Faxi - 01.02.1996, Page 15
FAXIFFIIRÍAR1996
Hjónaminning:
Marteinn Helgason,
Skipstjóri, Keflavík
F. 26/1, 1909 D.30/1, 1996
Guðlaug Guðmundsdóttir,
Húsfrú, Keflavík.
E 7/4, 1904, D.20/1 1996
Foreldrar Marteins voru Sigríður
Guðnadóttir, ætluð frá Langagerði í
Hvolhreppi, Rangárvallasýslu, og
Helgi Jensson sent ættaður var frá
Stóra Knarramesi á Vatnsleysuströnd.
Bjuggu þau fyrst í Hjörtsbæ í Keflavík
en síðar og lengst af í Skólanum við ís-
hússtíg. Var húsið ævinlega nefnt svo
af því að bamaskólinn var þar til húsa
um nokkurt árabil.
Sigríður þótti framúrskarandi mynd-
arleg og þrifin, svo af bar og frábær
dugnaðarkona.
Helgi stundaði sjóinn af miklu
kappi, átti bát og gerði út. Var hann
fengsæll og vel heppin.
Börn þeirra hjóna urðu 15 talsins en
4 dóu í frumbernsku Nú þegar Mart-
einn er allur em þau öll látin.
Eiginkona Marteins var Guðlaug
Guðmundsdóttir f. 7. apríl 1904 að
Lokinhömmm í Arnarfirði, hún dó
10/1. 1996 og var jarðsett s.l. föstudag
á afmælisdegi Marteins.
Þau hjónin voru bamlaus.
Mestan hluta hjúskapar síns bjuggu
þau að Austurgötu 21, í Kellavík, þar
sem þau höfðu búið um sig af mikilli
smekkvísi og myndarskap.
Þau vom alla tíð einstaklega sam-
hent og hjónaband þeirra ástsælt svo af
bar, og athyglisverð sú staðreynd að
Marteinn skildi deyja 10 dögum á eftir
Guðlaugu sinni.
Síðustu árin dvöldur þau í Víðihlíð í
Grindavík þar sem hann vakti yfir vel-
ferð hennar og var umhyggja hans
annáluð, hann var andlega hress og ók
bíl sínum fram á síðasta dag.
Marteini var tíðrætt um hversu frá-
bært starfsfólkið er í Víðihlíð og alúð
þess við vistmenn mikil.
Eitt mesta vandaverk hverrar kyn-
Marteinn Helgason
slóðar er að skila af sér til þeirrar næstu
- koma henni til þess þroska er gagnist
í síbreytilegum og ol't viðsjárverðum
heimi. Það skiptir jafnan meginmáli,
hvemig menn standa að þessu uppeld-
ishlutverki. Marteinn frændi minn var
alla sína starfsömu ævi að skila sér til
síðari kynslóða með kærleikann í
stafni og kunnáttuna í skut.
Með slíkum mönnum er ungu fólki
gott og hollt að vera.
Fyrst koma mér í hug æskuárin í
Keflavík - fjaran, bryggjumar, Stokka-
vörin, ftskhúsin, beitingaskúrarnir,
| fiskreitirnir, túnin og mannlíftð í þessu
umhverfi áratuginn 1940 - 1960.
Marleinn ólst upp hjá foreldrum sín-
um: Sigríði Guðnadóttur og Helga
Jenssyni, sjómanni og byrjaði ungur
sjómennsku. Hann var formaður unt
alllangt skeið og aflakóngur öll mín
æskuár, enda var ég stoltur strákur í þá
daga af Matta frænda og alla tíð síðan.
Marteinn var á þessum tíma formað-
Gitðlaitg Guðimmdsdóttir
ur á Svaninum 29 tonna bát, sem þá
var einn sá stærsti hér um slóðir.
Svanur GK-530 smíðaður í Dröfn í
Hafnarfirði fyrir Ólaf Lámsson, út-
gerðamiann í Keflavík.
Kostaði hann með vél kr.260.000.
Var hann afburða sjóskip og jafn-
framt lipurt og gott fiskiskip. Með
Svaninn var Marteinn í 5 ár. Hann
taldi þessi ár sín eftirminnilegustu og
sagði mér oft frá þessurn tíma.
A þessum ámm í kringum 1940
vom í Keflavík 47 fiskiskip yfir 12
smálestir og 18 aðkomuskip. Skip-
verjar vom 529.
Á þessum tíma snérist allt mannlíf í
Keflavík urn afla og sjómennsku.
Markmið allra unglinga var að komast
í gott skipspláss. Allt líf fólksins mót-
aðist af lífsbaráttunni við sjóinn- allir
forfeður þess höfðu áður stundað sjó-
mennsku. Al'kontan fór eftir dugnaði
hvers og eins. Duglegir rnenn rém upp
á hlut, sem varð allra keppikelli, því
aðrir rém upp á fast kaup.
Flestir bjuggu við lítil efni á verald-
lega vísu hér um slóðir, svo mun og
víða hafa verið, en sjórinn sá fyrir því
að fólk svalt ekki. Þegar Marteinn
kom í land gerðist hann vörubílstjóri
og síðustu starfsárin var hann lager-
stjóri hjá ísl. Aðalverktökum á Kefla-
víkurflugvelli.
Marteinn Helgason var eins og áður
getur innfæddur Keflavíkingur, og sá
bæinn vaxa frá því að vera smáþorp.
Hann er einn af þeim, sem með ævi-
starfi sínu hefur stuðlað að vexti hans
og einn af þeim sem jafnan hefur sett
svip á bæinn. Þeim, sem farið hefur
höndum um hijóstrin hér úti við hafið
til þess að gera þau byggileg, þeim
sem hafa þreytt fangbrögð við úthafs-
ölduna í leit að auðæfum hafsins, ber
að þakka.
Einn af þeint var Marteinn Helga-
son.
Náin vináttu - og frændsemisbönd
hafa jafnan tengt okkur Matta.
Með þessum fáu og fátæklegu
minningarorðum vil ég kveðja minn
góða vin.
Minningin urn góðan mann mun
lýsa ástvinum Marteins Helgasonar
um ókornin ár og birtu af nafni hans
langt út fyrir raðir fjölskyldu hans.
Útfarir þeirra hafa farið fram í kyrr-
þey.
Páll Jónsson.
FAXI 15