Straumar - 01.12.1929, Page 12

Straumar - 01.12.1929, Page 12
186 STKAUMAR tapa sér. Viðhaf nanniklai' g’uðsþ j ónustur eiga \ ið áhátíðum, ella ekki. í sambandi við þetta sjáum vér fjórðu ástæðuna gegn hinu aukna tóni. Það er öfugstreymi gegn hinum evangeliska anda mótmælanda, spor til baka í kaþólska átt, líkt og sést ljóst á Englandi (endurskoðaða bæna- bókin) og vottar fyrir í flestum mótmælandalöndum. Enn er síðasta ástæða mín: Víxlsöngur milli prests og söngflokks verður alltaf atriði, sem söfnuðurinn er móttakandi að, en el-cki þátttakandi i. Er sízt ástæða til að auka á það í íslenzku kirkjulífi. Menn eiga ekki að fara í kirkju, til að hlusta á hljómleika, heldur til að syngja sjálfir og biðja, og vinna með athygli sinni, skiln- ingi og dómgreind að því, að hagnýta sér efni prédikun- arinnar. Niðurstaðan um almenna guðsþjónustuformið verð- ur því sú, að æskilegast sé og eðlilegast að gera það enn- þá einfaldara en nú er, nema tón alveg burtu, eða a. m. k. brýna rækilega fyrir þeim prestum, sem ekki geta gert það v e I, að láta það vera. 1 fæstum tilfellum er eðlilegt að tóna bænir, og því rétt að hætta því. Blessunarorðin eru ef til vill það eina, sem skynsamleg rök geta mælt með að tónað sé. Formið fyrir sunnudagaguðsþjónustu á að vera sem óbrotnast og einfaldast. Þá er bezt trygging fyrir því, að menn verði ekki leiðir á því og geii tekið þátt í því, sem íram fer, vitandi og viljandi. Eg vil aðeins taka það fram, að með framansögðu hef eg frekar lagt áherzlu á en dregið úr gildi h á t í ð a- guðsþ j ónustu. Þegar einfaldleikinn ríkir alla aðra daga, verða hátíðabrigðin enn meiri og hrifningin sterk- ari við vðhafnarmikla og hátíðlega athöfn. Mikil þörf er að endursemja beztu hátíðasöngvana, en mig brestur færi til að ræða það frekar nú. Samkvæmt framansögðu vil eg draga fram eftirtalin atriði: Allar b æ n i r séu endursamdar, þannig að numið sé brott allt það, sem getur ekki samrýmst þekkingu og lífsskoðun nútímamanna, en þarfir þeirra og tilfinningar

x

Straumar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.