Straumar - 01.12.1927, Page 33

Straumar - 01.12.1927, Page 33
S T R A U M A R 207 FAir aí fyrirlestrum dr. Auers hafa vakið eins mikinn fögn- uð i hugum áheyrendanna eins og þessi síðasti. Lófaklappið, sem dundi við, að honum loknum, var innilegt og langvint. Hann flutti s í ð a s t a f y r Lr 1 e s t u r s i n n (liinn t9. i röðinni) mánudaginn 7. nóv., fyrir fullum sal áheyrenda. Var þetta einskonar yfirlitsfyrirlestur og ályktarorð, þar sem liann dró saman megin-lýsinguna á báðum stefnunum. Undir lok fyr- irlestrarins sneri hami sér sérstaklega að stúdentunum. Skoraði hann á þá að vera opinskáir og hreinskilnir, segja skoðanir sínar hiklaust, og bcnti þeim á dœmi Jesú og Lúters til fyrir- myndar; þetta hefðu þeir gert. lif þeir vœru ílialdsmegin skyldu þeir ráðast á frjálslyndisstefnuna og kenningar hennar, en gera það með rökum og haturs- og óvildarlaust. Ef þeir vœru frjálslyndis megin skyldu þeir gera íhaldsstefnunni samskonar skil; allur tvískinnungur œtti að liverfa. Að lokum þakkaði hann áheyrendunum, hve vel þeir liefðu sótt fyrirlestrana. Aðsóknin að þeim hefði farið fram úr öllum sínum vonum. Gerðu áheyrendur hinn bezta róm að máli lians. Á eftir þakkaði rektor háskóians (próf. Har. Níelsson) hon- um fyrir það mikla verk, sem hann hefði leyst af hendi með fyrirlestrum sínum. Hann lauk lofsorði á þá; kvað þá hafa ver- ið skemtilega og uppörfandi, og þótt hann gœti ekki verið sam- mála fyrirlesaranum í öllum atriðum, þá hefði sér verið það sönn unun að veita því eftirtekt, live líkar skoðanir þeirra væru, enda ættu menn frjálslyndisstefnunnar að leggja meiri áherzlu á þau meginatriði, sem þeir væru sammála um, heldur cn á minni háttar atriðin, sem þeim kæmi ekki saman um. Að lokum lýsti hann yfir því, að hanri teldi hingaðkomu Dr. Aucrs hafa hepnast mjög vel. — Kvöldið eftir, (þriðjudag), var Dr. Auer haldið skilnaðarsamsæti í Ingólfshvoli. Dr. Auer hafði ætlað að fara með „Goðafossi" hinn 11. þ. m., en af því að för skipsins scinkaði um fjóra daga, útvegaði lands- stjórnin honum far með „Islands Falk" beina leið til Kaup- mannahafnar, til þess að hann þyrfti ekki að rifta loforðum um að prédika í kirkju einni á Hollandi sunnudaginn 20. nóvbr.. og flytja fyrirlestur í Manchester á Englandi fáum dögum síð- ar. þaðan fer Dr. Auer til London og Oxford og alfarinn frá Englandi vestur um haf 26. þ. m. Kirkjan og 1930. Um þúsund ára afmæli Alþingis 1930 er nú mikið hugsað og talað og ncfnd hcfir verið skipuð til að vinna að undirbúningi hátíðahaldanna. Yms félög eru þegar tekin að hugsa fyrir þátttöku í hátíðinni. Ekki hefir nú heyrst neitt um þátttökú islenzku kirkjunnar. Einn maður í hátíðarnefndinni

x

Straumar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.