Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.02.1996, Qupperneq 13

Faxi - 01.02.1996, Qupperneq 13
 FAXI FliIíltÍAIt l!l!lli Fjórum árum eftir að Benedikt tók við apótekinu gerði hann miklar breytingar á húsnæðinu, og gerði það kleiít að stol'na sérdeild með snyrti- vörur. Afgreiðslusalurinn var stækkaður nærri tvöfalt, og bæði kjallari og el'ri hæðin tekin undir starfsemina. Þá v°ru og rifnar skúrbygging- ttmar á lóðinni. Með þessum breytingum töldu þau hjón að ekki þyrfti að stækka húsnæð- 'ð um langa framtíð. En annað hefur komið í Ijós. Viðskiptin hafa vaxið ört og nýjar vörur hafa kallað á æ meira pláss. Það var því fyrir tveimur árum að undirbúningur hófst að enn ehtni stækkuninni. Og að þessu sinni var ákveðið að hyggja við húsið. Tekin var akvörðun um að byggja um 120 m2 viðbyggingu meðfram Tjarnargötunni. Hönnun viðbyggingar- innar var í höndum Magna Baldurssonar arkitekts, burð- arteikningar gerði Verkfræði- stofa Suðurnesja og raf- niagnsteikningar Rafmiðstöð- m. Byggingamefnd veitti leyft iyrir byggingunni þann 20. október 1994 og var hafist handa Ojótlega eftir það. Fjöldinn allur af iðnaðar- mönnum hafa komið að bygg- ingunni og eru það eftirtaldir sem ásamt starfsfólki sínu hafa annast hina helstu verk- þætti. Byggingarmeistari var Hjalti Guðmundsson, rafvirki var Sverrir Guðmundsson, múrari var Stefán Jónsson og pípulögn annaðist Rörvirki sf. Málning var í höndum Jóns D. Ólafssonar, Gísli Wium sá um uppsetningu kælikerfts og tölvukerfið er frá Hugtaki sem hefur sérhæft sig í þjónustu við apótek. Hið nýja húsnæði apóteks- ins er allt hið glæsilegasta og ber það iðnaðarmönnunum og höfundum verksins gotl vitni. Snyrtivörudeildin verður nú staðsett í álmunni Suðurgötu- megin og þaðan er síðan hægt að ganga beint yfir í afgreiðslu sjálfs apóteksins. Við þessa stækkun snyrtideildarinnar verður hægt að auka þar þjón- ustu við viðskiptavini, m.a. með auknum kynningum. Jafnframt er hægt að bjóða uppá meira vöruúrval. Við þessa stækkun hefur aðstaðan jafnt lyrir viðskiptavini sem starfsfólk batnað til muna og er nú m.a. mun meira úrval af sjálfsafgreiðsluvöru. Er ekki vafi á því að Suðumesjamenn munu kunna að meta þessa auknu þjónustu þessa rótgróna fyrirtækis. I hófi sem haldið var við opnun hins nýja húsnæðis sagði Benedikt apótekari frá því, að víða hefði verið leitað fanga, þegar velja átti innrétt- ingar fyrir húsnæðið. Víða í Evrópu, sérstaklega í Þýska- landi og á Italíu, eru fyrirtæki sem sérhæfa sig í slíkum inn- réttingum og mjög auðvelt er að flytja inn slíkar innrétting- ar. Þegar síðan upp var staðið, þá kom í Ijós að besti kostur- inn var að skipta við sömu tré- iðnaðarmenn og hann hefði ávallt gert, Trésmiðju Héðsins og Asgeirs í Njarðvík. Hefðu þeir líka skilað frábæru verki. I ræðu sinni hrósaði Benedikt öllu því fólki sem að verkinu hefði komið og ekki hvað síst hrósaði hann starfsfólki apó- teksins sem hel'ði unnið sín störf að undanfömu við erfið- ar aðstæður og leyst þau frá- bærlega af hendi. Sagði hann það gæfu fyirtækisins að hafa ávallt haft hæfu starfsfólki á að skipa. Óhætt er að taka undir þau orð og jafnframt er við hæfi að óska Benedkt, Heiðrúnu Þorgeirsdóttur konu hans og öllu starfsfólkinu til hamingju með nýja húsnæðið. Helgi Hólni. FAXI 13

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.