Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.02.1996, Qupperneq 11

Faxi - 01.02.1996, Qupperneq 11
upphafi fyrst hún var á annað borð ein- föld og „rétt“? Til eru nokkrar ástæð- 11 r fyrir því: I fyrsta lagi: Menn voru ekki alveg sáttir við þá hugmynd að jörðin væri sett í santa flokk og reiki- stjörnur og önnur himintungl. I öðru lagi: Fyrst jörðin var á hreyfingu þá vi!du ntenn sjá afstöðubreytingu á föstastjömunum þ.e.a.s. ef þú horfðir beint upp í dag og sæir ákveðna stjör- nu þá ættir þú í raun horfa á ská upp í loitið nokkrum dögum síðar til að sjá sömu stjörnuna. Aristarkos hafði reyndar útskýrt þetta með því að segja ttð ljarðlægðin væri svo mikil að þessi hreyfing sæist ekki. í þriðja lagi: Menn skildu ekki þá hvernig lilutir sem ekki snertu jörðina gætu þá ennþá verið nálægt henni fyrst hún var á hreyfmgu. Hlutir eins og ský og fugl- ur- Þeir sögðu þá að er maður stykki UPP í loft hlyti hann að lenda annars- staðar en hann hoppaði upp. I fjörða i;igi: Hvers vegna falla þá ekki þungir iilutir að sólinni fyrst hún er miðja heimsins í staðinn fyrir að falla að jörðinni. í fimmta lagi: Hver hreyfði þá jörðina úr stað miðað við það hver- su þung hún er. Surnir töldu að Arist- ttrkos ætti að verða ákærður fyrir þessa hugmynd að setja jörðina á hreyfingu °g einnig fyrir trúleysi. Hugmyndin um jörðina í miðju alheims hélst að mestu Ieyti óbreytt allt til ársins 1514 þegar fram kom ný kenning um gerð alheimsins. Nikulás Kópernikus korn þá með til- gátuna um að sólin væri miðja al- heimsins og sæti kyrr, en jörðin og aðr- ar reikistjömur færu eftir brautum í hringi í kringum hana. Þessi tilgáta einfaldaði nokkuð heimsmyndina sem áður hafði verið. Kópemikus setti þessa kenningu fram án þess að geta höfundar vegna hræðslu um að verða kærður fyrir trúvillu. Einni öld síðar var kenningin studd opinberlega af Þjóðverjanum Jóhannesi Kepler og Italanum Galfleó Galflei. Tilgáta þessi var svo endurbætt af Jóhannesi Kepler stuttu síðar með þeirri útskýringu að hnettirnir færu ekki í hringi heldur í sporbaugum sem em flangir hringir.(7) ÖRLÖGIN Núna Itöfum við séð hvernig menn töldu alheiminn líta út og breytingu þess viðhorfs er fram liðu stundir og einnig hversu langan tíma það tók mennina að uppgötva raunverulegt út- lit alheimsins eins og hann sést í dag. Það sem nú er eftir er að tala um ör- lögheimsins. Hveremþau, hvenærog hvemig verða þau og af hverju? Sú hugmynd sem hvað mest ber á um i endalok heimsins em að þau verði líkt og í miklahvell þ.e.a.s. að heimurinn dragist aftur saman í einn þjappaðan punkt og þetta vilja rnenn kalla heljar- hmn. Aristóteles var rneð aðra kenn- ingu er við kom endalokum heimsins svona óbeint. Hann vildi nteina að heimurinn hefði alltaf verið til og rnyndi aldrei enda. Hann vildi meina að menningin væri aftur og aftur sett á upphafsreit, þ.e.a.s. fyrst fmmmenn til tæknialdar svo er öllu svipt undan nteð náttúmhamfömm og við byrjum aftur á fmmmönnum og svona gengi þetta áfram endalaust. AÐLOKUM Við höfum stiklað á stóru í sam- bandi við upphaf og örlög alheintsins en að lokum langar mig að setja frant nokkrar spumingar sem ég velti fyrir mér við skrift þessarar ritgerðar. Það fyrsta sent kom í huga mér: Hvað var fyrir utan þennan eina punkt sern var í upphafi? Ogefkenning Aristótelesar er rétt um endalausan heim sern byrjar aftur og aftur á byrjunarreit hvað líður þá langur tími til endaloka og hvernig byrjar