Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1995, Blaðsíða 23

Faxi - 01.01.1995, Blaðsíða 23
Ávarp skólameístara Hjálmars Ágætu, fyrverandi nemendur! Um þessar mundir má segja að líf í náttúrunni sjálfri liggi að miklu leyti í dvala. Frost og snjór hafa tekið höndum saman við myrkrið og lagt kalda hönd sína yfir gróandina og lífríkið. En innan tíðar mætast Ijós og myrkur í lokahríð sinni og þar mun Ijósið bera sigur - við l'etum okkur að nýju í áttina til birtu og sumars. Brátt mun dag lengja fet fyrir fet og fyrr en varir byrjar náttúran sjálf að láta á sér kræla. Við lylgjumst spennt með því hvemig líllð kemur undan vetri. Vatn leysir, blóm kvikna og vonir okkar eru bundnar við að hvert blóm, hvert dýr og að hver einstaklingur í lífríkinu nái fullum þroska. Svipað má segja um ykkur, kæru fyrrverandi nemendur. Við upphaf skólagöngu ykkar hér má segja að þið hafið lagst í dvala að sumu leyti - a.m.k. hvað ykkar nánustu varðar. Hvað hafið þið verið að gera hér innan veggja? í dag má segja að leysingar séu að hefjast í ykkar tilveru. Skírteinin bera vott um ;,ð þið koniið þokkalega undan vetri og nú bíðum við spennt eftir framhaldinu. Þið eruð rétt byrjuð að bruma. En framundan geta verið sviptingar í veðri, rétt eins og mannlífinu. Menntun ykkar hér innan Ve8gja er vörn okkar fyrir lítil blóm gegn kali og nóthcti. Nú reynir fyrst á hvernig til var sáð, nú keniur í Ijós hvort þið eruð orðin menntuð. Og sannarlega mun á margt reyna í þeim fjölbreytileika sem líftð sjálft er. Og þá gildir að halda í trúna - vonina. Og hvað tekur svo við? Líkt og söknuður og gleði lylla í senn hjörtu okkar er eftir sitjum í kotinu þá Mást ég jress fullviss að einhver kvíði bærist í Ut'jóstum ykkar. En það er bara hollt. Kvíðann má ^isla sér til framdráttar svo fremi hann gerist ekki húsbóndi okkar. Ykkur líður sennilega ekki ólíkt Nm cr lært hefur að synda og svamlar í sjónum með kút til öryggis en er í raun fullur ótta við vatnið. Hvað getur gerst? Við skulum ekki trega hið liðna. Það kemur aldrei allur. Nýir kostir standa sérhverju ykkar nú til boða. Veljið ávallt þann kostinn er best gefst hverju sinni. Hikið ekki við að halda ótrauð áfram og stefna óttalaus til móts við hið óþekkta - til móts við óljósa framtíð. Tœkifæríð gríptu greitt, Siftu mun það skapa, Mrnið skaltu hamra heitt, hika er sama og að tapa. Þannig hvetur skáldið Steingrímur Thorsteinsson samferðarfólk sitt til dáða. Vinnan ykkar hér við skóla hefur skilað ykkur að þessum krossgötum. í oial ykkar eiga að hvíla þau úrræði er duga til 1 "nmunnar við framtíðina óræðu og óljósu. Ráð sem Þci að ylja með vonina góðu að vopni. Vonin styrkir veikan þrótt, v°nin kvíða hrindir, v°nin hverja vökunótt, v°narljósin kyndir. Segir góðskáldið Páll Ólafsson og brýnir okkur til dáða - missum aldrei vonina og bjartsýnina. Nú eruð þið sem sagt frjáls. Frelsi er eitt göfugasta hugtak mannkyns. Frelsi er eftirsóknarvert ástand sem nánast allir drjúpa liöfði fyrir í lotningu. En líkt og með öll mikilsverð hugtök þá er frelsið vandmeðfarið. Sumir virðast misskilja merkingu þess. Sumir halda að frelsi feli í sér takmarkalausa og óhefta athafnagleði og framkvæmdafár. Frelsi sé óbeislaður vilji til hvers sem vera skal, óháð afleiðingum. Sorglegt er að sjá og heyra hvemig þetta viðkvæma en fallega hugtak hefur þannig verið mislagt og rangtúlkað. Hin öfgakennda notkun frelsishugtaksins leiðir okkur út í yfirgang og jafnvel miskunnarleysi þar sem engum er eirt og engum hlíft. Óaðskiljanlegur fylgisfiskur frelsisins er nefnilega ábyrgðin. Frelsi og ábyrgð verða ekki skilin að fremur en líftð frá lífsandanum. Frelsið er í raun tæki til að þroska sjálfan sig - gefur möguleikann á að velja og hafna - og þroskast þannig við að velja á niilli þess sem rétt er og rangt. Þannig getur einstaklingurinn notað frelsið til að efla dómgreind sína og siðferði - svo fremi að hann sé sjálfum sér meðvitaður um að valinu fylgi full ábyrgð. Þannig styrkist einstaklingurinn sem sjálfstæð vera er jafnframt þátttakandi í stærri heild. Þátttaka hans í hópnum, val hans og ábyrgð, örva næmi hans og virðingu fyrir grönnum sínum, vinum og fjölskyldu. Hann verður þá fyrst frjáls að hann skilur og kann að velja fyrir sig í ljósi hinna. Frelsi án ábyrgðar slævir gildi þroskans og siðferðisins. Það elur af sér lausung og hömluleysi þar sem síngimi og yftrgangur verða ráðandi í stað ábyrgðar, samkenndar og mannkærleika. Frelsið byggir m.