Straumar - 01.12.1927, Síða 9
STRAUMAR
183
ennfremur, að vegur hjálpræðisins sé fundinn og fjöldi
manna gangi hann sér og öðrum til tímanlegrar og eilífr-
ar farsældar. Þennan hóp köllum vér samfélag heilagra.
En hjálpræðið sjálft hlýtur eins og annað að fara eftir
settum reglum. Einhver skilyrði hljóta að vera fyrir inn-
göngu í samfélag heilagra. Þau skilyrði hefir guð sett með
einhverju lögmáli, sem mönnunum er dýrmætt að þekkja.
En það lögmál, eins og önnur, mun hafa verið til áður en
nokkur mannleg vera hafði hugmynd um það. Með öðrum
orðum: Hjálpræðisskilyrðin h a f a h 1 o t i ð
að vera þau sömu frá eilífð og þau verða
t i 1 e i 1 í f ð a r.
„Utan kirkjunnar ekkert hjálpræði", var einu sinni
sagt og er reyndar enn. Þá er samfélag heilagra grund-
vallað á því, að menn aðhyllist og trúi sérstökum kenn-
ingum, sem komið er fyrir í fastmótuðu kerfi. Frá kirkju-
þingum miðaldanna má fá góð dæmi þess, hvernig menn
voru dæmdir villumenn og jafnvel brendir á báli vegna
annarlegra skoðana á kenningum kirkjunnar. Mönnum
gekk illa að láta sér skiljast, að um ósönnuð mál hlýtur
oftast að verða ágreiningur. Flestar trúarsetningar eru
ekkert annað en tilgátur um óþekta hluti, sem að dómi
þeirra, sem þær aðhyllast, standa í rökréttu samhengi við
það, sem þegar er þekt. En nú getur sumum þótt það eðli-
legt, sem öðrum finst fjarstæða, án þess að hver geti sann-
fært annan um þá réttu trú. Þess vegna hefir kristin
kirkja skifzt í deildir og þess vegna eru margskonar trú-
félög í heiminum. Af því hefir leitt, að mörgum hefir
fundist, að annaðhvort væri samfélag heilagra aðeins ör-
lítill hluti alls mannkynsins, eða, að það væri alls ekki til í
vei-uleikanum. En það hefir gengið illa að skera úr, hvaða
trúflokkur ætti heitið skilið, og þó hafa menn haldið fast
í hugmyndina og fundið, að hún hlyti að eiga við sann-
leika að styðjast. En ef hjálpræðið er bundið við það, að
maðurinn aðhyllist ákveðna skýringu á einhverju trúar-
atriði, er fyrsta skilyrði hjálpræðisins, að maðurinn hafi
heyrt þetta trúaratriði nefnt. Ef það er t. d. nauðsynlegt
að trúa því, að Kristur hafi greitt syndagjöld mann-