Faxi - 01.02.1996, Blaðsíða 12
Séö yfir lyfjaafgreiðsluna. Aöstaöa
lyfjafræöinganna og afgreiðslufólksins
er hin besta og sömuleiðis ágæt aðkoma
fyrir viðskiptavinina. Hinar fallegu inn-
réttingar sem Héöinn og Asgeir smíð-
uðu skapa mjög fallegan ramma iim af-
greiðslusvæöið. Ljósm. Emil Páll/Suð-
urnesjafréttir.
Laugardaginn 3. febrúar var tekin í
notkun glæsileg viðbygging við Apó-
tek Kellavíkur jafnframt því sem
gerðar höfðu verið endurbætur á
eldri afgreiðslusal. Apótek Keílavík-
ur sem er til húsa að Suöurgötu 2 í
Kellavík hefur verið einn af hinum
fóstu punktum í tilveru Suðurnesja-
manna undanfarin 45 ár, en apótck-
ið var stofnað þann 7. febrúar árið
1951. Tveir apótekarar hafa komið
við sögu þess, Johan Ellerup sem
stofnaði apótekið, og Benedikt Sig-
urðsson sem tók við rekstrinum árið
1978. Eftir því sem læknavísundun-
um fleygir fram eykst framboð
hverskonar lyfja og eru í dag fram-
leidd lyf sem veita viðnám við sjúk-
dómum sem áður voru taldir nær
því ólæknandi. Með þetta í huga þá
er það ekki svo undarlegt, hvað við
eigum oft erindi í apótekið. Það var
Valdemar Björnsson sem byggði
húsið að Suðurgiitu 2 og þykir húsið
ávallt sóma sér vel þarna í hjarta
bæjarins. Johan Ellerup hóf rekstur
apóteksins eins og áður sagði þann
7. febrúar 1951. Jóhann rak einnig
Efnagerð Austurlands og fór sú
starfsemi m.a. fram í skúrbygging-
um á lóð hússins. A cfri hæð hússins
var íbúð lyfjafræðings.
12 FAXI
Úr afgreiðslunni í nýju viðbyggingunni. Innst í salnum er hinum ýmsu sjálfsafgreiðsluvörum hagan-
lega komið fyrir.
Um Ieið og hin nýja bygging var tekin í notkun var einnig tekinn í notkun nýr tölvubúnaður, Það vill
nú stundum taka nokkurn tíma að ná tökum á slíkum búnaði. Á innfelldu myndinni er Sólveig
Hanna Brynjarsdóttir að nota búnaðinn og hinar dömurnar fylgjast vel með. Frá vinstri eru þær
Unnur Þorsteinsdóttir, Sólveig Sigfúsdóttir, Sólveig og Þórdís Herbertsdóttir.
Ljósm. Emil Páll.