Straumar - 01.12.1929, Blaðsíða 14

Straumar - 01.12.1929, Blaðsíða 14
188 STRaUMAR afnema líkræður í kirkju; þó vafasamt að það tækist með valdboði. Því miður hef eg ekki tök á að ræða hér fleiri ein- stök atriði, en vonandi verða aðrir til að gera það, og halda máli þessu vakandi héðan af, unz það er vel til lykta leitt. Sérstaklega vænti eg af öllum frjálslyndum prestum, að þeir láti hina knýjandi þörf hrinda sér til að ræða málið, og hika ekki við að fylgja réttmætum kröf- um til sigurs. Sannleikur og heilindi ættu að vera ein- kenni presta í starfi þeirra; að það geti orðið, á að vera brennandi kappsmál vor allra. Takmarkið sé því þetta: Berum ekkert fram fyrir guð, sem vér getum ekki lagt oss sjálfa inn í, með lífi og sál, sem flestir af oss. Komum fram fyrir hann sem látlausast og eðlilegast; tölum máli þráa vorra og heitustu tilfinninga, og leitum uppbyggingar í því að vera s a n n i r og h e i 1 i r, að minnsta kosti í kirkjunni. Til þess að ná því marki, er vitanlega bezt að vera ekki bundinn af neinum ytri siða- foiTnum, en ef form verður að vera, þá höfum það eins látlaust og eðlilegt, frjálst og samkvæmt sannleikanum og unnt er! Björn Magnússon. Bibllurannsóknir. Frh. Þessalonikubréfin. Borgin Þessalonika (nú Saloniki) liggur í Makedoniu við enda Vardardalsins og var hún mikil verzlunarborg í fornöld, ekki síður en nú, enda liggur hún vel við öllum samgöngum, bæði á sjó og landi. Páll postuli kom í borgina á 2. kristniboðsferðinni og dvaldi þar nokkrar vikur. Predikaði hann í samkundu- húsi Gyðinga, sem voru margir í borginni, og stofnaði söfnuð með nokkrum Gyðingum og mörgum heiðingjum.

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.