Straumar - 01.12.1927, Qupperneq 19

Straumar - 01.12.1927, Qupperneq 19
S T R A U M Á R 193 mildir í dómum vorum, látum sannleikann sitja við stýrið, en kærleikann aka seglum, og mun þá ekki hlekkjast á fari voru. Björn Magnússon. Krishnamurti. (Útdráttur úr fyrirléstri). Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir hélt fyrir- lestur um Krishnamurti 6. nóv. við mikla aðsókn og þótti' fyrirlesturinn athyglis- verður. — Hafa því „Straumar" fengið þenna útdrátt til birtingar. Félagið „Stjarnan í austri“ var stofnað 11. jan. 1911, austur í Benares á Indlandi. Var markmið félagsins að búa heiminn undir komu nýs andlegs leiðtoga, og var það jafnframt látið í veðri vaka, að sá leiðtogi væri Kristur sjálfur, sem kæmi aftur til jarðarinnar, til þess að leið- beina mönnunum og hjálpa þeim inn á nýjar brautir. Það voru dulspekingarnir dr. Annie Besant og Lead- beater biskup, sem gengust fyrir stofnun félagsins. Sögð- ust þau fyrir samband við Krist sjálfan vita, að boðskap- ur þessi væri sannur. Skömmu áður en félagið var stofn- að, tók Annle Besant í sona stað tvo indverska drengi, bræður. Var það einnig eftir skipun frá hærri stöðum. Barst það fljótlega út, að annar drengjanna, Krishna- murti, væri ætlaður til þess að leggja meistaranum Kristi til líkama sinn, sem starfstæki hér á jörðunni, ef hægt væri að veita honum þann undirbúning, að hann yrði hæf- ur til þess. Krishnamurti var gerður að formanni hins nýstofn- aða félags: „Stjarnan í austri“ og hefir verið það jafnan síðan. í þrjú skifti er sagt, að meistarinn Kristur hafi sér- staklega notað líkama lærisveinsins Krishnamurtis til árs- loka 1926. í öll skiftin hafa allir viðstaddir orðið gagn-

x

Straumar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.