Straumar - 01.12.1927, Side 24

Straumar - 01.12.1927, Side 24
198 STRAUMAR í fjarska í lundunum fyrir utan. Tónarnir, þýðir eins og hvísl blæsins við skógarlimið, en þó með fylling, smeygja sér inn um hverja gátt, opna eyru sofandans eins og koss- ar morgunsólar vekja blóm vallarins. Eg þekti hvorki lög- in né ljóðin, vissi það eitt, að þau voru þrungin af ein- hverjum ósegjanlegum fögnuði yfir lífinu og umvafin há- tíðleik, sem engin orð fá lýst. Þessir tónar báru á örm- um sér sunnudagsfriðinn inn í Elmauarhöll. Þeir voru í ætt við kvak svansins, sem hefur sig upp yfir hversdags- líf og hversdagsleika. Þeir voru útrás sálna, sem eiga fylling gleði og friðar. Þeir voru dýrðarróður til lífsins Ógleymanlegastar munu þó öllum vera þær stundir, er Jóhannes Múller flytur fyrirlestra sína. Hann talar ætíð blaðalaust og sjaldan skemur en hálfan tíma í einu. Hann talar af óvenjulegum kyngikrafti og frábærri snild. Umræðuefnið snýzt nærri æfinlega um það, hvernig guðs ríki megi verða að veruleika í lífi mannanna, og hver leið- in sé til þess. P. Þ. Biblíurannsóknir. Því hefir verið haldið fram, að höfuðmunur gamallar og nýrrar guðfræði væri mismunandi skoðanir þeirra á Biblíunni. Þetta er að miklu leyti rétt. Skal hér reynt að gera grein fyrir skoðun þeirra hvorrar um sig. Gamla stefnan segir, að Guð og maðurinn séu gjörólíkir. Guð sé alt hið góða og fullkomna, en maðurinn sé enn illur og ófullkominn sökum erfðasyndarinnar, og geti ekkert af eigin ramleik. Fyrir því getur hann ekkert vitað af sjálfu sér um guð, og ekki skilið hann, þar sem hann er guði gjörólíkur og annars eðlis. En sökum þess, að maðurinn er þegn guðs, og skyldugur að hlýða honum, er honum nauðsyn á, að kunna nokkur skil á guði og vilja hans. Guði er það líka nauðsynlegt, svo að hann missi

x

Straumar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.