Straumar - 01.12.1929, Qupperneq 13

Straumar - 01.12.1929, Qupperneq 13
S T lí A U M A R 187 settar fram á því máli, sem þeir geta fylgzt með af sann- færing og lífi, og lagt sig alla inn í bænina með prestinum. P i s 11 a r skulu, ef haldið er, vandlega athugaðir, margir felldir burt, sem eru annaðhvort óskilj anlegir án skýringa eða ósmekklega valdr og illa við eigandi, og settir í staðinn fegurri kaflar, léttari og betur eigandi við þarfir manna og ástand nú á dögurn. Staðfest sé frelsi presta um textaval. Notuð sé nýja þýðingin af „F a ð i r v o r“. Um b æ n i r e f 11 r p r e d i k u n rná vel fara svipað og handbókarnefndin bendir á, án þess þó að það form sé bindandi. Lagfært sé mál á öllu, sem fram fer, jafnt við al- menna guðsþjónustu sem endranær, þannig að gætt sé stranglega að halda réttu íslenzku máli, bæði hvað snertir orðaröð og orðaval, skýrt fram sett, rökfast og skipulega. 2) S k í r n a r-formálanum þarf að gjörbreyta, bæði frá því sem nú er og tillögurnar segja. Mér vinnst ekki rúm til að rekja það fram lið fyxár lið og rífa það niður, og brestur mig þó hvergi nærri vilja til. Svo mikið get eg sagt, að um tvennt er að velja: að breyta orðalagi trúai’- játningarinnar, eða fella hana burtu. Hið fyrra er ekki nein fi'ágangssök, en mundi þó skjótt leiða til nýrra vand- ræða. Vilji kirkjan íslenzka samræma sig kröfum fram- tíðarinnar, á hún hiklaust að taka síðari kostinn. Málið hefir verið nokkuð i-ætt; vil eg benda á grein sr. Jakobs Jónssonar í Pi’estafélagsritinu síðasta: „Faðir vor“, sem merki kirkjunnar“. Fegurst væi’i að skíi’a barnið til Krists, en ekki „játningar trúar vorrar“, sem er ófull- komið og úrelt mannavei’k. 3) F e r m i n g u n n i sé bi’eytt að sama skapi. 4) Ií j ó n a v í g s 1 u-athöfnina þarf að endui’skoða vandlega og bi’eyta í ýmsu. 5) Greftrunarsiðir eru næstum óþolandi eins og nú tíðkast. Þyrftu að gjörbreytast. Meiri áherzla lögð á að sannfæra viðstadda um líf í dauðanum, gert léttara yfir öllu (aukinn hljóðfærasláttur) og um fram allt: önn- ur oi’ð og athöfn viðhöfð við gröfina. Pteynandi væri að

x

Straumar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.