Faxi - 01.01.1995, Blaðsíða 21
HÖFUMVID EFNIÁ
ÞESSU?
Sex heimsþekktir vísindamenn,
•veir sænskir og einn frá hverju
eftirtalinna landa, Bandaríkjunum,
Kanada, Finnlandi og Noregi, hafa
kannað liverjar afleiðingar það hefði ef
ríkiseinkasala á smásölu áfengis í
Svíþjóð yrði cinkavædd og færð inn í
venjulegar matvöruverslanir og verð
laekkað til samræmis við það sem
'íðkast innan Evrópusambandsins.
Skýrsla þeirra er 68 blaðsíður auk
tilvísana.
Helstu niðurstöður:
Ohjákvæmilegt er að neysla og tjón
af hennar völdum eykst hvernig sem
að breytingum yrði staðið.
Ef miðað er við að verðlag yrði
svipað og í fjölmennasta ríki
Evrópusambandsins, Þýskalandi,
fjölgaði dauðsföllum af völdunt
áfengisneyslu um 4.000 á ári og
°fbeldisverkum, sem ekki leiddu til
dauða, um 22.000.
Ef slíkt gerðist á íslandi hefði það
þannig í för með sér að dauðsföllum af
völdum áfengisneyslu fjölgaði um 110
■120 og ofbeldisárásum um 600 - 700
áári.
Spumingin er: Höfum við efni á að
E’rna 110 - 120 mönnum árlega á
altari þeirra sent hagnast á
e'nkavæðingu áfengissölunnar?
Er ástæða til að fjölga
fómarlörnbum ölvaðra ofbeldismanna
600 - 700 á ári?
(Heimild CAN, Centralförbundet
för Alkohol - oeh
Narkotikaupplysning)
Áfengisvamaráð:
NOKKUR
MINNISATRIDI
UM EINKAVÆÐINGU
ÁFENGISSÖLU
löi
hé
Afengi er eina vímuefnið sem
böi
'Suiii samkvæmt er hcimilt að neyta
r a landi. Önnur slík efni eru
nnuð, einkum af heilsufarslegum,
félagslegum og efnahagslegum
ástæðum. Því liggur í augum uppi að
hafa verður stjóm á dreifingu þess og
meðferð eftir því sem kostur er.
2. Grundvallaratriði norrænnar
áfengismálastefnu er að takmarka
einkagróða af sölu og annarri dreifingu
áfengis.
3. Kaupsýslumenn ýmsir, áfengis-
veitingamenn og ýmiss konar
braskarar aðrir vilja hirða gróðann af
áfengissölunni en taka ekki meiri þátt í
gífurlegum kostnaði þjóðfélagsins
vegna áfengistjóns en aðrir
skattborgarar - jafnvel minni.
4. Hvergi á Norðurlöndum er
drykkja jafnmikil og í Danmörku og á
Grænlandi. I þeim löndum er ekki
áfengiseinkasala.
5. Addiction Research Foundation
(ARF) í Tórontó í Kanada er virtasta
rannsóknastofnum heims í
vímuefnamálum. Hún leggur
eindregið til að los varðandi sölu og
aðra dreifingu áfengis verði ekki
aukið.
6. Hvergi er jafnauðvelt sem í
Bandaríkjunum að rannsaka muninn á
afleiðingunt mismunandi skipulags á
áfengisdreifingu þar eð sum ríkin búa
við svokallað frelsi í sölu áfengis en
önnur hafa einkasölukerfi líkt og
Norðurlönd, önnur en Danmörk.
7. í aldarfjórðung hafa vísindamenn
vestra fylgst með breytingum á
áfengissölu í 48 ríkjum. Niðurslaðan
er:
A) Ríkiseinkasala dregur úr neyslu.
Einkavæðing áfengissölu veldur því
hins vegar að meira er gert til að hvetja
til drykkju en ella. Hvort tveggja
stafar af því að opinberir aðiljar verða
að greiða það tjón sem áfengisneyslan
veldur. Þar hafa einkaaðilar engar
skyldur.
B) Fjöldi dreilingarstaða hefur áhrif
á neysluna.
C) Því lægri sem lögaldur til
áfengiskaupa er þeim mun yngri byrja
unglingar eða börn að neyta þessa
vímuefnis.
D) Verðlagning hefur áhrif á
neysluna.
8. I tveim ríkjum vestra, þar sem er
einkasala, Iowa og Vestur-Virginíu,
var gerð tilraun með að leyfa sölu
veikra vína og bjórs í ákveðnunt
matvörubúðum. Það var ekki einungis
að vín- og bjórdrykkja ykist heldur og
heildameysla áfengis.
I Vestur-Virginíu jókst víndrykkja
um 48% og í Iowa um 93%.
