Faxi - 01.02.1996, Side 5
FAXl FEBRHAR1996
Héraðsfundur Kjalanessprófastsdæmis 1995:
Æskan og kirkjan
Að þessu sinni var héraðsfun-
dur Kjalamessprófastsdæmis
haldinn 30. sept. í sumar-
húðum KFUK, í Vindáshlíð í Kjós, í
boði Sunrarbúðastarfsins.
Eftir morgunhressingu fór fram
helgistund í kirkiunni-Hallgríms-
kirkju í Vindáshlíð- í umsjá Hlíðar-
kvenna.
Því næst setti prófastur, sr Bragi
Friðriksson, fundinn en fundarstörf
fóru fram í íþróttahúsi og matsal stað-
arins.
Yfirlitsræða prófasts
í yfirlitsræðu sinni sagði prófastur
m.a.
„Nú er ykkur fagnað hér í Vindás-
hlíð. Það er nýmæli, því að aldrei hefur
héraðsfundur farið fram á þessum stað.
Tvennt kemur þar til. í fyrsta lagi tel ég
vel við hæfi, að fulltrúar safnaðanna
kynnist því merka æskulýðsstarfi, sem
um áratugi hefur verið unnið hér. Og
samtímis vil ég nefna Kaldársel, er hélt
upp á sjötíu ára afmæli sitt 25. júní s.l.
°g var mér boðið að flytja þar
hugvekju. Báðir þessir staðir eru innan
Kjalarnessprófastsdæmis og þangað
hafa börn og unglingar komið og dval-
ið sér til þroska og trúarlegrar uppbyg-
gingar. Við þökkunt KFUM og K það
göfuga starf. í öðru lagi er gott að
mega koma hingað til að ræða
málefnið: „Kirkjan og æskan“...
Umræðuefnið er sínýtt og ávalll jain
mikilvægt. Heilög ritning víkur oft að
hinum ungu og þörf þeirra.
-Með hverju getur ungur maður
haldið vegi sínum hreinum? (Ds.
■19,9). Biblían birtir þá spumingu,
sem hlýtur ávallt að leita á liugi forel-
dra og þeirra, sem á einn eða annan
hátt vinna í skólum eða í félögum að
andlegri og líkamlegri velferð
æskufólks. Og ritningin gefur einnig
svar sitt. Vegi sínum getur ungur
rnaður haldið hreinum, „með því að
gefa gaum að orði Guðs“.“ Ég leita þín
af öllu hjarta lát mig ekki villast frá
boðum þínuni" (Ds. 119,10). Þessi
ákvörðun og þessi bæn bjó í huga ungs
manns. Hina fullkomnu mynd sjáum
við þó hjá Jesú Kristi. Biblían segir um
æsku hans: „Og Jesú þroskaðisl að
Prófastur sr. Bragi Friðriksson stjórnar héraðsfundi í íþróttahúsi surnar-
búðanna í Vindáshlíð.
visku og vexti og náð hjá Guði og
mönnum". (Lk. 2,52). Og síðan talaði
hann til ungra lærisveina sinna og
sagði: „Ég er vegurinn, sannleikurinn
og líftð. Enginn kemur til Föðurins,
nema fyrir mig“. (Jóh. 14,6)...
Rómverjar hinir iörnu töluðu um
heilbrigða sál í hraustum líkama. Jesús
þroskaðist að visku og vexti. Er það
ekki markmið okkar allra, að svo megi
verða um líf hinna ungu? Ég hygg að
svar okkar sé jákvætt við þessari
spurningu. Þá eigum við samleið,
kristnir menn, hvar sem starf okkar er
annars unnið að þessu marki. Það
verður því hugleitt hér í dag og ég
þakka þeim, sem hafa inunu framsögu
um þetta mál. Það er von mín, að fun-
durinn bendi á færar leiðir fyrir kirkju-
na og söfnuðina til að auka sitt
æskulýðsstarf og jafnframt að styðja
drengilega þá aðilja, sem vinna að heill
og heilbrigði æskufólks til sálar og
líkama.
