Straumar - 01.12.1929, Page 9

Straumar - 01.12.1929, Page 9
STRAUMAR 183 að sérstaka viljafestu og- skarpleika þarf til þess að geta lagt huga sinn fram í það, sem fram er flutt á slíku máli. Einskis er meira þörf en stuttra og skýrra setninga; allt sé sem ljósast og skiljanlegast, og samræmast því, sem hver óbreyttur nútíðarmaður hefði sett hugsanir sín- ar í orð. Þá er bezt von til þess, að orðunum geti fylgt hugur nokkur. Þessu til stuðnings vil eg biðja menn að bera saman bænina í messuupphafi, eins og hún var áður tíðkuð og víða enn, og prentað er í gömlum útgáfuni sálmabókar- innar, eins og hún er í hinni gildandi helgisiðabók og eins og hún er í bráðabirgðatiliögunum. Hér sézt augljós framför, en altaf hafa endurskoðendurnir verið ragir til breytinga, og því látið standa málvillur og óþarfar mála- lengingar. Hér mætti enn endurbæta mikið með því að sleppa nokkrum óþörfum orðum og snúa við orðaröð, þannig, að bænin yrði styttri og málfræðilega réttari, en þó með nákvæmlega sama innihaldi. Kollekturnar í helgisiðabókinni eru margar hörmu- lega saman settar, og virðist vorkunn, þótt söfnuðurinn eigi erfitt með að fylgjast með slíkum bænum, tónuðum misjafnlega vel af misjafnlega hæfum og fyrirkölluðum presti. Til nokkurra bóta horfa þau sýnishorn, sem hand- bókarnefndin hefir samið, en þó væri mér kærara að losna algjörlega við allar líkingar — þær eiga ekki heima í bænum, því að guð þarf engra slíkra skýringa við, og þær eru óeðlilegar í mæltu máli biðjandanna — og niður- lagsformúlan virtist mér að gjarnan mætti athugast, og láta sér detta i hug, hvort hún gæti ekki verið fjölbreytt- ari og betur í samræmi við hugsanir og þekkingu kirkju- gestanna. Eg efast hreinskilnislega um, að allir prestar geti flutt hana af heilum og sönnum huga. Eg er nú þegar tekinn að ræða um innihald orðanna, en vil þó kasta fram einni spurningu ennþá um m á 1 i ð. Skyldi handbókamefndinni hafa hugkvæmst að nota hina nýju þýðingu á „Faðir vor“ í nýju helgisiðabókinni væntanlegu? í hinni gildandi er gengið fram hjá henni, vafalaust sakir þess, að menn héldu svo fast við gamla

x

Straumar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.