9. í árslok 1988 var áfengiseinka-
sala lögð niður í Póllandi og hafði hún
þá verið við lýði í 70 ár eða nánast frá
því að Pólverjar fengu sjálfstæði eftir
heimsstyrjöldina fyrri. Einkavæðingin
hefur haft það í för með sér að tjón
vegna áfengisneyslu hefur aukist
stórum - enda tæpast nokkur stjóm á
áfengisdreilingu síðan og smygl,
brugg og svartamarkaðssala fram-
leiðenda hafa siglt í kjölfarið.
Milli áranna 1988 og 1991 fjölgaði
innlögnum á sjúkrahús vegna geðveiki
af völdum áfengisneyslu um 50%.
Einstaklingum, sem háðir eru neyslu
áfengis, fjölgaði um 15%, dauðsföllum
af völdu skorpulifrar um 18% um-
ferðarslysunt tengdum drykkju urn
27%.
Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af
áfengissölu hafi dregis saman um
50%.
10. Sex heimsþekktir vísindamenn
af ýmsu þjóðemi hafa kannað hverjar
afleiðingar það hefði ef áfengisverslun
í Svíðþjóð yrði einkavædd. Niður-
stöður eru þær að áfengisneysla og
tjón af völdunt hennar ykist hvernig
sem að breytingum yrði staðið. Ef
verðlag og dreifing áfengis yrði með
svipuðum hætti og í Þýskalandi
fjölgaði dauðsföllum af völdum
drykkju um 4.000 á ári og
ofbeldisverkum, sem ekki leiddu til
dauða, um 22.000. Ef svipaðir hlutir
gerðust á íslandi hafði það í för með
sér að dauðsföllum af völdum
áfengisneyslu fjölgaði um 110 - 120
og ofbeldisárásum um 600 - 700 á ári.
11. Norðurlandamenn, Finnar,
Norðmenn, Svíar og íslendingar, hafa
látið bóka í viðræðum um evrópska
efnahagssvæðið að þeir áskilji sér rétt
til að halda einkasölu á áfengi, þar
konti til heilbrigðissjónarmið og
velferð þjóðanna.
12. Kaupmenn væru ekki ginn-
keyptir fyrir að flytja inn og selja
áfengi ef þeir ættu þar ekki gróðavon.
Og þegar um áfengsisölu er að ræða
gjalda skattborgarar reikninginn.
Nýtt almenningar-
og tómstundarhús
í Keflavik að
Vesturbraut 17?
Á skömmum tíma hefur það gerst
að Veitingarhúsið Þotan og unglinga-
staðurinn Z-tan hafa lagt af starfsemi
sína. í kjölfarið hefur það mjög komið
til tals, að húsnæðið að Vesturbraut 17
verði tekið undir nýja starfsemi. Eins
og mörgum er kunnugt, þá var fyrir
nokkru ákveðið að gera tilraun með að
reka unglingastað að Hafnargötu 30 á
vegum Æskulýðsráðs. Þrátt fyrir að sú
starfsemi hafi á margan hátt gengið
vel, þá hefur nú verið ákveðið að hætta
henni. Á svipuðum tíma lagði Þotan
niður sína starfsemi en hún fór fram í
húsnæði Framkvæmdasjóðs aldraðra.
Nú lara fram alvarleglegar athuganir á
því, hvort ekki sé rétt að nýta húsnæð-
ið í þágu bæjarbúa og hafa þar aðsetur
undir þá margþættu starfsemi sem
fram fer í bænum og er á einn eða ann-
an hátt tengd starfsemi bæjarstjómar
og nefndum á vegum hennar. Helur
þar verið nefnt til sögunnar starfsemi á
vegum æskulýðsráðs, félags aldraða
og menningamefndar bæjarins svo að-
eins fátt eitt sé nefnt. Verður að segja
að hér er um mjög athyglisverða hug-
mynd að ræða. Slík starfsemi á sér
víða hliðstæðu m.a. hjá vinabæjunt
okkar á hinum Norðurlöndunum.
Ganga slík hús undir nafninu Komni-
unal hus (bæjarhúsið). Þann 4. febrúar
auglýsti Tómstundarráð almennan
fund, þar sem ræða skyldi möguleik-
ana á nýtingu hússins til hvers konar
nota sem „tómstundarhús“. Þar áttu
m.a. að mæta nokkrir arkitektar til
skrafs og ráðagerða vegna þeirra breyt-
inga sem gera þarf á húsinu. Því miður
mættu fáir til fundarins en vonandi
dregur það ekki úr áhuga á málinu.
Viðtalstímar
forseta bæjarstjórnar eru alla þriðjudaga kl. 09:00-11:00
á bæjarskrifstofunum að Tjarnargötu 12, II hæð, sími 16700.
Bæjarstjóri.
FAXI 21