Faxi - 01.01.1995, Blaðsíða 8
Báturinn Sjghvátur
frá (irindavík. '■
Mynd þessa tók Þorlákur-
Karlsson fvrir nokkruni árum,
Nýliðinn janúar var okkur
Frónbúum þungur í skauti. Þar marka
afleiðingar snjóflóða í Súðavík, um
miðjan mánuðinn, dýpst og sárust
sporin.
Enda þótt vcðurlag hér á Reykjanes-
skaga hafi verið stórum mun skaplegra
en víðast hvar annars staðar á landinu
hefur það þó valdið drjúgum frátökum
frá veiðum og erfiðleikum við veiðar.
Umræðan um hið rúmlega áratugar
gamla kvótakerfi okkar er síður cn svo
að dofna, sem fyrr er þar víða komið
við enda að mörgu að hyggja.
Enn er kveðið upp úr með þær
fullyrðingar að meginmarkmiðinu, því
að rétta við helstu nytjastofnana, hafi
alls ekki verið náð.
Mismunun og óréttlæti sé mikið og
svo líklega eitt það alvarlegasta að
miklu af þorski sé hent fyrir borð af
skipum með lítinn eða uppurinn
þorskkvóta.
Hin þráláta umræða endurspeglar
svo ekki verður um villst að
fiskveiðistjórnunin er ekki í
ásættanlegum farvegi og því brýnt að
berja í brestina.
Samkvæmt upplýsingum frá
hafnarvogunum á Suðurnesjum var
afli á land kominn 6. febrúar sem hér
segir:
Grindavík:
1382 tonn í 239 löndunum 29 skipa
Þar af er afli línubáta 936 tonn
netabáta 386 tonn
togskipa 60tonn
Afþessum 1382 tonnumer
þorskur:..................783 tonn
ýsa:......................114tonn
ufsi:.....................191 tonn
keila:....................137 tonn
langa:.....................47 tonn
annað:....................I lOtonn.
Aflaskipið Guðbjörg frá Isafirði
hefur verið keypt til Grindavíkur og
nefnist nú Gnúpur. Eldri Gnúpur og
Búrfell KE ganga upp í kaupin og fara
úr landi.
Nú er verið að koma frystibúnaði
fyrir í Gnúpi nýja og er ætlunin að
loðnufrysting verði þar um borð á
komandi loðnuvertíð.
Þá er þess að geta að Hópsnes GK
hefur verið selt úr landi og er sú útgerð
þar með hætt störfum.
Sandgerði:
2366 tonn í 737 löndunum 68 báta
Þar af afli línubáta......755 tonn
neta-og dragnótabáta.....1058 tonn
botnvörpuskipa.................553 tonn.
Af þessum 2366 tonnum er
þorskur:...................1128tonn
ýsa:.............................165 tonn
ufsi:............................108 tonn
karfi:...........................492 tonn
skarkoli:.........................83 tonn
annað:...........................390 tonn.
Ketlavík - Njarðvík:
1302 tonn í 178 löndunum 37 báta
Þar af afli línubáta.............322 tonn
netabáta.........................726 tonn
togskipa.........................254 tonn
Af þessum 1302 tonnum er
þorskur....................912tonn
ýsa:..............................91 tonn
ufsi:.............................84 tonn
karfi:...........................101 tonn
annað:.....................114 tonn.
Loðnuveiðin er nær engin það sem
af er vertíð. Örn KE er eina skipið
sem teljandi afla hefur fengið. Þakka
menn það því að Öm er með dýpri nót
en önnur loðnuveiðiskip.
Mikill viðbúnaður — meiri en
nokkru sinni fyrr — er til að taka á
móti loðnu og loðnuhrognu til
frystingar.
Tekist hafa samningar við Japani
um kaup á meira magni frosinnar
loðnuhrygnu og hrogna en í fyrra en
verðið er heldur lægra en þá, en það
var hæsta verð sem um getur l'yrir
þessar afurðir.
Helguvíkurmjöl h/f.
var stofnaö vorið 1994
Helstu hluthafar em ýmis útgerðar-
og fiskvinnslufyrirtæki á Suður-
nesjurn.
Höfuðtilgangur félagsins er að
koma upp og starfrækja fiskimjöls-
verksmiðju í Helguvík.
Þó að nú þegar séu hafnar niiklar
nýframkvæmdir í Helguvík er ekki
enn afráðið hvernig staðið verður að
uppbyggingu fiskimjölsverksmiðj-
unnar.
Helgui víkunnjöl h/f eða systurfélag
þess Loðnuflokkun h/f hyggur hins
vegar gott til glóðarinnar nú á loðnu-
verktíðinni.
Þann 10. desember hóf fyrirtækið að
reisa 600m2 hús á athafnasvæði sínu
og hefur nú þrem loönuflokkunar-
vélum og hrognakreistara verið komið
fyrir í nýbyggingunni.
Síðan eru framkvæmdir vel á veg
komnar við að koma þama upp tveim
2000 tonna hráefnistönkum, sem
safnað verður í frákasti flokkunar-
vélanna, sem síðan verður flutt nreð
skipum í bræðslu á Siglufirði.
I þessu sambandi er svo þess að geta
að sprengingar og uppfylling vegna
150 metra viðlegukants í Helgu-
VERTÍÐAR-
FRÉTTII