Faxi - 01.02.1996, Side 14
FAXI llilílíítll 1990
glæsilegasta, áhorfendur fjölmenntu
og stúlkur úr Fimleikadeild Keflavíkur
sýndu ftmleika. Er talið að milli 6 og
700 áhorfendur hafí sótt leikinn. Um
sjálfan leikinn er það að segja, að
Njarðvíkingar náðu að halda í við
mótherja sína framan af leiknum, en
síðan kom mikill liðsmunur í ljós og
sigruðu Keflvíkingar með 69 stigum
gegn 40. Þar með höfðu þær unnið
sinn fjórða bikartitil á jafn mörgum
árum, en alls hafa þær unnið bikarinn
sjö sinnum og hefur ekkert annað lið
unnið það afrek.
Njarðvíkurliðið er ungt að árum og
þar em leikmenn sem eiga framtíðina
fyrir sér. í liði Keflvíkinganna em
nokkrar af reyndustu körfuknattleiks-
konum landsins ásamt mjög efnilegum
ungum stúlkum sem nú þegar hafa
látið mikið að sér kveða. Er ástæða til
að óska báðum liðum til hamingju með
árangurinn.
Sigurjónsbakarí
- sífelld endurnýjun
Nýlega varð skemmtileg breyting á
afgreiðslu Sigurjónsbakaríi í versl-
uninni Samkaup. Afgreiðslan sem áður
var við innganginn í verslunina er nú
komin innar í salinn og þar hafa verið
settar upp nýjar og smekklegar innrétt-
ingar. Þar nýtur sín vel það mikla og
fjölbreytta úrval af brauðum, kökum
og öðrum vamingi sem þar er seldur.
Við þessa breytingu cru nú bakarís-
vörurnar orðnar sjálfsagður hluti af
innkaupunum og er það mun einfald-
ara og þægilegra fyrirkomulag en áður.
Nýja Bakaríið
Fyrir stuttu urðu töluverðar breyt-
ingar á Nýja Bakaríinu að Hafnargötu
31 í Keflavík. A einni dagstund var
öllu umturnað í afgreiðslunni. Ný
afgreiðsluborð vom sett upp innst í
salnum með tilheyrandi hillum, en út
við glugga vom sett ný borð og stólar
fyrir viðskiptavinina. Geta þeir nú
setið þar og fylgst með fólkinu sem á
leið um Hafnargötuna.. Þama er sem
sagt komið hið skemmtilegasta kaffí-
hús Na la Parisi, þar sem það er ekki
bara þýðingarmikið að fá gott kaffi og
meðlæti heldur þarf maður einnig að
geta skoðað og fylgst með mannlífinu.
Er lítill vali á því, að þetta munu
Suðurnesjamenn og gestir þeirra
kunna að meta.
Keflavíkurstúlkur
- bikarmeistarar í körfu
fjórða árið í röð
Úrslitin í bikarkeppni KKÍ í kvenna-
flokki voru um margt einstök að þessu
sinni. í fyrsta lagi léku til úrslita
Njarðvík og Keflavík og er það senni-
lega í fyrsta sinn utan höfðuðborgar-
inanr að tvö lið úr sama sveitarfélaginu
leika til úrslita í meistaraflokki. í öðru
lagi fór úrslitaleikurinn fram í íþrótta-
miðstöðinni í Garði en ekki í Laug-
ardalshöllinni þar sem slíkir leikir fara
ávallt fram. Félögin höfðu sameigin-
lega undirbúið leikinn vel og nutu við
það góðrar aðstoðar Garðmanna,
sveitarstjórnar, björgunarsveitar sem
annarra. ÖII umgjörð leiksins var hin
Bréff frá þingmanni
Ritstjórí Faxa hefnr farið pess á leit við þingmenn Suðurnesja að þeir
rituðu nokkur orð um lífið og staifið á Alþingi. Kristján Pálsson
ríður hér á vaðið og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.
Þegar ritstjóri Faxafór
þess á leit við mig að rita
stutta grein um störfm á Al-
þingi kom margt upp í hug-
ann. Alþingi hefur að mati
flestra Islendinga þýðingar-
mikið og táknrœnt hlutverk
fyrir sjálfstæði þjóðarinnar.
Frá þessum stað hóf Jón
Sigurðsson forseti baráttuna
fyrir sjálfstæði lslendinga.
Þetta sjálfstæði er okkur öll-
um dýrmætt og í hlutverki
Alþingis að verja það og
styrkja. Virðing mín fvrirAl-
þingi er því mikil og stöif
þess mikilvæg.
Eftir að hafa setið í sveit-
ar- og bæjarstjómum í 17 ár
semfulltrúi eða bæjarstjóri
hef ég kynnst gangi mála
varðandi erindi sveitarfé-
laga í gegnum Alþingi og
samskipti við stofnanir ríkis-
ins. Það þótti því eðlilegast
að ég veldist í þær nefndir
þingsins sem fjalla um sveit-
arstjómir, þ.e. félagsmála-
nefnd, samgöngunefitd og
allsherjamefnd. Að vísu er
mín menntun og starfsvett-
vangur einnig í sjávarút-
vegsmálum sem sjómaður
og útgerðannaður. Það var
því ánægjulegt fyrir mig að
fyrsta stóra málið í uppliafi
kjörtímabilsins var einmitt
endurskoðun laga um stjórn
fish’eiða. Mikill hiti var í
kringum þetta mál og fjöl-
menntu tríllukarlar á þing-
palla. I þessu ntáli kont vel í
Ijós, hvemig þingmenn
skiptust í afstöðu sinni, oft
eftir búsetu. í Sjálfstæðis-
fiokknum voru skoðanir
þvers og kruss í málinu, eða
alltfrá kvótasetningu á trill-
ur ífrjálsar veiðar. Lending-
in var málamiðlun. Þessi
mörgu ólíku sjónarmið
komu mér á óvart. Þing-
menn sem hafa ákveðnar
skoðanir og sanngjamarfá
yfirleitt miklu áorkað. Störf
þingnefnda eru að mínu áliti
mjög vönduð og mikið lagt
upp úr samráði við liags-
munaaðila og fúlltráar
þeirra kallaðir áfundi
nejhdanna til skoðanaskipta.
Starfshættir þingsins hafa
sannfært mig um að leitast
er við af einlægni að leita
bestu lausna.
Málefiti kjördæmisins eru
mér ávallt ofarlega í liuga
og þá ekki hvað síst atvinnu-
málin. Það var ánægjulegt
að stækkun álversins i
Straumsvík er orðin að
veruleika. Fjöldi annarra
ntála til lausnar eifiðu at-
vinnuástandi eru í vinnslu
lijá þingmönnum og fyrir-
tækjum. Almennur skilning-
u r er fyrirþví í dag að at-
virmulífið komist á skrið.
Onnur framfaramál sem
Suðumesjamenn hafa lengi
barist fyrir eins og endur-
bætur á Reykjanesbrautinni
og tenging út í Garð og
Sandgerði eru einnig á
góðri leið. Það er trú mín
að lýsing Reykjanesbrautar
sé á næsta leyti enda þing-
menn kjördæmisins á því
máli. Eg hefþá bjargfostu
trú að atvinnumál kjördæm-
isins og önnur hagsmuna-
mál þróist farsællega á yfir-
standandi kjörtímabili.
Ég vil nota tækifærið og
óska lesendum Faxa far-
sældar á jiessu nýbyrjaða
ári með kærri jiökk fvrir
ánægjulega samvinnu á
liðnum árum.
Kristján Pálsson,
alþingismaður.
14 FAXI