Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1995, Blaðsíða 11

Faxi - 01.01.1995, Blaðsíða 11
vígslu sjálfrar kirkjunnar. Hvers vegna að byggja á kirkjulóðinni? Fáir hafa mótmælt jwí að þörf sé fyr- lr nýtt safnaðarheimili. Deilur hafa aftur á móti staðið um staðsetningu bygging- arinnar. Þar hafa verið í fararbroddi nokkrir íbúar í nágrenni kirkjunnar. Þeir ásamt fjölmörgum öðrum hafa mót- mælt byggingu á sjálfii kirkjulóðinni en m.a. bent á að byggja mætti á Skjaldar- lóðinni eða á Kirkjulundarlóðinni. Að sjálfsögðu er það vel lfamkvæmanlegt en að margra mati myndi það ckki að sama skapi, skapa hið nána samband milli kirkju og safnaðarheimilis og menn í dag sækjast eftir. Þeir tala um að skipulagið á kirkjulóðinni sé svo gott að ekki megi hrófla við því. Mér sýnist aft- ur á móti það bera framsýni þeirra sem gerðu |retta skipulag gott vitni. Ég trúi llv'í að þeir menn hafi haft í huga að það gæti komið söfniðunum vel að eiga nægilegt land við kirkjuna með frekari óyggingar í huga. En hvað um að byggja á öðrum stað? Þeirri hugmynd hefur verið hreyft að 1 stað þess að byggja safnaðarheimili V|ð núverandi kirkju, þá ætti að byggja nýja kirkju og safnaðarheimili annars staðar í bænum. (Sjá m.a. viðtal við Harald Valbergsson í Víkurfréttum 2. feb. s.l.). Ég er sammála Haraldi í því, aÖ það sé þöif á því að gera ráð fyrir nýrri krikju í framtíðinni hér í bæ og er myndar gert ráð fyrir því í tillögum að nýju aðalskipulagi sem nú er í vinnslu. Samt sem áður tel ég það ekki geta komið í stað safnaðarheimilis við nú- Á þessari mynd sést það sjónarhorn er blasir við frá Kirkjulundi og þegar komið er upp Norðfjörðsgötu. verandi kirkju. Sú kirkja er frábærlega vel staðsett í núverandi byggð sem í dag telur um 7500 manns. Þetta er ein af stærstu sóknum landsins. Kirkjan sjálf var byggð árið 1914 og rúmaði þá alla íbúa bæjarins! Það svæði, sem hin nýja kirkja mun væntanlega rísa ,mun hugs- anlega rúma hátt í það jafnmarga íbúa! Það er því augljóst að hin nýja kirkja og nýtt safnaðarheimili er bygging fyrir framtíðina. Hvað á að ráða mestu um örlög safnaðarheimilisins? í mínum huga er valið auðvelt. Kellavíkursöfnuður sem er eigandi að kirkjulóðinni vill byggja safnaðarheim- ili á lóð sinni. Lóðin er það stór, að kirkjan og hið nýja safnaðarheimili tek- ur aðeins um 22% af lóðinni. Það lá því fyrir strax í upphafi að það mætti auð- veldlega búa til nýtt skipulag fyrir lóð- ina. Skipulagsncfndin vildi því frá upp- hafi liðsinna sóknamefndinna við nauð- synlegar skipulagsbreytingar. Nefndin fór |xi fram á það að við staðsetningu bygginganna á lóðinni yrði tekið tillit til núverandi skipulags lóðarinnar og næsta nágrennis. Nefndin samþykkti síðan fyrir sitt leyti þá tillögu sem á endanum lá fyrir. I mínum huga var það skipulagslega mun betri lausn heldur en að byggja safnaðarheimili á Skjaldar- lóðinni. Hér vil ég að lokum bæta því við, að ég tel það vera hlutverk skipu- lagsnefndar að aðstoða þá eftir ffemsta megi sem lil hennar leita. Persónulega tel ég líka að það muni verða bænum og íbúum hans til mikils ffamdráttar að myndarlegt safnaðarheimili rísi í hjarta bæjarins. HH. Auglýsing um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar vegna alþingiskosninga 8. apríl 1995. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninga þann 8. apríl n.k. verður sem hér segir á skrifstofu Sýslumannsins í Keflavík, Vatnsnesvegi 33, Keflavík og Víkurbraut 25, Grindavík (hjá aðstoðaryfirlögregluþjóni): Frá 13. febrúar til 31. mars, alla virka daga frá kl. 9:00 til kl. 12:00 og frá 13:00 til kl. 15:30. Frá 3. apríl til 7. apríl verður opið frá kl. 9:00 til kl. 12:00 og frá kl. 13:00 til kl. 18:00. Á kjördag, laugardaginn 8. apríl n.k. verður opið frá kl. 10:00 til kl. 12:00. Keflavík 3. febrúar 1995 Sýslumaðurinn í Keflavík FAXI 11

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.