Faxi - 01.02.1996, Page 6
Minning:
Jóhann Kristinn Guðmundsson
Fœddur 27. ágúst 1909 - Dáinn 18. októher 1996
Hringbraut 97. Það hefur verið mikið þrekvirki að byggja svo glæsilegt hús.
Guðrún og Jói fluttu inn árið 1947. Myndin er tekin af Skólaveginum og eins
og sjá má er þá litia byggð að sjá ofan Hringbrautar.
Síðastliðið haust, nánar tiltekið þann
18. október lést í Keflavík heiðurs-
maðurinn Jóhann Kristinn Guðmunds-
son. Hann var innfæddur Keflvíkingur,
fæddur þann 27. ágúst 1909 og var því
86 ára þegar hann kvaddi þessa jarð-
vist. Það er ritstjóra Faxa mjög Ijúft að
minnast Jóhanns með nokkrum orð-
um, því Jói Steinku eins og hann var
svo oft kallaður, var einn þeirra manna
sem ávallt lífgaði upp á tilveruna í
hvert einasta skipti sem maður hitti
hann. Ég hef átt margar ánægjulegar
rabbstundir yfir kaffibolla heima hjá
Jóa og Guðrúnu og þessar stundir mun
ég alltaf verða þakklátur fyrir. Jafn-
framt því að rita nokkur fátækleg orð
til að minnast góðs Keflvíkings, þá
birtast hér með gófúslegu leyfi fjöl-
skyldu Jóhanns nokkrar myndir úr
skemmtilegu og merkilegu lífshlaupi
hans.
Eins og áður sagði fæddist Jóhann í
Keflavík og voru foreldrar hans hjónin
Guðmundur Guðmundsson er fæddur
var 3. september 1870 í Hvaleyrar-
holtskoti við Hafnarfjörð og dáinn 6.
september 1935 og Steinunn Jóhanns-
dóttir er fædd var 31. ágúst 1870 á
Litla-Hólma í Leiru og dáin 18. júní
1929. Foreldrar hans bjuggu allan sinn
búskap í Keflavík. Systkini átti Jóhann
tvö, þau Steinunni Guðmundu f. 23.
október 1906 , d. 19. nóvember 1918
og Guðmund, f. 10. maí 1913, d. 10.
nóvember 1966.
Jóhann varð snemma harðduglegur
við að draga björg í bú foreldra sinna
og vann sem unglingur við flest þau
störf sem buðust, en oft var sú atvinna
stopul á æskuárum hans. Lífsbaráttan
var hörð og bætti ekki úr skák að faðir
hans átti við heilsubrest að stríða. Jó-
hann var lljótt ákveðinn að marka
sjálfur sína framtíð og um leið og ald-
ur hans leyfði tók hann bflbróf. Öku-
skírteini hans var númer 16 og höfðu
því aðeins 15 manns tekið próf á und-
an honum í allri Gullbringusýslunni.
Hann fór fljótlega eftir það að keyra
vörubifreiðar og varð það upp frá því
hans aðalstarf.
Jóhanni var í blóð borinn áhugi fyr-
ir íþróttum og hvers konar félagslífi.
Með öðru ungu fólki í hreppnum tók
hann þátt í að stofna Ungmennafélag
Keflavíkur og hann vann við að gera
fyrsta knattspyrnuvöllinn í Keflavík,
en hann var á Melunum skammt frá
þeim stað sem Keflavíkurkirkja stend-
ur, en hún var reist árið 1914. Hann
þótti hraustleikamaður og keppti með
góðum árangri bæði í knattspyrnu og
frjálsum íþróttum. Þá var hann einn úr
hópi þeirra örfárra manna er farið hafa
í Eldey, en þangað var farið að hausti
til að ná í súluunga, en þeir voru á þeiin
tíma, merkilegt nokk, notaðir í minn-
kafóður.
Eins og áður sagði lagði Jói fyrir sig
vörubflaakstur mjög ungur. Ók hann
fyrst fyrir aðra en hugurinn stóð ávallt
til þess að gerast sjálfs síns herra sem
og hann fljótlega varð og það fylgdi
því mikið stolt að setjast í fyrsta sinn
undir stýri á sínum eigin vörubfl. Hann
varð hluthafi í Vörubflastöð Keflavík-
ur en fyrsta afgreiðsla þess var í Edin-
borgarhúsinu við Hafnargötu. Hann ók
síðan eigin bflum frá árinu 1940 og
fram á 8. áratuginn. Árið 1975 hætti
Jói vörubílaakstri og réðist þá til Olíu-
félagsins og starfaði við góðan orðstýr
hjá því félagi á Keflavíkurflugvelli um
tíu ára skeið. Þegar allt er upptalið og
samanlagt má segja að starfsævi hans
hafi náð yfir sjö áratugi.
Hinn l.júniárið 1940giftist Jóhann
eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Jóns-
dóttur frá Stapakoti í Innri-Njarðvík.
Guðrún fæddist þann 28. apríl 1920 í
Flekkuvík á Vatnsleysuströnd, en
æskustöðvar hennar voru síðan í
Stapakoti í Innri-Njarðvík. Jóhann og
Guðrún hófu búskap sinn að Hafnar-
götu 20 en síðan byggðu þau sér
myndarlegt hús að Hringbraut 97, en
þá var Hringbrautin yrti mörk byggð-
arinnar í Keflavík. Heimili þeirra hefur
alla tíð verið ástríkt og myndarlegt og
gestagangur mikill enda þau hjón ákaf-
lega góð heim að sækja. Móðir Guð-
rúnar bjó lengi á neðri hæð hússins og
áttu því systkini Guðrúnar sem voru
æði mörg oft erindi á Hringbrautina.
Þá var Guðmundur bróðir Jóhanns
lengi húsgangur þar.
Guðrún og Jóhann eignuðust tvo
syni, Jón Ragnar, f. 18. janúar 1944 og
Guðmund Steinar f. 31. maí 1952. Þá
eignaðist Jóhann son, Karl, þann 23.
apríl 1934. Allir urðu þessir piltar
landsþekktir íþróttamenn og síðar
miklir dugnaðarmenn í störfum sínum.
Hljómsveitin Guðla Handið lék víða um Suðurnesin og víðar, m.a. í Vest-
mannaeyjum á Þjóðhátið 1937. Hljómsveitina skipuðu: Olaf'ur Elíasson,
harmónika, Bjarni Ossurarson, fíðla, og Jóhann Kistinn Guðmundsson,
trommur. Þetta var ein f'yrsta reglulega danshljómsveitin á Suðurnesjum og
höfðu hljómsveitarmeðlimirnir svo mikið við að klæðast í sérstök einkenn-
isfót við vinnu sína. Varð hljómsveitin mjög vinsæl. Ljósmynd: Anna Þórð-
ardóttir, Hal'narlirði.
6 FAXI