Straumar - 01.12.1927, Page 30

Straumar - 01.12.1927, Page 30
204 STRAUMAR uni manni, cr tekur inn meðal, sem lœknirinn hefir fyrirskipað, án þess að efast um, að ráð lœknisins séu viturleg. 12. fyrirlestur. Hjélprœðið (sjónarmið frjálslyndis- stefnunnar). Við hjálprœði skilja nýguðfrœðingar jákvœðar at- hafnir, en ekki neikvæðar. Maðurinn frelsast til einhvers, en ekki frá einhverju. Hann frelsast til að framkvæma það, sem gert er, fremur en frá afleiðingum hins illa. Samkvæmt skoðunum rétttrúnaðar-stefnunnar cr frelsunin óháð vilja mannsins, en frjálslyndis-stefnan trúir því, að mað- urinn verði sjálfur að eiga sinn hlut í að ávinna sér hana. — Eg verð að hjálpa til að frelsa sjálfan mig. Eg verð að gera það, af því að eg get gert það. Mér er ekki meðfæddur neinn sá veik- leiki, er tálmi mér frá að snúa mér að hinu góða, hvenær sem eg æski að gera það. í guðfræðiskerfi nútimans er Jesús ekki talinn vera Guð, sem ber syndir mínar fyrir mig eða tekur á herðar sér þá byrði, sem eg ætti að bera. Hann er talinn maður, sem sýnir mér með lífi sinu, hvernig unt er að sigrast á synd og freisting og hvernig maðurinn fái liafið sig frá veikleik til styrkleika. 13. fyrirlestur. Opinberunin (sjónarmið íhaidsstefn- unnar). Mcð þvi að maðurinn þekkir ekki veg sáluhjálparinnar, verður liann að öðlast fræðslu um, hvað hann eigi að gera til þess að frcisa sálu sína. — Af þvi að mannlegur skilningur er myrkri hjúpaður, verður hann að fá frœðsluna frá Guði. Jtessa fræðslu má eigi efa; þeim ráðum, er hún leggur, verða menn að fara eftir, jafnvel þótt þau virðist fara í bág við skynsemi vora. Opinberun Guðs nær sjaldnast tii manna beina leið. Milli Guðs og manna eru meðalgangarar, sem flytja boðskapinn. Gamla testainentið talar um spámennina, Nýja testamentið um Jesúin. Kirkjan bætir við heilum sæg erkiengla, engla og dýr- linga; fremst þeirra er María mey. Mótmælendur telja biblíuna uppsprettu opinberunarinnar. Mennirnir, sem síðast veita opinberuninni móttöku, hljóta að vera þiggjendur eingöngu. þeir þiggja og efa ekki. Höfuösyndin er efinn. 14. fyrirlestur. Opinberunin (sjónarmið frjálslyndis- stefnunnar). Samkvæmt gömlu skoðuninni opinberar Guð mönnum sannleikann, og mennirnir biða þess með þolimna'ði, að þeim verði fræðslan veitt. Samkvæmt nútímaskoðuninni á maðurinn upptökin. Fyrir framan oss er óþektur heimur. Hann leggur fyrir oss gátu, scm vér vcrðum að ráða, hráefni, sem vér eigum að æfa vitsmuni vora á. Megin-forsendan i hugsunarhætti nútímans er sú, að alt

x

Straumar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.