Minning og þökk
„Á hverju ári kveðja vinir. Við
blessum minningu þeirra með þökk
fyrir líf þeirra og störf í þágu kirkju
samtíðar. Ástvinum biðjum við styrks
og blessunar". Að svo mæltu minntist
prófastur sérstaklega eftirtalinna
nýlátinna forustumanna í kirkjustarfi
héraðsins: Auðar Tryggvadóttur,
Garði; Svavars Ámasonar, Grindavík;
dr. Þóris Kr. Þórðarsonar, Reykjavík;
Gests Magnúsar Gamalíussonar,
Hafnarfirði, Sesselju Erlendsdóttur,
Hafnaríirði og sr. Tóns Einarssonar í
Saurbæ.
Frá héraðsnefnd
Helstu þættir starfsins á liðnu ári:
1. Nefndin vinnur að tillögum urn
stefnumótun kirkju og lista.
2. Héraðsnefnd helúr náið samráð
við Ellimálanefnd þjóðkirkjunnar. í
ráði er nú að efna til fræðslufunda í
prófastsdæminu um málefni eldri
borgara.
3. Skipuð hefur verið sérstök
æskulýðsnefnd undir forsæti sr. Bjama
Þórs Bjarnasonar. Aðalefni þessa fun-
dar -“Kirkjan og æskan“- er liður í
staríi nefndarinnar.
4. Tónlistarmál og samvinna kóra
og organista eru einnig í höndum
sérstakrar nefndar. Hæst ber ljölsótt og
vel heppnað kóramót í Grindavík og
tónleika í Vídalínskirkju í Garðabæ 1.
apríl.
5. Sérstakur hópur innan prófasts-
dæmisins vinnur nú að kristniboðs- og
hjálparstarfi.
6. Á þessu ári lýkur tjögurra ára
stofnstuðningi héraðssjóðs við
Fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Við
næstu fjárhagsáætlunm verður skoðað
hvort eðlilegt sé að gera breytingu þar
á.
7. Hópslysanefnd nýtur stuðnings
prófastsdæmisins og situr sr. Jóna
Kristín Þorvaldsdóttir í henni af okkar
hálfu.
8. Sr. Örn Bárður Jónsson og Böðv-
ar Guðmundsson, hagráðnautur
skiluðu héraðsnefnd starfsmati sínu.
Ákveðið var að kynna það biskupi
íslands og fara fram á forgöngu hans í
framkvæmd þessara mála innan kirkj-
unnar.
Alnienn fundarstörf
Eftir að prófastur hafði fylgt yfir-
litsræðu sinni úr hlaði lagði Ágúst
Karlsson, gjaldkeri héraðssjóðs, fram
reikninga og skýrði þá. Síðan vom
fluttar skýrslur úr einstökum sóknum
og Helgi K. Hjálmsson, formaður leik-
mannaráðs, flutti fréttir trá Leik-
mannastefnu.
Kirkjan og æskan
Þá var koinið að aðalumræðuefni
fundarins að þessu sinni „Kirkjan og
æskan".
Framsögumenn voru: Sr. Bjami Þór
Bjarnason, héraðsprestur, Gunnar
Einarsson, skólafulltrúi og íþrótta-
leiðtogi, Kristín Einarsdóttir, aðstoðar-
skátahöfðingi og sr. Ólafur Jóhanns-
son, sóknarprestur.
Framsögunrenn lögðu m.a. áherslu á
að nálgsast efnið með það að mark-
miði að kanna viðhorf og væntingar
æskufólks til kirkju sinnar. Að kanna
hvemig kirkjan getur í boðun sinni og
starfi orðið ungu fólki að liði til að
finna lífi sínu traustan grundvöll og
farsælan farveg.
Eftir framsöguerindi urðu líflegar
hópumræður. Síðan var komið saman
og gerð var grein fyrir helstu atriðum
úr þeim uinræðum.
Fundarslit fóm fram í kirkju staðar-
ins um kl. 18, að lokinni helgistund,
sem var í umsjón dr. Gunnars Krist-
jánssonar, sóknarprests í Reynivalla-
prestakalli.
Vegna óveðurs, sein m.a. olli
skemmdum á hafnargarðinum í Kefla-
víkurhöfn, vom nokkur forlöll lulltrúa,
einkum af Suðumesjum.
K.A.J.
FAXl 5