Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1995, Blaðsíða 14

Faxi - 01.01.1995, Blaðsíða 14
Sigurður með því að vísa í bréf sem í lok nóvember var sent til hluthafa í félaginu: A fundu stjómar Eignarhaldsfélags Suðurnesja hf. að undanförnu hefur verið rætt um framtíð félagsins og hvernig félagið geti sem best þjónað hlutverki sínu. Eins og fram kom á aðalfundi félagsins sem haldin var 25. apríl s.l. hefur félagið að mestu nýu fjármuni sína til skulda- og hlutabréfakaupa í atvinnulífinu hér á Suðurnesjum þ.e. 104 milljónum af 115 milljónum af innborguðu hlutafé. Mikið er leitað til félagsins þrátt fyrir að upplýst hafi verið að fjármagn sé ekki lengur til staðar og liggja 13 áhugaverðar hugmyndir óafgreiddar hjá stjóm félagsins og má hér nefna: Hugmyndir um Loðnuverksmiðju í Helguvík. Kaup á hlutafé í fyrirtæki sem ætlar að reka úthafstogara. Lán eða hlutafjárkaup í Stakksvík vegna samninga við fyrirtæki um fiskvinnslu í húsnæði Stakksvíkur. Lán til tveggja fyrirtækja í Garðinum. Aðrar smærri hugmyndir. Sveitarfélögin og stofnanir þeirra eru langstærstu hluthafamir í félaginu og á aðalfundi Sambands sveitar- félagaá Suðurnesjum þann 16. - 17. september s.l. segir m.a. í ályktunum um atvinnumál: „Fundurinn leggur á það áherslu að eignaraðilar efli enn frekar Eignarhaldsfélagið h.f. þannig að það geti betur sinnt sínu hlutverki til eflingar atvinnulífi á Suðumesjum“. Innan stjómar Eignarhaldsfélagsins hafa einkum verið rætt um þrjár leiðir sem til greina koma til að efla félagið og hafa þær verið í skoðun hjá endur- skoðenda og lögfræðigi félagsins: 1. Að eignaraðilar auki hlutafé sitt í félaginu. I dag er skráð hlutafé kr. 115,5 milljónir og með vísan til samþykkta félagsins hefur stjómin nú heimild til að auka hlutaféð í allt að kr. 200 milljónir. Ef um frekari aukningu hlutafjár væri um að ræða þarf samþykki hluthafafundar. Til þess að taka á málefnum þeim sem að ofan eru nefnd væri nægjanlegt að ná upphaflegum markmiðum félagsins þ.e. að styrkja atvinnulífið á Suðurnesjum með kr. 200 milljónum. Hluthafar geta aukið hlutafé sitt með beinum framlögum og sveitarfélögin geta á sama hátt aukið sitt hlutafé með lántöku á vegum Sambands sveitarfélaga á Suðumesj- um. 2. Að félagið sjálft taki lán. Þessi leið skuldbindur ekki eigendur til að leggja fram nýtt fjármagn. Til að tryggja sem hagstæðustu kjör á lána- markaði legði félagið fram tryggingar í eignum sínum (hlutabréfum og verðbréfum). Hinu er ekki að leyna að með þessari aðferð yrði að setja þetta fé til endurlána eingöngu. 3. Að eigendur greiði árleg framlög til félagsins sem aukið hlutafé. Hér vísast til áður framkomina hugmynda sem byggir á fyrirkomulagi Iðn- þróunarsjóða Suðurlands. Um er að ræða fast framlag t.d; 1. Fast framlag á íbúa 2. Fösl prósenta af tekjum við- komandi sveitarfélags. A Suðurlandi er miðað við 1% af skatttekjum og myndi þetta hlutafé verða um kr. 12.000.000,- á ári hér á Suðumesjum. 3. Öðmm eignaraðilum verði gefin kostur á að auka hlutafé sitt. Þessi leið er áhugaverð en mun ekki verða til þess að Eignarhaldsfélagið geti tekið á þeim fyrirspumum sem nú bíða úrlausnar. Það er niðurstaða stjómar að miðað við þær upplýsingar sem fram koniu á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga nýverið um fjárhagsstöðu sveitarfélaga á landinu, þá telur stjómin vænlegast að félagið taki sjálft lán og að eigendur auki árlega hlutafé sitt (Sjá leið 2 og e lið 3 hér að framan). Leið 2 tryggir Eignarhalds- félaginu fé til frekari átaka í atvinnu- lífinu á Suðurnesjunum og leið 3 tryggir aukið hlutafé í áföngum þar til markmiðum félagsins er náð. Stjórnin leggur á það áherslu að ákvarðanatöku verði hraðað sem kostur er. Boðað verður til hluthafa- fundar í framhaldi af svömm eigenda. Hvers konar slaifsemi er það helst sem að þínu mati œtti að fá stuðning frá Eignarhaldsfélaginu? Fullnaðarverkun á físki gefa okkur flest störfin. í þessari grein erum við Islendingar vel heima. Fríiðnsvæðið og stóriðja eru góðar hugmyndir - góð viðbót en Eignarhaldsfélaginu er ætlað að styðja við smærri einingar og hugmyndir sem eflt gætu atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Hvernig finnst þér að félaginu hafi almennt verið tekið? Eiganrhaldsfélagið h.f. hefur fengið góðar viðtökur. Umsóknarfjöldinn talar sínu máli. Við verðum að berjast gegn atvinnuleysi með öllum tiltækum ráðum og við megum heldur ekki gleyma því, að stöðugt fjölgar á atvinnumarkaðinum. Við þökkum Sigurði fyrir spjallið og væntum þess að lesendur Faxa séu nú nokkru nær um jretta sérstaka átak sem í gangi er hér á svæðinu. m. Taktu markvissa stefnu í sparnaði! Sparileiðir íslandsbanka byggja á þeirri einföldu staðreynd að því lengur sem þú lætur sparifé þitt standa óhreyft, því betri ávöxtun færð þú. ÍSLANDSBANKI 14 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.