Straumar - 01.12.1927, Síða 21
STRAUMAR
195
sjálfs var svo heilagt. Þegar eg sá hann nú, vissi eg strax,
að þetta var gjörbreytt. Hann hafði nú fult vald á taug-
um sínum, leyfði öllum að tala við sig og virtist ekki geta
komist út úr jafnvægi. En það sem mest var um vert,
var þó það, að nú fanst, að hann skildi alt og fyrirgaf
alt. Kærleikurinn, sem frá honum streymir, er svo gagn-
takandi, að maður veit og skilur, að hann getur aldrei
dæmt, ekkert annað en elskað, hjálpað og fyrirgefið.
Einkennilegt er það, að staðurinn sjálfur og um-
hverfið virðist svo gagnsýrt af áhrifum þeim, sem frá
Krishnamurti stafa, að þeirra gætir nálega jafnt, hvort
sem hann sjálfur er viðstaddur eða ekki. Eg er sannfærð
um, að lifði maður alt af í slíku andlegu umhverfi, þá
væri hægðarleikui’ að lifa heilögu lífi. Það er eins og allar
illar hugrenningar falli þar dauðar og máttlausar til jarð-
ar, eða verði að öðrum kosti svo sárar fyrir hlutaðeig-
endur sjálfa, að þeir verða annaðhvort að útrýma þeim,
eða flýja staðinn. Eg þekki fólk, sem vottar, að ástríður
þeirra hafi gleymst og dáið, á meðan þeir dvöldu í Om-
men. Hjá sumum hafa þær vaknað aftur, þegar þeir komu
í sitt gamla umhverfi, hjá öðrum aldrei, líklega fer það
eftir því, hve viljinn til að losna við þær hefir verið ákveð-
inn.
I einni ræðu sinni mintist Krishnamurti á það, að
menn ætluðust til þess, að hann gerði kraftaverk, til þess
að sanna, hver hann væri. Hann bjóst við, að menn yrðu
fyrir vonbrigðum í því efni. Ileimurinn elti hin ytri fyrir-
brigði lífsins, þar á meðal þráði hann kraftaverk, sem til-
hevrðu hinum ytra skynheimi. Sitt hlutverk væri að
kenna mannkyninu um gildi hins innra ósýnilega lífs og
hann kvaðst ekkert mundu gera, sem gæti dregið athygl-
ina frá þessu aðalhlutverki sínu. Menn skyldu því ekki
vænta af sér þess, sem í daglegu tali eru nefnd kraftaverk.
Mjög er það mismunandi, hver áhrif það eru, sem menn
verði sterkast fyrir í Ommen. Fer það líklega eftir því,
hvað þeir þrá mest. Nokkrir fundu þar þann frið, sem
ekki er af þessum heimi, aðrir fundu þar fullnægt sinni
dý]istu fegurðarþrá; eg fyrir mitt leyti fann þar fullkom-