Straumar - 01.12.1927, Qupperneq 6

Straumar - 01.12.1927, Qupperneq 6
180 STRAUMAR degi og vetrarhörkum lífsins á hver maður jólakerti, sem hann getur kveikt á og glaðst eins og barn. Því kveikja menn ekki á þessu kerti og lýsa og orna sér og öðrum? Það gera nú sjálfsagt miklu fleiri en við vitum um. Það eru sjálfsagt fleiri en mann grunar, sem bjóða erfiðleikum lífsins byrginn með því að flýja til Guðs í bæn. Og það, hve margir það eru, sem sýnast þá fyrst verða trúaðir, þegar þeir sjá dauðann á þröskuldin- um, er líklega misskilningur. Trúin er margra skjól og vörn, en dauðinn varpar fyrst af þeim feimninni, svo að þeir láta aðra sjá inn í þennan helgidóm sinn. Þeir eru hræddir um, að á okkar glæsilegu tímum þyki hann lítill og skrautlaus. Þeir eru hræddir um, að okkar „upplýstu“ tímar fyrirlíti fjarstæðu trúarinnar. Guð gefi okkur öllum, að við verndum og varðveitum jólakyndil trúar okkar sem bezt, og gleymum honum ekki í langdegi vorsins. Því að eins víst og það er, að skamm- degi kemur eftir langdegi, eins víst er það, að þeir tímar koma yfir hvem mann, þegar hann á ekkert annað í eigu sinni, sem hann metur skóþvengs virði. Og smámsaman lærum við þá, að þetta ljós er jafnmikils virði í björtu sem dimmu, því að annað ljós er í raun og veru ekki til. Hið sanna trúarlíf birtist í því, þegar Jóhannes guð- spjallamaður talar um líf og dauða, ljós og myrkur, án þess svo mikið sem að detta í hug þeir jarðnesku hlutir, sem þessum nöfnum eru nefndir. Þá eru jólin afklædd líkingarhjúp sínum. Þá talar Guð berlega við okkur og mælir enga líkingu. Guð gefi okkur slíka jólahátíð, andlega ljósahátíð í skammdegi því. sem við köllum jarðlíf. Drottinn heyr þá bæn. A m e n. Og enn talaði Jesús til þeirra og sagði: Eg er ljós heimsins, hver sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkr- inu, heldur hafa Ijós lífsins. Jóh. 8, 12.

x

Straumar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.