Straumar - 01.12.1929, Qupperneq 7

Straumar - 01.12.1929, Qupperneq 7
181 __________________STRAUMAR Öllum þessum mönnum óska eg góðs, — óska þeim gleðilegra jóla. Eg veit, að alls þess, sem ilt er bíður sú líkn hinst að fá að deyja og hverfa af götu hins góða. Eg bið, að þeir verði fáir, sem hennar njóta einnar, því önnur er meiri. Eg veit, að alls þess, sem gott er bíður sú raun, ,,að hrekjast af háum, en hýsast af þeim smáu“. Eg bið þess, að þeir verði margir, er það hlutskifti kjósa sér. Og þess munu þeir biðja, sem kenna samsektar sinn- ar við synd og ranglæti, en dirfast þó að eigna sér hlut- deild í björtustu vonum mannkynsins. Reykjavík, 5. des. 1929. Sigurður Einaisson. Handbókarmálið og helgásiðirnir. Eins og mönnurn mun kunnugt, var skipuð nefnd 5 manna til að endurskoða helgisiðabók íslenzku kirkjunnar og koma með breytingartillögur við hana, á prestastefnu árið 1925. Skilaði hún áliti 1927: „Bráðabirgðatillögum“ svonefndum. I niðurlagi þeirra standa þessi tilmæli frá nefndinni: „Nefndin vonar, að tillögur hennar verði athugaðar með velvild og ræddar sem víðast á kirkjulegum fund- um, og óskar að fá álit sem flestra um þær, bæði presta og leikmanna, og er þakklát fyrir allar góðar bendingar, sem til bóta mættu verða, hvaðan sem þær koma“. Þrátt fyrir þessi tilmæli nefndarinnav er mér grunur á, að lítið hafi verið starfað frekar í þessu máli, hvorki af nefndinni sjálfri né utan hennar. Víst er það, að hljótt hefir verið yfir málinu; hefir því hvorki verið hreyft siðan á sýnódus né verið getið um, í blöðum, svo mér sé kunnugt, að það hafi verið rætt á öðrum kirkju-

x

Straumar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.