Straumar - 01.12.1929, Side 5

Straumar - 01.12.1929, Side 5
S T R A U M A R 179 anna til þess að gera þenna heim að bólstað, sem mönn- um sé ekki vansæmd í að dveljast á, sakir skipulagsleysis, ranglætis og grimdar. Og síðast en ekki sízt, hve þröng- sýnum mönnum og óvitrum er auðfarin leið til áhrifa og metorða innan kirkjunnar. Það er óviðfeldið að nefna dæmi slíks, enda óþarfi. Það leiðir af skipulagi þessarar stofnunar. Hún virðist hafa treyst svo lítt á mátt sinn til frjálsra áhrifa á sálirnar, að kenniviðjar og kreddur hafa reynzt helzta ráðið til þess að halda saman hinni óþægu hjörð. En í því atriði koma saman hagsmunir kirkju og borgaralegs þjóðfélags. Það hvílir á þeim grunni að hæfilegar viðjar séu á þeirri hvöt manna að hugsa djarfar og frjálsmannlegar hugsanir, og að synd- samlegt sé talið að hrófla við gerðum fyrri tíðar manna. Reyndin hefir því orðið sú, að ríkin láta af hendi sultar- laun prestanna, gegn æskilegri varúð í því að ýta við hugsun borgaranna, án þess að það sé þó alstaðar, bein- línis bannað með lögum. Sumstaðar er það gert, en víð- ast hvar er þess ekki bein þörf. Það kemur til af því, að þar sem prestar eru kosnir af söfnuðunum eru litlar líkur til þess yfirleitt, að mikilhæfir menn nái kosningu, þó að um einhverja slíka væri að ræða í kjöri, ef undirmáls- menn eru annarsvegar. Mikilhæfir menn eru ófúsastir allra til þess að hlíta því ástandi, sem er í hverri grein. Sálum miðlungsmanna býður jafnan ótta við slíkum mönnum, þó ekki væri vegna annars, en hættu þeirrar, sem andlegri værð og' vanafestu er búin af íhlutan og atferli þeirra. Þá er þess enn að gæta, að í hugsunum mikilhæfra manna kennir jafnan ein- hvers þess, sem nýtt er, og áreynslu þarf til að muna og skilja. Slíkt fer fyrir ofan garð og neðan hjá miklum þorra manna. Og stórfenglegar hugsanir eru jafnan hneyksli og andstvgð þeirra, sem hálfskilja þær og mis- skilja. Og þó sumum kunna að þykja skemtilegt að hlusta á slíkt á helgum dögum, þá er það þorra manna óbæri- leg tilhugsun ef samræmra athafna við það væri krafizt aðra daga vikunnar. Vinsæll prestur, og líklegur til þess að ná kosningu í venjulegum söfnuði, er sjaldnast her-

x

Straumar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.