þetta þá al'tur? Er kannski tveimur manneskjum af sitt hvorn kyn- inuþyrmt? Og kemur „Frelsarinn" þá alltaf á sarna tíma í sögunni? Of ef við búum bara í einu svæði af mörgum í alheiminum þá em kannski til fleiri heimar líkt og við búum í og e.t.v. er kannski líf þar einnig eða hvað? Og ef heimurinn endar í heljarhruni verður þá kannski annar miklihvellur og er þetta þá raunverulega fyrsti miklihvell- urinn og hefur þá kannski komið helj- arhmn áður? Þessum spumingum verðuref til vill aldrei svarað endanlega en maður veit þó aldrei. En eitt er víst að eftir allt þetta tal um alheiminn er það kannski skiljanlegt að maður finni til smá minnimáttarkenndar. Hver veit nema við séurn kannski bara tilraunardýr og alheimurinn sé bara glerkúla nteð okk- ur inní á heimili einhverrar æðri veru. En hér með Ijúkum við þessari um- fjöllum okkar urn alheiminn. TILVITNASKRÁ Saga tímans, Stephen W. Hawking, Heimsmynd á hverfandi hveli, fyrra bindi, Þorsteinn Vilhjálmsson, Elentínus G. Margeirsson FuÍráaMimtur Landssambandssins gegn áiengtsbötimi haldinn þríðjudagiiii) 28. nóvember 1995 vekut athygU á eltnfaiandi slaíteyndum I • Fjöldi þeirra sem missa tök á áfengisneyslu ler sífellt vaxandi og æ fleiri verða að leita sér lækn- mga við áfengissýki. Áfengisneysla er meðal stærstu heilbrigðisvandamála íslensku þjóðarinnar í dag. 2. Aldur þeiria sent neyta áfengis fer lækkandi. t’ess eru dæmi að 11 og 12 ára böm hafa þurl't í meðferð vegna áfengisneyslu sinnar. 2- Landabrugg og landasala til bama og ung- 'mga er orðinn ábatasamur en ólöglegur atvinnu- vegur á Islandi. Áhættan fyrir þá sem þessa iðju stunda er sáralítil eða nánast engin miðað við þann gróða sem af henni má hafa. “I. Salan á áfengum bjór hefur aukist og ekki sjá- anleg nein breyting á því. Sala á sterku áfengi hef- ur minnkað í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, en jafnframt virðisl landasala hafa vaxið óðfluga. Allt bendir því til þess, að neyslan á sterku áfengi hafi einnig aukist og fari vaxandi. Fulltrúaráðsfundurinn skorar á fólkið í Iandinu að gefa sér tíma til að hugsa unt stöðu áfengismála á Islandi með þessar staðreyndir í huga og velta því fyrir sér hvað helst sé til ráða í þessum efnum. Fulltrúaráðsfundur Landssambandsins gegn áfengisbölinu skorar á háttvirta alþingismenn að fella það frumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, um að lækka áfengiskaupaaldur í 18 ár og minnir á þá staðreynd frá Bandaríkjunum, þegar áfengiskaupa- aldurinn í nær 30 sambandsríkjum hafði verið lækkaður í 18 ár, þá fjölgaði þar banaslysum og al- varlegum slysum á fólki á aldrinum 18 til 20 ugg- vænlega. Þar að auki gerðist hið sama hjá 16-17 ára ung- lingum, vegna þess að reynslan þar varð sú sama og annars staðar: Þegar áfengiskaupaaldurinn er lækkaður færist aldur þeirra sern neyta áfengis enn neðar. Það er ekkert sern bendir til þess, að hið sama gerðist ekki hér. Þá hvetur fulltrúaráðsfundurinn alþingi, í sam- vinnu og samráði við áfengisvamaráð, til þess að setja fram markmið í áfengismálum þjóðarinnar og benda á leiðir til að ná þeim markmiðum. í frarn- haldi af því væri sett fram verkáætlun, t.d. til íjög- urra ára, ásamt mati á því hvað verkefnið kostar. Síðan yrði alþingi að tryggja nauðsynlegt fé til að vinna verkið og jafnframt og ekki síður fjármuni til að kosta mat á því sem gert er og hverju það skilar. FAXI 11

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.