Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.02.1996, Qupperneq 20

Faxi - 01.02.1996, Qupperneq 20
FAXIFEBRÚAR1996 FIÖLBRAUTASKÓLl SUDURNESIA HAUSTUNN1995 Yfirlit Oddnýar Harðardóttur aðstoðarskóla- meistara um skólastarfið á önninni. Nemendur í dagskóla voru 750 í upphafi annar. Kennarar voru 57 og aðrir starfsmenn vom 5 fyrir utan ræstingafólk en verktakafyrirtækið SS hrein- gerningar sjá um þrif á skólanum. Hjálmar Amason skólameistari fékk leyfi frá störf- um við skólann vegna setu hans á þingi. Nýr skóla- meistari er Olafur Jón Ambjömsson. Þær breytingar urðu á kennaraliði að Borgþór Am- grímsson og Magnús Hallbjörnsson fengu launalaust leyfi, Borgþór fór til Bmssel en Magnús í nám við Háskóla íslands. Guðný Amadóttir frönskukennari hvarf til annarra starfa. Við þökkum Guðnýju vel unnin störf í þágu skólans. Nýir kennarar em: Sigrún Þorvarðardóttir ís- lenskukennari, Jómnn Tómasdóttir frönskukennari, Sturla Bragason tölvukennari og Guðmundur Brynj- ólfsson leiklistarkennari. Nýir stundakennarar vom þau Hrannar Hólm, Beate Buttler, Signý Guðmunds- dóttir og Guðbjörg Jónsdóttir en hún tók einnig að sér undirbúningsstörf fyrir starfsmenntabrautir. Þau Guðmundur, Hrannar, Signý og Guðbjörg em öll fyrrverandi nemendur skólans. Skólaritarinn Helga Oskarsdóttir hvarl' til annarra starfa á önninni en Jóhanna Björnsdóttir kom í henn- ar stað. Við þökkum Helgu vel unnin störf í þágu skólans. Nemendur í Öldungadeild vom 213, þar af vom um 20 nemendur sem bæði stunduðu nám í dagskóla og öldungadeild. Nemendur í öldungadeild hafa aldrei verið fleiri og voru kenndir 32 áfangar. Einnig vom undirbúin nokkur próflaus námskeið og næg þáttaka fékkst í spænskunámskeið, sauma- námskeið, myndpijón, logsuðu og tölvunámskeið. Það er von okkar að fullorðinsfræðsla, endur- og símenntun verði vaxandi hluti skólastarfsins og er undirbúningur komin nokkuð á leið. Við höfum kannað þörf fyrir fræðslu starfsmanna stærri fyrir- tækja á Suðurnesjum og höfum fengið leyfi tölvu- nefndar til að kanna þörl'fyrir fullorðinsfræðslu og þá á hvaða sviðum, á 600 manna úrtki. Einnig höfum við talað við stéttarfélög um samstarf á þessu sviði. Eftir að hafa aflað upplýsinga og unnið úr þeim sjáum við betur hvemig landið liggur og getum von- andi hafið öflugt starf í samvinnu við félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Suðumesjum. 11. deseniber kom Albert Einarsson skólameistari Verkmenntaskólans í Neskaupsstað en hann er nú í leyfi sem skólameistari og starfar í Noregi. Hann flutti fyrirlestur og talaði m.a. um símenntun og menntun kennara sem kenna fullorðnu fólki. Á vegum samstarfs Evrópuþjóða em áætlanir til eflingar menntunar.. Leonardó kallast áætlunin sem á að stuðla að bættri starfsmenntun. Fjölbrautaskóli Suðumesja sótti um tvo styrki á þessu sviði og fékk þá báða þannig að í vor fara 5 nemendur í tréiðn ásamt kennara sínum Bimi Sturlaugssyni til Finn- lands í tveggja vikna námsferð og tveir kennarar skólans fara til Skotlands, Guðbjörg Jónsdóttir til að kynna sér stuttar námsbrautir á verslunarsviði og Konnráð Ásgrímsson til að kynna sér vottun á sviði starfsmenntunar. Á vegum Evrópusamstarfsins kom kennari