Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1995, Blaðsíða 5

Faxi - 01.01.1995, Blaðsíða 5
Ahorfendur og stuðningsmenn UMFG eru fvrir löngu orðnir landsþekktir. Hér stíga þeir trylltan dans að leik loknum. Ljósm. Hilmar Bragi/Víkurfréttir. • va;r af bestu körfuknattleikskonum landssins, Björg Hafsteinsdóttir og Helga 1‘orsteinsdóttir (nr. 13) síðari hálfleikinn Ijópo KR liðinu kapp 1 kinn og skoruðu stúlkurnar m.a. 12 st'g íg röð án þess að ÍBK gæti svarað. í’eúa kom þó ekki að sök. því ÍBK Slgraöi örugglega og varð lokastaðan 61 - 42. Að venju léku þær vel Bjög og Anna María, en besta leikinn átti þó Erla Reynisdóttir sem er aðeins 16 ára. Þar er mikið efni á ferðinni ásamt svo mörgum öðrum í liðinu. Með þessum Bæjarstjórn Grindavíkur óskar körfuknattleiksdeild UMFG og bæjarbúum öllum til hamingju með bikarmeistaratitilinn eftirsótta. Jafnfraamt hvetjum við liðið til frekari dáða í þeirri baráttu sem framundan er. sigri færði liðið ÍBK eittliundraðasta titilinn í íslands- og bikarmeistaramóti KKÍ. Hefur ekkert annað félag á íslandi náð fleiri titlum í þessari íþróttagrein. Má þi því sambandi nefna að fyrst var tekið þátt í körfuboltakeppni frá Keflavík árið 1971. Til hamingju stúlkur. Njarðvík - Grindavík Grindvíkingar komu Njarðvíkingum stra úr jafnvægi með geysi kröftugum leik þar sem Guðjón Skúlason lék stærsta hluttverkið. Aður en hendi væri veifað var staðan orðin 12-2 fyrir þá gulklæddu úr Grindavík. Mikil stemming var í Laugardalshöllinni og einnigá áhorfendabekkjunum leiddu hinir gulu. UMFN liöið hefur verið yfirburðalið í allan vetur og það liefur nærri því verið formsatriði að mæta til leiks og ná í tvö stig. Þetta hefur haft áhrif á aðsóknina í vetur og því hefur Ljónagryfjan í Njarðvík ekki staðið undir nafni í vetur. Ef til vill komu Njarðvíkingar ekki með nægilega gott hugarfar í leikinn og því fór sem fór. Grindvíkingar héldu forystunni allan fyrri hálflekinn, koniust mest í 16 stig yfir, en undir lokin réttu þeir grænklæddu aðeins hlut sinn og staðan í leikhléi var 47ö4l. Leikurinn var bráðskcmmtilegur og áttu leikmenn UMFG stórleik, sérstaklega Guðjón sem hitti nánast úr öllum færum. A sama tíma vantaði allan neista í leik UMFN. Síðari hálfleikinn byrjuðu Njarðvíkingar eins og sá sem valdið hefur. Teitur og Valur skoruðu þrjár þriggja stiga körfur en Guðjón hafði hægt um sig á ágætri gæslu Teits. Og skyndilega voru Njarðvíkingar komnir yfir 56 - 55. En þeir komust bara ekki lengra. Grindvíkingar ætluðu sér sinn fyrsta titil og ekkert skyldi stöðva þá. Booker átti stórkostlegan leik, Guðjón skoraði mikilvægar körfur, Guðmundur Bragason var sem klettur í vörn og sókn og Pétur, Nökkvi, Marel. Helgi Jónas og allir hinir léku við hvern sinn fingur. Liðið kom ákveðið til leiks og uppskar bikarmeistaratitilinn 1995. Það var stór stund fyrir alla bæjarbúa í Grindavík sem standa svo vel að baki íþróttafólki sínu. Lokastaðan varð 105 - 93. Faxi óskar liðinu og Friðriki Rúnarssyni þjálfara til hamingju með sigurinn. Nú bíðum við með óþreyju eftir úrslitakeppninni. HH FAXI 5

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.