Faxi

Årgang

Faxi - 01.02.1996, Side 18

Faxi - 01.02.1996, Side 18
„Ðdmessan" kafli úr vinnuhandriti leikrits eftir Hilmar fónsson um eldklerkinn Jón Steingrímsson 8. ÞÁTTUR:PRESTSBAKKI í GOSINU Þórnnn liggur í rúminu.Séra Jón situr hjá henni.Jón Sigurðsson vinnumaður kemur inn. Jón Sigurðsson vinnumaður:Jón,séra Jón Jón Steingrímsson:Hvað ber nú við nafni minn? Jón Sigurðsson-.Eldurinn, eldurinn. Jón Steingrímsson:Talaðu drengur. Jón Sigurðsson:Við Jón Eiríksson fórum að Skaftárgljúfri í inorgun. Jón Steingrímsson:Vissi ég það. Jón Sigurðsson:Þar er nú ægilegt flóð- hraunflóð-aldrei meira síðsn þetta gos byijaði.Er þetta heimsendir,séra Jón? Jón Steingrímsson:Ekki veit ég það,drengur minn.En ekki var það heimsendir þá Katla gaus hér um árið og var það þá töluverður fyrirgangur. NonnkÞú spáðir heimsendi í kirkjun- ni. Jón Steingrímsson:Mér var sagt í draumþað ég væri lélegur kennimaður og bent á Jesæja,þann mikla spámann og sjáanda og satt er það:mikil er nú reiði guðs.Það sér hver heilvita maður.Svart duft fellur úr lofti,stórvötn eins og Skaftá gufa upp,ógurlegir skjálftar og brestir eru daglegt brauð.En enginn heimsendir trúi ég að sé í nánd, þótt mig hafi dreymt Jesæja. En lýstu betur því sem fyrir augu bar. Nonni:Við stóðum upp á gljúfur- bakkanum og sáum glóandi hraunið koma líkt og stórfljót og þvílíkir bre- stir.... Jón Steingrímsson:Prófaðirðu að kasta grjóti út í iðuna? Nonni:Nei,til hvers? Jón Steingrímsson:Fleiri eru nú hræd- dir en þú,Nonni minn.Ef það grjót,sem kastað er í elfina,bráðnar ekki,þá er okkur óhætt hér undir þes- sum fjöllum og á þessu svæði.Ef hins vegar grjótið bráðnar,þá kámar gamanið og ég þori ekki að hugsa þá hugsun til enda. Þórunn vaknar:Varstu nokkuð að 18 FAXI segja,séra Jón? Jón Steingrímsson:Nei,Þórunn mín.Ég var bara að tala við nafna minn,sem segir nýjar fréttir af gosinu. Þórunn:Og þær eru.... Jón Steingrímsson:í nótt brann kirkjan íHólmaseli. Þórunn:Og hvað varð um prestinn og hansfólk..? Jón Steingrímsson:Hann Bjama... Hann er flúinn.Jón okkar á Lyngum flutti hann yfir Kúðafljót. Þórunn:Bjarni var nú aldrei mikill bógur. Jón Steingrímsson:Það var orðið.Bjarni var og er ekki mikill bógur,þótt hann tali og láti mikið.Hann hafði ekki einu sinni dug í sér til að bjarga klukkunni-þessari frægu klukku úr Þykkvabæ. Þómnn: Hvað verður um okkur? Við björgumst með Guðs hjálp.Við höfum ennþá nógan mat.enda þótt margir leiti hingað. Þórunn: Er hér engin hætta? Jón SteingrímssomVíst er hætta hér, ef gosið heldur áfram með sama ofsa. I Ulfarsdal em nú yfir tuttugu bál í gangi og nú rennur hrunið niður Meðalland og einnig hingað .Skál er horfin .Holt er brunnið og Hunkubakki í mikilli hættu.. ÞórunmSendu Katrínu og Helgu í burtu. Jón:Ég hefi talfært það við þær.Önnur þeirra vill vera hjá mér í vetur,hygg það verði Helga.Nonni minn,villtu ekki huga að kúnum? ÞórunmHvað ætlar þú að gera? Jón Steingrímsson:Ég verð hér á meðan nokkur dregur hér andann. Þómnn:Mér datt það í hug. JómErtu því andvíg? Þú veist ,að ég hefi aldrei gert þér á móti skapi öll okkar búskaparár. Þómnn:Þau em nú senn á enda. JómTalaðu ekki svona. Þómnn:Við skulum horfast í augu við staðreyndir.Minn máttur dvín með hverjum deginum sem líður.Verður nokkuð hey handa skepnunum í vetur? Jón:Með þessu áframhaldi verða vart margar skepnur í vetur.Þú svaraðir mér ekki áðan. ÞórunmVíst svaraði ég þér áðan.Hér er þinn söfnuður Jón.Enginn góður hirðir yfirgefur sinn söfnuð síst af öllu,þegar hætta steðjar að.Farðu nú og leggðu þig.Mig grunar að þú hafir ekki sofið mikið síðustu dægur. Jón:Þórunn,mannstu,þegar ég kom uppí til þín fyrst á Reynistað? ÞórunmÁ meðan ég lifi. Jón:Það verður mér lítt bærilegt lífþegar þú ert farin. Þórunn:Reyndu að sofna ,vinur.Réttu mér sálmabókina. Jón:Þómnn,hvernig geturðu verið svona róleg.Nú er dagur reiðinnar.Það er verið að refsa okkur-líka okkur tveim. Þórunn:Fyrir hvað? Jón:Ósiðlegt líferni.Ég tók þig fryllu- taki og sveik aðra konu. ÞórunmHvenær ætlar þú,Jón,að hætta að iðrast þess að elska mig? Áður en þú komst á Reynistað,Jón,var ég tekin fryllutaki- hvað oft? Alltaf þegar maðurinn minn var heima.Hvað oft var mér nauðgað? Alltaf þegar maðurinn minn var

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.