Straumar - 01.12.1927, Síða 22

Straumar - 01.12.1927, Síða 22
196 S T H A U M A R inn kærleika, og þess vegna trúi eg því, að Krishnamurti sé heimsfræðari, andlegur leiðtogi, sendur heiminum til hjálpar í nauðum hans. Hvað hann er að öðru leyti, leyfi eg mér ekki að dæma um, enda skiftir það minstu máli frá mínu sjónarmiði. Aðalbjörg Sigurðardóttir. Nokkrir cirættir Írá lííinu í EJmau^ Við örlítið þorp suður í Bajernfjöllum, sem heitir Kais, stíga daglega nokkrir ferðamenn af lestinni, sem nemur þar staðar aðeins örskamma stund. Fótgangandi halda þeir áfram í suðurátt eftir mjóum gangvegi, sem smeygir sér milli risavaxinna trjáa og tyllir sér víða á fremstu brúnir gilja og hamrabelta. Næstum allir þessir ferðalangar eru á leið til skemri eða lengri dvalar í höll- inni í Elmau. Þeir geta verið hinir allra ólíkustu að ytra útliti og komnir bæði frá austri og vestri, en sameiginleg þrá hefir hrifið þá brott, hvern úr sínum verkahring og stilt þeim hlið við hlið í þessa afskektu tæpugötu Alpanna. Hvers eru þeir allir að leita? Ætla þeir aðeins að forvitnast í helgidóm háfjallanna, láta lindtært loft þeirra strjúkast um vanga og kinn og teyga að sér þann ótæmandi unað, sem býr undir bláhvolvum þessa undurhreina himins? Eru þeir til þess eins komnir að varpa sér í faðm þessarar viltu náttúru, telja henni harma sína og hljóta lækning sollinna sára. Eða eru þeir hér komnir sem landflóttamenn borga og bæjalífs til þess að njóta verndar hinnar Ijúflátu kyrðar, sem vakir yfir þess- um afskekta dal ? Ef til vill, því alt þetta má þarna finna. En samt stefnir leit þeirra dýpra. Þeir eru að leita sam- vistar með þeim flokki manna, sem fyrir er í Elmauar- J) llm Elmau, sjá 2. tbl.

x

Straumar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.