Faxi

Årgang

Faxi - 01.02.1996, Side 2

Faxi - 01.02.1996, Side 2
1. TÖLUBLAÐ - 56. ÁRGANGUR Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík. Afgreiðsla: Vatnsnesvegur 2, sími 421 ll 14. Blaðstjóm: Helgi Hólm ritstjóri. Kristján A. Jónsson aðstoðarritstjóri, Magnús Haraldsson, Kristján Gunnarsson og Karl Steinar Guðnason Hönnun, setning, umbrot, litgreining, filmuvinna og prentun: Stapaprent hf. Grófin 13c, Kellavík, sfmi 421 4388 Meðal efnis: Æskan og kirkjan Ása-tríóíð í Kerava Upphaf og örlög heímsíns Apótek Keflavíkur 45 ára Örnefní og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi Ötskríft nemenda við Fjölbrautaskóla Suðurnesja FORSÍÐ UMYNDIN Forsíðwnyncl Fcixa að pessu sinni er af luisi Apóteks Keflavíkur en um þessar mundir eru 45 ár frá því johan Ellerup opnaði apótek í bœnum. Fyrir nokkrum dögum var síðan tekin í notkun ný við- bygging og snýr hún að Tjamargötunni. Sjá nánar í grein inn í blaðinu. Mynd- ina afapótekinu tók Heimir Stígsson einn sólbjartan dag fyrir skömmu, þegar veturinn gerði stuttan stans í Keflavík. Leiðari: 55 árgangar Faxa að baki Með þessu tölublaði hefst 56. árgangur Mánaðarblaðsins Faxa. Útgefandi blaðsins er Málfundafélagið Faxi sem stofnað var í Keflavík árið 1939 og starfar ennþá affull- um krafti. Þegar félagið var stofnað voru miklir umbrotatím- ar og þótti Faxafélögum sem málefnum Faxa vœru lítil skil gerð í fréttamiðlum þess tíma. Þeir hófu því úitgáfu á Faxa með það að leiðarljósi, að blaðið mœtti vera vettvangur, þar sem bryddað vœri uppá framfaramálum og tíunduð þau tíð- indi sem sagan œtti að geyma. Þegar flett er í gegnum hina 55 árganga blaðsins, þá er ekki annað að sjá, en að mark- miðum frumkvöðlana hafi verið mætt. Á síðum Faxa hafa margar góðar hugmyndir fyrst séð dagsins Ijós og þar hafa einnig geymst margar þýðingarmiklar heimildir um lífog störfíbúa Suðurnesja. Á vit nýrrar aldar Aðeins fá ár eru eftir þar til tuttugasta öldin rennur sitt skeið. Þessi öld hefur verið merkileg fyrir marga hluta sakir - mest þó fyrir þá miklu tœkniþróun sem orðið hefur á seinni hluta aldarinnar. Þegar horft er til 21. aldarinnar veltir maður því fyrir sér, hvort tœknikunnátta mannsins muni áfram fleygja f am með sama hraða. Ekki er ólíklegt að svo verði og verður þá forvitnilegt að fylgjast með þeirri þróun. í samvinnu við Bókasafn Reykjanesbœjar er verið að vinna efnisyfirlit Faxa frá upphafi. Stefnt er að því að gefa það efn- isyfirlit út á prenti, en í takt við nýja tíma er einnig í bígerð að gera mönnum kleift að nýta sér efnisyfirlitið í gegnum Internetið. Efþað gengur upp, þá yrði það merkur áfangi í starfi blaðsins. Flestir skólar landsins og fest bókasöfn eru tengd við tölvunet og því ætti þetta að auðvelda fólki að nýta sér heimildir úr blaðinu.

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.