Straumar - 01.12.1927, Page 10
184
STRAUMAR
kynsins, verður enginn hólpinn, sem var uppi fyrir hans
daga eða deyr án þess að heyra hans getið. Þeir menn
hafa því ekki við sömu hjálpræðisskilyrði að búa og vér ;
leið guðs með mannkynið er þá orðin önnur og annars
eðlis en hún áður hafði verið. Þá er guð orðinn umbreyt-
anlegur, starfsaðferðir hans og lög orðin gjörræðisleg og
félag heilagra byggist ef til vill á enn öðru síðar. Því
að eins er unt að treysta guði, að hann sé óumbreytanleg-
ur og sjálfum sér samkvæmur, að sá alvaldur, sem stýrir
og viðheldur heiminum sé ekki eitt í dag og annað á morg-
un. Samfélag heilagra hlýtur því að byggjast á öðru en
tímabundnum skýringum og kennisetningum. En það er
ekki nóg að komast að þessari niðurstöðu; vér verðum að
leitast við að gera oss nánari grein fyrir hinni jákvæðu
hlið málsins.
II.
Þegar um afstöðu mannanna til guðs og alheimsins
er að ræða, eru oftast tekin tvö ólík sjónarmið. Sumir líta
eingöngu á öll þau bönd, sem hefta einstaklinginn og gera
hann háðan utan að komandi áhrifum. Telja þeir þá vilja
mannsins bundinn og ófrjálsan. Forlögunum sé úthlutaö
hverjum einum án þess, að hann eigi nokkrun þátt í til
ills eða góðs. Maðurinn verður þá magnlaus leiksoppur i
höndum æðri valda. Aðrir fara jafnlangt í hina áttina og
álíta viljann frjálsan og óháðan og engum böndum bund-
inn. Sannleikurinn mun vera mitt á milli. Ef vér athug-
um líf mannanna, kemur í ljós, að margir þræðir liggja að
lífi þeirra, sem knýta þá við umheiminn. Það er örðugt
að ákveða, hvar verk eins endar og annars hefst. Þeir eru
svo að segja óaðskiljanlegir eins og dropar í á eða geislar
frá sama ljósi. Líf vort ákvarðast ekki eingöngu af nútíð
heldur löngu liðinni fortíð. Nokkur hluti af sælu vorri og
böli á rætur sínar í lífi forfeðra vorra fyrir þúsundum
ára. En þrátt fyrir alt, finnum vér, að maðurinn er sjálf-
ráður að einhverju leyti, og því meir sem hann þekkir af
lögum tilverunnar, því frjálsari er hann. „Sannleikurinn
mun gera vður frjálsa“. Eins og hver einstaklingur tekur