ö.o. á manngildinu og þeim fallegu hugsunum er það byggir á. Virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Ágætu nemendur. Standið því vörð um frelsið og ábyrgðina - vísið á bug hömluleysi og þeirri þröngsýni er fylgir því - þröngsýni sem eflir síngimi og dregur úr mannkærleika. Það er skylda okkar - þannig fylgjum við hjartanu og barninu í okkur öllum. Frelsi í skjóli ábyrgðar fylgir líka heilbrigði og djörfung. Djörfungin til að vera heiðarlegur, til að vera maður sjálfur. Það þarf nefnilega nokkra Árnasonar djörfung til að vera trúr eigin sannfæringu. Á stundum kann hún að rekast á við tíðarandann og geta þar orðið harkalegir árekstrar. Tíðarandinn getur verið afskaplega varasamur förunautur. Vissulega getur verið freistandi að hrífast með í ljóma hans. En hann getur líka verið vágestur. Minna má á að í Persaflóadeilunni og í stríðsrekstri fyrrum Jugóslavíu hefur bandarískur almenningur, samkvæmt skoðanakönnunum, svarað því játandi að beita skuli kjamavopnum til að binda endi á stríð. Slíkar fréttir hljóta að vekja okkur ugg. Bandarískur almenningur er hvorki betri né verri en annar almenningur. En hvað getur þá fengið skynsamt og hjartahlýtt fólk til að móta svo ógeðfellda stefnu rúmum 40 árum eftir hörmungarnar í Hírósíma? Hvergi í heiminum, hvergi í veröldinni er tjölmiðlun jafn öflug sem þar vestra þannig að þekking og upplýsing öll ættu að vera með ntikilli reisn. Svo virðist sanit ekki. Ályktanir, sem draga má af þessum dæmum, eru m.a. þær að einhvers staðar hefur ábyrgð og frelsi fjölmiðlunga brugðist nteð þeini afleiðingum að tíðarandinn verður vágestur og fjölmiðlun breytist í fár. Manngildið, samkenndin og virðingin víkja fyrir öðrunt sjónarmiðum. Þessi santi förunautur, tíðarandinn, birtist líka okkur hér suður nieð sjó svo sent mörg dæmi sanna þó í annari ntynd sé. I hinu ísnteygilega veldi fjölmiðlunar gerist of oft að manngildinu er vikið til hliðar fyrir skælingi, níði og annarlegum hvötum. Afleiðingin verður oft harmleg. Þá má ekki gleyma þætti fjölmiðla í mótun tíðaranda með áherslum í fréttaflutningi. Neikvæðni og dýrkun forgengileikans gengur á stundunt úr hófi. Eru tískustraumar í fatnaði og kroppsdýrkun þau mál er færa okkur hamingjuna? Hvað má rekja mörg vandamála okkar til þess mælikvarða er byggir á dauðum hlutum uinfrant andlega lífsfyllingu? Og þá spyr ég enn aftur hvort tíðarandinn sé ekki varasamur förunautur. Um leið og ég minni aftur á frelsið og ábyrgðina. Frjáls fyrir hverju? Frjáls undan hverju? Getum við nokkum tíma anað fram í nafni frelsisins án þess að spyrja um afleiðingar á gjörðum okkar. Því segi ég við ykkur, kæri aðall: Varðveitið manngildið - styrkið barnið í ykkur og hafið djörfungina til að takast á við hégómann - bjóðið reisn tíðarandanum birginn. Ykkur er styrkur að sjálfsstjórn. í mótlæti skuluö þið freinur leita til ykkar sjálfra fremur en halla ykkur að mislyndum tíðarandanum. Spyrjið ávallt hvaða mannkostum megi tefla fram gegn mótlætinu. Svarið ftnnið þið í baminu sem okkur hefur vonandi tekist að rækta nteð ykkur hér innan veggja. Hver sent námsbraut ykkar er þá lítum við svo á að veganestið hið besta sé sú merking er hér hefur verið lýst: Djörfungin, kjarkurinn, frelsið og ábyrgðin til að vera trúr sjálfum sér í sátt og virðingu samferðafólks - m.ö.o. að byggja á manngildinu. Megið þið fara héðan ríkari af því en þegar skólagangan liófst. Þá þykjumst við þess fullviss að hið litla blóm muni blómstra í vindum vonar og framtíðar. Hafið þökk fyrir samveruna. Megi gæfan ávallt fylgja ykkur. FAXI 23

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.