Faxi - 01.02.1996, Blaðsíða 21
FAXI FEBItlAK 1996
Næsta ár hefur Evrópuráðið tileinkað námi - en bætt aftan við - ALLA ÆVI
(year of life long leaming) til að undirstrika að til þess að mæta örri þróun at-
vinnulífsins, harðnandi samkeppni og til þess að geta fylgst með og tekið þátt í
saniíélagi framtíðarinnar þarf einstaklingurinn sífellt að afla sér meiri þekkingar.
Ungt fólk sem í dag stendur frannni fyrir því að ákveða framtíð sína er hreint
e^ki í auðveldri stöðu. Það er heldur ekki auðvelt fyrir okkur sem eldri erurn-
hvort heldur við erum kennarar eða foreldrar - og eigum að undirbúa þetta unga
(ólk fyrir framtíðina - að leiðbeina og finna þeim verkfæri sem duga.
þið ágætu nemendur, sent lokið hafið námi á hinum ýmsu brautum getið með
öðrum orðum ekki reitt ykkur einungis á þá menntun sem þið hafið nú fengið -
hversu góð sem hún er. Þetta er áfangi - merkur áfangi - en á langri leið.
Yfir flúðir auðnu og meins
elfur lífsins streymir,
sjaldan verður ósinn eins
°8 uppsprettuna dreymir.
-kvað Sigurður Norðdal - og undirstrikar að þrátt fyrir ákveðnar væntingar og
vonir reynist oft erfitt að sjá fyrir um hlulina - hverjar aðstæður okkar verða í
framtíðinni - livað við komum til með að starfa og hvernig störfin líta út. Stökuna
01 ti Sigurður 1915 og ef eillhvað er þá hefur það vissulega verið auðveldara þá en
nú í dag.
Allt íjallar þetta í raun um það að undirbúa sig sem best undir það sem koma
skal og samtímis að taka virkan þátt í mótun framtíðarinnar og þannig minnka
vtssuna. Jafnframt ber að styrkja rætur þeirrar menningar sem framtíðin hvílir
á.
En hvaða þekking og hvaða hæfileikar eru það sem nýtast okkur best í fram-
tíðinni?
h'ð hafið verið vegin og metin eftir kúnstarinnar reglum eins og kemur fram á
hrottfararskírteinum ykkar.
Við gefur þekkingu ykkar einkunn - en það eru einnig aðrir þættir sem skipta
ma*i sem því miður við leggjum allt of litla áherslu á í skólunum - og ekki verða
niældir svo auðveldlega.
hað er erlitt að kenna og mæla fruinleika í hugsun, göfgi tilfinninga og siðferð-
lsþrck en þetta eru mannlegir þættir sem ekki úreldast og eru í raun hæfileikar
raintíðarinnar - ekki bara í hversdags lífinu heldur einnig í starfi - mannlegir
PUíttir sem koma að hvað mestum notum í síbreytilegum heimi.
hýskur heimspekingur Herbart að nafni spurði eitt sinn hvort er betra - að vita
en v'lja ekki - eða - að vilja en vita ekki.
Forsenda athafna er viljinn til að gera - og viljinn ræðst af þeint verkefnum sem
Vlð 'ökum okkur fyrir hendur - viðhorfi einstaklingsins til annarra og ekki síst til
sjálls sín.
-0 mikli andi gef mér styrk“ - sagði gamli índíáninn og horfði til himins - „gef
mer styrk til að sigrast á versla óvini mínum - sjálfum mér.“.
Ég vil að lokum þakka ykkur þessa stuttu samfylgd okkar þessa haustönn 1995.
Ég óska ykkur gleðilegra jóla og mitt veganesti til ykkar á þessum merkisdegi
er:
Ternjið ykkur jákvætt viðhorf. Verið umburðarlynd. Gerið það sem þið takið
ykkur fyrir hendur af samviskusemi og alúð hvort heldur í starfi eða leik og und-
irbúið ykkur fyrir að læra allt lífið.
Ég óska okkur öllum - en ykkur sérstaklega - til hamingju nteð daginn - ykkar
er framtíðin - viljinn er allt sem þarf.
Verðlaun á haustönn 1995
María Júlía Pálsdóttir Viðurkenning fyrir störf með Vöx Arena leikfélagi NFS.
Erla Hafsteinsdóttir Viðurkenning fyrir störf að félagsmálum
NFS.
Linda Helgadóttir Viðurkenning fyrir mjög góðan árangur í stærfræði.
Linda Helgadóttir MÁL OG MENNING færir þér þessa bók sem viðurkenningu fyrir góðan árangur í ís- lenskum bókmenntum.
Jón Elvar Guðmundsson Viðurkenning fyrir mjög góðan árangur í stærfræði.
Emil A. Vilbergsson Viðurkenning fyrir góðan árangur í raun- greinum. Gefandi: Bókabúð Keflavíkur
Arnór B. Vilbergsson Viðurkenning fyrir góðan árangur í við- skiptagreinum.
Jóhann Bjöm Elíasson Viðurkenning fyrir góðan árangur á vél- stjómarbraut 1. stigs. Gefandi: Olíusamlag Keflavíkur og nágr.
Þorvaldur H. Bragason Viðurkenning fyrir góða frammistöðu í stærfræðikeppni ffamhaldsskólanna.
Bjarki Freyr Sigurðsson Viðurkenning fyrir góðan árangur í uppeld- is- og sálfræðigreinum.
FAXI 21