til okk- ar frá Luxenburg, Guy Pierson og kynnti sér skóla- starfið í tvær vikur. I vor fer svo kennari frá okkur, Baldur Guðmundsson, í heimsókn til Luxenburgar að kynna sér skólastarf þar. Sveinar og meistarar í rafiðnaði komu á fund með skólastjórnendum og kennurum rafiðnaðarbrautar þann 14. nóvember. Þeir kynntu sér námstihögun á brautinni og þá aðstöðu sem við bjóðum nemendunt okkar. Tveir hópar skólastjómenda frá Svíðþjóð komu á önninni. Þetta er þriðja skólaárið sem við fáurn hóp Svía í heimsókn en þeir em að kynna sér rekstur áfangaskóla hér á landi. Það er ánægjulegt að Svíar skuli líta til okkar þegar þeir vinna að skólaumbótum. Nú stendur yfir endurskoðun námsvísis en þeir skólar sem standa að sameiginlegum námsvísi em auk Fjölbrautaskóla Suðumesja: Framhaldsskólamir á Austurlandi, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum, Fjölbrautaskóli Vesturlands og Fjölbrautaskóli Norð- urlands Vestra á Sauðárkróki. Kennarar skólanna hafa farið yllr áfangalýsingar og skilað ritnefnd hug- myndum um breytingar. Nýr námsvísir mun koma út á næstu önn. F Ágætu útskriftamemar. Ég hef alla mína visku úr skóla lífsins sagði gamli inaðurinn við nýstúdentinn og það örlaði l'yrir votti af fyrirlitningu og vorkunnartóni í röddinni. Þetta viðhorf til menntunar hefur verið býsna lífsseigt hér á landi - að það sem í raun skipti okkur máli er reynslan og það sem lærist í skóla sé oftasl í litlum tengslum við amstur hversdagsins - lífið sjálft - og gildir þá einu hvert námið er. Skýringu á þessu má finna í sögu þjóðarinnar og þá sérstaklega þeim atvinnu- háttum sem einkennt hafa þjóðlífið fram á miðja þessa öld. Hér áður var bókvit- ið býsna fjarlægt þeim raunveruleika sem flestir Islendingar bjuggu við - og fá- nýtt samanborið við brjóstvit, reynslu og seiglu þeirra sem ástunduðu það sem kallað var heiðarlegt brauðstrit. Það er heldur ekki laust við að fyrstu verknáms- skólarnir fengju sama dóm þegar þeir voru stofnaðir í lok síðustu aldar - að þeir væm Ijarri raunvemleikanum - lífinu sjálfu. Það má með nokkmm rétti segja að þar mættust tveir ólíkir heimar - tvö við- horf til þess hvað telja mætti gagnlegur lærdómur. Það er einkum tvennt sem segir að þetta viðhorf eigi ekki rétt á sér í dag: I fyrsta lagi hafa atvinnuhættir Islendinga breyst svo mikið að það er einungis lítill hluti þjóðarinnar sem stundar vinnu sem ekki krefst einhverrar skólamennt- unar og sá hópur fer minnkandi rneð hverju árinu. I öðru lagi er skólanám - sem áður var forréttindi fárra orðið að rétti hvers og eins sem þess óskar. Þá er skólinn orðinn opnari gagnvart umhverfinu þó svo vissulega sé enn langt í land á vissum sviðum. Á tímum hægfara breytinga er morgundagurinn lítið frábmgðinn gærdeginum og það sem menn þurftu að kunna til verka hér áður dugði þeim ævilangt. En nú er öldin önnur. Þekking okkar breytist og eykst með ógnar hraða. Landamæri hverfa, heimur- inn minnkar og starfssviðum fjölgar. Skilin milli þess hvað er hagnýtt og hvað er fræðilegt - hvað er starfsnám og hvað er bóknám em óljós og erfiðara að tala um það að einhver hafi endanlega lokið námi. 20 FAXI

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.