Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.02.1996, Qupperneq 8

Faxi - 01.02.1996, Qupperneq 8
FAXIFEBRÍAR1990 Ferð þessi var farin á vegum Reykjanesbæjar og Norræna félagsins til að taka þátt í listasýningum barna og unglinga á Norðurlöndum. Sýning þessi átti að fjalla um fornar sögur og æíintýri. Öll norður- löndin voru mætt til leiks nema Færeyjar. Danir voru með hóp unglinga sem sýndu uppfærslu á sköpunarsögu Snorra Sturlusonar. Þeir komu í stór- um bíl með allt með sér: sviðsmynd, ljós, búninga og hljóð. Norðmenn voru með stóra sýningu af myndum og allt úr Snorra-Eddu. Svíar voru með skemmtilega uppfærslu af Þyrnirósarsögunni á mörgum tungumálum. Kennaraverkfall setur strik í reikninginn Við héðan af Islandi vorum í svolitl- um kröggum með efni vegna kennara- verkfallsins sem var á síðasta skólaári, svo tónlistarskólinn bauð fram tónlist- aratriði og var samþykkt að senda þrjá hljóðfæraleikara og stjómanda. Var mér falið að sjá um verkið vegna þess að ég er bæði tónlistar- og myndlistar- maður og tala auk þess sænsku. Það hafði komið í ljós að myndlistarkenn- ararnir í bamaskólunum höfðu bmgð- ist skjótt við og látið börnin gera myndir. Rauðhöfði og víkingalög Myndirnar vom gerðar úr Suður- nesjaþjóðsögunni Rauðhöfði. Einnig hafði verið gerð finnsk þýðing á sög- unni og fór ég með þetta allt með mér. Mér hafði verið falið að gera tónlist fyrir ferðina og ákvað ég að nota fom víkingalög úr þjóðlagasafni Bjarna Þorsteinssonar. Gerði ég syrpu með þessum lögum og bjó til millispil til að tengja þau og samdi undirleik. Ég hafði haft vissa hljóðfæraleikara í huga sem em nemendur í tónlistarskólanum og vom þau til í tuskið þegar ég bað um hjálp. Það eru þau Sigrún Gróa Magnúsdóttir píanóleikari, Andrés Bjömsson trompettleikari og Aki As- geirsson trompettleikari. Þegar meiri upplýsingar bámst frá Finnlandi kom í Ijós að það var rúm fyrir meiri tónlist, svo ég útsetti nokkrar sönglagaperlur okkar fyrir hópinn. Enn var talað um meiri tónlist svo Áki snaraði fram fal- legu fmmsömdu verki í þjóðlegum anda og var það æft. Nú vomm við til- búinn í slaginn. Ég var sendur á und- an til að setja upp sýninguna og undir- búajarðveginn. Komaið til Kerava Á flugvellinum í Helsinki mætti mér maður að nafni Harry Johnsson, og reyndist tala sænsku. Fór strax vel á með okkur. Hann ók mér eins og leið lá að safni því sem sýningin átti að fara fram í þ.e. listasafninu í Kerava. Þar Hér var tekin létt æfing. Áki Ásgeirsson, Sigrún Gróa Magnús- dóttir og Andrés Björnsson. Móðir „skógarbúanna“ ásamt sonum sínum og greinarhöfundi. Hatturinn góði var keyptur á markaði fyrir slikk. hitti ég Aune Laaksonen forstöðukonu með Harry á góðu veitingahúsi í mið- safnsins. Hún kynnti mig fyrir sam- bænum fómin við Kalli í göngutúr og starfsfólki sínu og gengum við strax í i sagði hann mér frá því helsta sem for- „Mamma og pabbi“ greinarhöfundar, Kalle og Berit Kvittinen. Ljósmyndirnar með greininni tók Eiríkur Árni. að taka upp myndirnar sem ég kom með og velja stað fyrir þær í safninu. Myndirnar fengu hrós og finnski text- inn var lesinn af áhuga og gerðar ráð- stafnir til að stækka hann upp og hon- um fundinn staður meðal myndanna. Síðan var dmkkið kaffi og málin rædd. Harry ók mér til “fósturforeldra" minna, sem reyndust vera Berit Kvittinen bókasafnsfræðingur og Kalle Kvittinen blaðamaður. 13 ára dóttur Outi eiga þau og lét luin mér eft- ir herbergi sitt. Einnig fékk ég lykil af húsinu og símakort. Eftir að hafa etið vitnilegt var um Kerava og nágrenni. Næsta dag settum við upp sýning- una á rúmgóðum stað í safninu. Þetta listasafn er í gamalli gúmmíverk- smiðju, hefur stóra hvítmálaða sali og auðvitað nútíma ljósakerfi, þannig að myndirnar nutu sín vel og voru vel lýstar. Eftir uppsetninguna var mér færð lislaverkabók safnsins að gjöf. Kalli vildi fara með mig um næsta ná- grenni Kerava og notuðum við seinni hluta dagsins í þá ferð. Sýndi hann mér allt það markverðasta á svæðinu, m.a. komum við til Jáárvenpáá sem er 8 FAXI

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.