
Minning
Guðmundur Markússon
Fœddur 22. september 1929 - Dáinn 25. ágúst 1994
Guðmundur Markússon frá Bjarg-
arsteini í Garði, sem lést þann 25. á-
gúst 1994, varfæddur22. sept. 1929.
Hann var sonur hjónanna Markúsar
Guðmundssonar og Þórunnar Ingi-
mundardóttur, sem bæði eru látin.
Guðmundur var elstur 10 systkyna.
Hann var ókvæntur og barnlaus og ól
aHan sinn aldur í Garðinum. Honum
þótti mjög vænt um sína heima-
byggð, sem hann var aðeins fjarri
Þau sumur sem hann var á síldveið-
um fyrir Norðurlandi og í vegavinnu
á Þingvöllum.
Gummi í Bjargarsteini, eins og
hann var jafnan nefndur, slundaði
alla algenga vinnu á sinni starfsævi.
Hann vann við fiskaðgerð og í frysti-
húsum og réri á trillu þegar slíkt út-
r*ði var mest stundað í Garðinum
rett eftir miðja þessa öld. Hann var
fiskinn og einkar laginn við að slíta
UPP fisk og fisk þegar aðrir drógu
upp beran öngulinn. Múrverk var
eitt það starf sem hann vann í
nokkurn tíma og þar kom vel fram
nrikil handlægni hans, sem og í
smíðum þá er hann tók sér hamar,
hefil og sög í hönd. Seinni árin eftir
að heilsu hans hrakaði, dundaði hann
sér mest við að smíða gogga, sem
voru mjög eftirsóttir.
Ekki fór mikið fyrir Gumma í dag-
lega lífinu, hvorki í æsku né á full-
orðinsárunum. Hann tók lítinn þátt í
ærslum uppvaxtaráranna í kringum
Garðstaðaverkstæðið. Las heldur
blöð og bækur eða hugaði að sínum
leiktækum, fremur en að sparka á
Kothúsatúninu. Skáld blundaði í
Gumma. Sögur sem urðu til í hans
hugarheimi, sagði hann félögum sín-
um, sem göptu oft af spenningi og
biðu spenntir framhaldsins þegar um
lengri atburðarás var að ræða.
Fáir voru hrekklausari en Gummi.
Hann gerði aldrei flugu mein. Fór
alltaf með friði og átti því aldrei í
útistöðum við menn eða deilum um
málefni. Brosti bara og blístraði eitt-
hvert lag, enda með gott eyra fyrir
tónlist, -gat flautað næstum hvaða
lag sem var. Hjálpsamur var hann
og greiðvikinn, enda með gott hjarta-
lag.
Hafi Gummi átt sér áhugamál, þá
var það farstöðin, en hann var einn í
þeim stóra hópi sem mynduðu sam-
tök og kynni þegar sú bylgja gekk
yfir landið. Auk þess hafði hann
yndi af akstri, ekki rally eða torfæru-
akstri, heldur til að skoða nágrennið
og hitta kunningjana á glansandi
bílnum, - seinast Lödu-Sportinum.
En sína síðustu ferð fór hann þann
25. ágúst s.l. í öðrum vagni. Hjartað
og kransæðarnar voru að gefa sig.
„Nú er ég víst að fara stóra hring-
inn“, varð honum á orði, þegar hann
var borinn í sjúkrabflinn. Þetta voru
orð að sönnu. Hann kvaddi þennan
heim á miðri leið á sjúkrahúsið í höf-
uðborginni.
Blessuð sé minning góðs drengs
og Garðbúa.
M.G.
Minning
Þuríður Jónsdóttir
Fædd 16. júlí 1900 - dáinn 3. desember 1994
Kveðja frá vinkonu
Þinn langi œvidagw er liðinn, vina kœra,
við leiðarmörkin vil ég þérhjartans þakkirfcera.
Fyrir öll þín gœði og tryggð við mig og mína,
minningfögur lifir um vináttuna þína.
Með sœmd að aðalsmerki þú stóðst í stmfsins önnum,
sterk og mild þú veittir afhjartans auði sönnum.
Þín hönd var stór í verki, er gefa átti og gleðja,
nú geymd þér eru launin, þá hljóðnar jarðnesk kveðja.
Otal Ijúfar stundir í “Gerðinu” okkar góða,
gott er nú að muna, er lokast gröfin hljóða,
fi'á djúpi liðins tíma, sem dýrarperlur skína.
En Drottinn styrki og blessi ástvinina þína.
Ingibjörg Sigurðardóttir
Ljósmyndastofa
Suðurnesja
Hafnargötu 31 - Keflavík
Pantið tíma í síma 14930 eða 11890
FAXI 15